Sælir, ég er með chevy 350 og vantar á hana vatnskassa.
Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig farið er að því að velja saman kassan og vélina (+ vatnslás/tilheyrandi).
Mitt setup er semsagt 350 með 305 heddum og volgum ás, ég veit ekki hvernig stimplarnir í henni eru en sýnist þeir vera diskaðir frekar en flatir,
það var nú bara gert með því að kíkja í gegnum kertagat en ekki losað af hedd. ég veit heldur ekki hve mikið ég má snúa gripnum. Þjappan gæti verið soldið yfir 11. Heddin eru óunninn, að minnsta kosti ekki exhaust megin. svo er ég með fínar flækjur í þessu.
Ég er nýbyrjaður í þessum vélabransa og veit ekki nóg, þó finnst mér vélin vera helvíti taktföst og vel hljómandi í lausagangi miðað við 360 hestöfl?
Þetta er svo ofaní Wrangler og gamli vatnskassinn ( fyrir 4.2L ) er rétt rúmlega 52x52cm.
Hverju mynduð þið mæla með fyrir þessa vél ??, þ.e.a.s. lítrafjölda kassans, rillufjölda og öllu hinu sem ég hef ekki vit á að spyrja um ??.