Sælir félagar.
Ég er nú búinn að vera að skoða þennan þráð og það er eitt sem mig langar að spyrja þann sem kallar sig "mustang67":
Gerir þú þér grein fyrir því sem þú ert að tala um
Það er ekki á færi allra að breyta bíl sem er ekki ætlaður fyrir blæju í blæjubíl
Ef það er á annað borð hægt (sem ég tel ekki vera)
Plús það að það yrði tíu sinnum dýrara en að kaupa tilbúinn uppgerðann blæjubíl.
Verðið á þeim er frá ca 15000$(ódýr).
Ég held líka að þú gerir þér enga grein fyrir þeirri vinnu og þeim fjármunum sem liggja í því að gera upp svona bíl
Það er því miður allt of algengt að menn taki gamla og jafnvel illa farna bíla og ætli að gera þá upp, spað rífi þá síðan og sjái þá að þetta var meira en þeir héldu.
Þá er farið að skoða hversu mikið varahlutir kosta, og þeir eru ekki gefnir
Og þá gerist þetta sem er svo allt of algengt.
Öllu draslinu er fyrst ýtt út í horn, eftir nokkrun tíma þá fer það síðan í geymslu, síðan er það sett út, og eftir það er bílnum sem kannski var uppgerðarhæfur í upphafi hent.
Að gera upp bíl frá grunni kostar ómælda vinnu og mikinn pening.
Það er alltaf mikið meira sem þarf að gera en er sýnilegt.
Ég er alls ekki að reyna að fá þig ofan af því að gera upp bíl, langt í frá.
Ég er bara að segja þér hverjar staðreyndirnar eru, án þess að vera að fegra neitt.
Ég hef sjálfur reynsluna: