X1816 eignaðist eg með þessu fína glimmerlakki kringum 82.
Fór einn hring í bæinn og leið ekki mjög vel keyrandi um á
þessum glimmervagni, keðjustýri og plussaður í hólf og gólf.
Það tók skildist mér á sínum tíma 3 mánuði á einn mann að
sprauta þennan bíl í glimmer, en einn dag hjá mér að matta
hann niður og sprauta rauðann eftir að hafa átt hann í nokkra daga.