Sigtryggur, Það var Einar Orgelhestur í Sniglabandinu sem átti bílinn, síðan fór hann á mikið flakk, endaði svo í höndum feðga sem gáfu Brynjari vini mínum bílinn gegn því að hann tæki 455 vélina úr. Síðan lætur hann bílinn í hendurnar á Magga kunningja mínum sem setur 403 mótor í hann og Brynjar fær svo bílinn aftur. Ég tek svo við þessum bíl á miðri leið og við vinnum mikið í honum. Jón Trausti vinur minn fær hann svo og geymir inní Kópavogi einmitt þar sem honum var rústað, til dæmis var keyrt á bílinn til skemmtunar o.sv.frv. Eftir það held ég að honum hafi verið fargað.