Author Topic: Reglur í sandspyrnu.  (Read 2220 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglur í sandspyrnu.
« on: October 11, 2006, 16:25:40 »
Keppt er til Íslandsmeistara í sandspyrnu í eftirtöldum átta flokkum árið 2006:

1. Mótorhjól (tvíhjólaflokkur, krosshjól, endurohjól, bifhjól)
2. Fjórhjól (einnig þríhjól)
3. Vélsleðar
4. Fólksbílar (ein drifhásing)
5. Útbúnir fólksbílar
6. Jeppar (einnig fjórhjóladrifs fólksbílar)
7. Útbúnir jeppar
8. Opinn flokkur

Skilgreiningar á flokkum, kröfur, reglur um útbúnað og takmarkanir:

1. Mótorhjólaflokkur:
   1. Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð hjól. Tvíhjól.
   2. Allar breytingar leyfðar.
   3. Engin hámarkstærð á vél.
   4. Engin hámarksþyngd.
   5. Skylt er að loka framgjörð. Mælt er með áli tryggilega festu með plastströppum.
   6. Dekkjabúnaður verður að vera úr gúmmíi, málmspyrnur bannaðar.
   7. Bremsubúnaður skal virka eðlilega ( fram og afturbremsur ).
   8. Lágmarksfjöðrun að framan 50 mm fyrir götuhjól.
   9. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu skylda.
   10. Leðurgalli (smekkbuxur og jakki, samrennt eða heilgalli), kross-stígvél með stáltá og kross-brynja, auk hefðbundins öryggisbúnaðar skylda (hjálmur o.þ.h.).

2. Fjórhjólaflokkur:
   1. Fjórhjól og einnig þríhjól.
   2. Allar breytingar leyfðar.
   3. Engin hámarkstærð á vél.
   4. Engin hámarksþyngd.
   5. Dekkjabúnaður verður að vera úr gúmmíi, málmspyrnur bannaðar.
   6. Bremsubúnaður skal virka eðlilega ( fram og afturbremsur ).
   7. Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu skylda.
   8. Leðurgalli (smekkbuxur og jakki, samrennt eða heilgalli), kross-stígvél með stáltá og kross-brynja, auk hefðbundins öryggisbúnaðar skylda (hjálmur o.þ.h.).

3. Vélsleðaflokkur:
   1. Skylt er að loka gati fremst á skíði, sé það til staðar
   2. Nítró leyft.

4. Fólksbílaflokkur:
   1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
   2. Aðeins ein drifhásing. Fjórhjóladrifin ökutæki fara í jeppaflokk.
   3. Hæðarmunur fremst og aftast á síls má ekki vera meiri en 10 cm.
   4. Hámarks hæð hjólbarða skal mælast 33".
   5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða með plast húsi skal vera veltibogi.
   6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 sek. skulu hafa veltibúr.
   7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   8. Fjarlægja má innréttingu úr ökutækjum sem eru með veltibúr.
   9. Óheimilt er að fjarlægja boddýhluti af eða úr ökutækjum, hvorki fyrir eða á meðan keppni stendur yfir, þar með talið vélarhlíf, hurðir og önnur lok.
   10. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð, óskornir og standi ekki út fyrir óbreytta brettabrún.

5. Útbúinn fólksbílaflokkur:
   1. Lágmarksþyngd ökutækis er 1.300 kg.
   2. Upphaflegur hvalbakur eða eins útlítandi á upphaflegum stað, úr sömu efnum af sömu efnisþykkt er skylda.
   3. Ótakmarkaðar breytingar leyfðar á vél.
   4. Óheimilt er að fjarlægja hluti af eða úr ökutækjum í keppni.
   5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða plast húsi skal vera veltibogi.
   6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 skulu hafa veltibúr.
   7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   8. Dekkjabúnaður er opinn.

6. Jeppaflokkur:
   1. Drif á fjórum hjólum sem eru öxultengd við vél.
   2. Hjólbarðar mega ekki ná út fyrir brettabrún.
   3. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða plast húsi skal vera veltibogi og minnst 4 punkta öryggisbelti.
   4. Óheimilt er að fjarlæga bretti, vélarhlíf eða framstykki.
   5. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 skulu hafa veltibúr.
   6. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   7. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð. Dýpka má slitraufar.

7. Útbúinn jeppaflokkur:
   1. Lágmarksþyngd ökutækis er 1.200 kg.
   2. Drif á fjórum hjólum sem eru öxultengd við vél.
   3. Vél skal vera bílvél, ótakmarkaðar breytingar leyfðar.
   4. Veltibúr og minnst 4 punkta öryggisbelti skylda, öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
   5. Óheimilt er að fjarlægja hluti af eða úr ökutækjum í keppni.
   6. Dekkjabúnaður er opinn.

8. Opinn flokkur:
   1. Allt sem ekki kemst í aðra flokka.
   2. Ótakmarkaðar breytingar leyfðar á vél.
   3. Dekkjabúnaður er opinn.

Ennfremur gildir um útbúna flokka og opinn flokk:
   1. Ballest og nítró er leyft.
   2. Höfuðrofi, sæti með háu baki og sprengiheld kúplingshús skylda.
   3. Sprengimotta eða hlíf á sjálfskiptingu skylda sé tími undir 4,99 sek.
   4. Eldsneytis og rafgeymir skulu vera utan farþegarýmis í lokuðum bílum.
   5. Hjólbarðar skulu vera úr gúmmíi, keðjur eða áboltaðar/soðnar spyrnur eru bannaðar.
   6. Í útbúnum og sérsmíðuðum flokkum eru skófludekk eða skófluskorin dekk skylda.
   7. Ökutæki undir 4,99 sek. þarf veltiboga í lokaðan bíl en veltibúr í opinn bíl. Veltibúr er skylda í öllum bílum sem fara undir 4,50 sek.

Allt flokkar eru tveir:
   1. Allt flokkur hjóla og vélsleða
   2. Allt flokkur annara ökutækja

Allt flokkar eru flokkar sem heimilt er að keyra í lok hverrar keppni.  Skráning er á keppnisstað og verður viðkomandi keppnistæki að vera skráð í keppni til að mega taka þátt.  Undanþágur frá þessu er keppnisstjórn heimilt að veita á keppnisstað, en skal þá keppandi greiða sérstaklega fyrir þáttöku.

Flokkurinn er keyrður með útsláttar fyrirkomulagi og raðað í flokkinn eftir besta tíma ökutækis úr flokkakeppni.  Byrjað er á lakasta tíma, þá næstlakasti tími og svo framvegis.  Ef ökutæki hefur ekki keppt í flokkakeppni skal það teljast með lakasta tímann.  Séu fleiri en eitt tæki skráð, án þáttöku í flokkakeppni skal dregið um rásröð þeirra (frá lakasta tíma.)  Ræst skal á jöfnu með "pro tree".


Reglum þessum var síðast breytt 14. ágúst 2006 á mánudagsfundi.
Keppnisstjóri, stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, vefstjóri.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0