Þetta var bara æsispennandi, í fystu OF ferð fóru þeir báðir Leifur og Stígur niður fyrir íslandsmetið, Stígur aðeins meira en náði ekki að bakka það upp í næstu ferð. Leifur náði hins vegar að bakka það upp og keyrði snilldar vel. Virkilega leitt að Ingó skildi þurfa að hætta eftir mikla tilhlökkun viðstaddra, eitthvað í ólagi með skifitinguna.
Margir voru að keyra flotta tíma, Kiddi flottur á GTO, Harrý Herlufsen á góðum dekkjum á Camaro, Elli Hlíðberg á Nissan á fínum tíma á nýju slikkunum, Þórður góður á Camaro og að ógleymdum hjólunum sem fóru allmörg niðurfyrir 10 sekúndur. Fleiri að gera góða hluti þó að þetta standi upp úr hjá mér.
Ég fékk sjálfur að keyra Golfinn hans Gunna eftir keppnina, náði að fara 12,3 sek. á 115 mílum. Þetta rifjaði all svakalega upp gamla tíma hjá mínum og það er ótrúlegt að keyra gamlan Golf á svipuðum tíma og hraða og ´02 Corvettu.
Stjórn klúbbsins þakkar starfsfólki, keppendum og áhorfendum kærlega fyrir frábæran dag. Einnig viljum við þakka fyrir stórgott veður sem kom eins og þruma úr heiðskíru eftir allar rigningarnar.
Kv. Nóni