Hefur þú skipt um vatnsdælu ? Veit ekki hvernig þeir hjá Ford gera þetta, en ef að þeir eru td jafn klárir og snillingarnir hjá Jeep þá eru til vatnsdælur sem eru nákvæmlega eins að sjá nema önnur er fyrir flatreimakerfi og snýst öfugt og hin fyrir venjulegar reinar og snýst rétt. Ef dæla fyrir flatreim er notað í venjulegt reimasetup og öfugt þá dælir dælan alltaf í öfuga átt og fljótlega hversýður á tuggunni.
Myndast þrýstingur á kerfinu um leið og þú setur í gang eða þarftu að bíða soldið ? ef það kemur þrýstingur um leið, finnst td með að kreista hosurnar þá gæti verið farin heddpakkning hjá þér og kerfið alltaf stútfullt af lofti (pústi), það gefur ekki góða raun.
Varstu örugglega búinn að lofttæma kerfið alveg áður en þú settir í gang ? Gott er að lyfta framendanum (eða afturendanum í þínu tilfelli)soldið til að fá loftið frá vél til vatnskassa en oftast dugir slétt gólf og að kreista neðri hosuna duglega, þá kemur loftið fljótlega, ekki gleyma að hafa miðstöðina á HOT þegar þú ert að þessu svo loftið komist þaðan líka. Blés miðstöðin heitu þegar það fór að sjóða ?
Vatnslásinn er þarna að gefinni ástæðu, notaðu hann, sumir bílar eru með tvöfalda vatnslása sem VERÐA að vera í til að vatnið viti hvert það á að fara, ef hann er bara einfaldur þá gerir hann líka gagn, vatn á of mikilli ferð er ekki gott í kælikerfum, vatnið þarf tíma bæði til að taka upp hitann og eins til að losna við hann.
Vonandi hjálpar þér þetta eitthvað.