Sælir Félagar.
Ég hef að undanförnu verið að spá í hugtökin “Muscle cars”, “Modern Muscle”/”Modern Muscle cars”, “Hot Rod” og “Street Rod”.
Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um USA framleidda bíla, þó svo að bílar frá fleiri löndum ættu heima inni í þessum skilgreiningum þá er ég eingöngu að ræða hér um þá sem eru framleiddir í USA.
Muscle Cars ættu flestir að kannast við og er þar verið að tala um bíla frá tímabilinu frá og með1960 til og með 1974.
Sumir vilja þó jafnvel hafa þetta nákvæmara og miða við ýmsa bíla sem menn telja að hafi verið fyrsti Muscle car bíllinn, þá má ekki gleyma því að í fyrstu voru þessir bílar kallaðir “Super cars”.
“Muscle Cars/Super Cars”, bílar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt af flestum “MuscleCar“ klúbbum: “Muscle Car” er í sinni þröngustu skilgreiningu meðalstór bíll með keppnis möguleika, með stóra V8 vél og á því verði sem að flestir ráða við.
Flestir af þessum bílum voru smíðaðir á grunni “venjulegra” fjöldaframleiddra bíla.
“Venjulegu” bílarnir eru yfirleitt ekki taldir til “Muscle cars”, jafnvel þó að þeir séu með stórar V8 vélar og á góðu verði.
Ef hinns vegar er til sérstök “high performance” útgáfa af þessum “venjulegu” bílum þá fær hún þann heiður að vera kölluð “muscle car” en ekki bíllin sem hún er byggð á.
Sem dæmi um þetta er: Buick GS, Dodge Charger R/T, Ford Torino Cobra, Plymouth GTX, Plymouth Roadrunner, Oldsmobile 442, Pontiac GTO, osf.......
Þetta dæmi er tekið af heimasíðu Musclecar club.com
http://www.musclecarclub.com Og þar inni af síðunni:
http://www.musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml Eftir að Bandaríkjamenn höfðu jafnað sig að mestu á orkukreppunni svonefndu, þá fóru þeir að taka upp þráðin sem frá var horfið 1974 og fóru að smíða alvoru bíla sem afl var í, og hafa verið að því til dagsins í dag og halda því vonandi áfram.
Þessir bílar hafa verið kallaðir “Modern Muscle cars” eða bara “Modern Muscle”.
Oft er talað um að þessir bílar hafi komið fyrst 1982.
Það hafa verið stofnaðir klúbbar fyrir þessa bíla bæði í USA og Evrópu, en oftar en ekki hafa þeir verið tegundatengdir.
Ef einhver veit um klúbba fyrir þessa “Modern Muscle” bíla þá endilega komið með upplýsingar um þá.
“Street Rod” eru auðþekkjanlegir.
Þar er um að ræða mjög gamla bíla sem búið er að fikta mikið við og setja í allskyns vélar og breyta byggingu þeirra á margan hátt.
Það eru nokkrir svona bílar til hér heima og mættu vera fleiri.
“Hot Rod” er hinns vegar samheiti yfir þá bíla sem búið er að breyta eftir smekk eiganda, og er þá bæði verið að tala um yfirbyggingu, innréttingu og vélbúnað.
Þessir bílar geta verið frá öllum heimshornum, en þeir eiga þó flestir það sameiginlegt að vera með V8 USA vélar vel tjúnaðar.
Samt hefur þetta verið að breytast í seinni tíð og aðrar vélar hafa komið inn.
Mikið af svona “Hot Rods” eru einmitt bílar frá árunum 1975 til 1982, þegar orkukreppan var í algleymingi.
Þá er mikið af pallbílum sem hafa verið smíðaðir upp sem “Hot Rod” og eru mjög flottir, enda mikil hefð fyrir pallbílum í USA.
Í mínu huga eru allir þessir bílar jafn réttháir og eru augnayndi hvar sem þeir sjást
Mig langaði bara að vekja upp svona smá umræðu um þessa bíla, hvað sé til af þeim, og hvað finnst fólki um svona bíla og er einhver með aðra skilgreiningu á þeim?
Já og endilega setja inn myndir af bílum sem tilheyra þessum hópum.
Myndirnar hér að neðan:
Ford Mustang 1966, telst til "Hot Rod"
1934 Ford Roadster, telst til "Street Rod"
1969 Shelby GT 500, Telst til "Muscle Car"
Pontiac Trans Am WS6, Telst til "Modern Muscle"