Mottó vetrarins er: Vinna í tryllitækinu í vetur og koma því í notkun á Kvartmílubrautinni næsta sumar
Það er ekki hægt að fá tryggingaviðauka á bíl sem ekki hefur tryggingu. Þú mátt hins vegar koma með bíl sem ekki er á númerum og ef hann stenst skoðun hjá okkur þá máttu keyra.Best er að þú komir til okkar og sýnir okkur græjuna þegar þú kemur með hana og við skoðum og dæmum.
Quote from: "Nóni"Það er ekki hægt að fá tryggingaviðauka á bíl sem ekki hefur tryggingu. Þú mátt hins vegar koma með bíl sem ekki er á númerum og ef hann stenst skoðun hjá okkur þá máttu keyra.Best er að þú komir til okkar og sýnir okkur græjuna þegar þú kemur með hana og við skoðum og dæmum.Þetta finnst mér alltaf svolítið magnað, við bíla sem eru að keppa í "bíla" flokkum. Ef þú ert með hann á númerum, tryggðan og skoðaðan og allt í góðu þá þarft þú að tal við tryggingarfélagið og kaupa þér tryggingarviðauka Ef þú hinsvegar tekur sama bíl og skrúfar af honum spjöldin áður en þú mætir á keppnissvæði þá eru enginn vandamál!!??Hvað veldur!?kvBjörgvin
Þetta á reyndar aðeins við á æfingum hjá okkur en ekki á keppnum. Flokkarnir segja að bílar þurfi að vera á númerum og skoðaðir.Það er hins vegar rétt að númeralausir eru ekki tryggðir og því alltaf spurningamerki með þá, við erum hins vegar með lokað keppnissvæði þarna og þar gilda sömu reglur og á öðrum keppnissvæðum að maður er það á eigin ábyrgð, þarna eru bílar og tæki að keppa í OF flokki sem fara upp í 170 mílna hraða sem fáir eða enginn treystir sér til að tryggja.
Ég veit til þess að úti í Bandaríkjunum ertu "on your own" ef þú lendir í því að klessa á á götubílnum þínum nema að þú sért með sérstaka tryggingu sem sárafáir eru með og brautirnar gera ekki kröfu um að þú sért með slíka tryggingu. Þar virðist þetta vera algerlega í höndum eiganda bílsins hvort þú villt tryggja þig gagnvart einhverju eða ekki...KR