Jæja þá er komið að því að að taka forskot á Jónsmessuna(24.júní) og sýna álfum og tröllum hvernig á að þenja vélar, spenna öryggisbelti, setja á sig hjálm og sýna viðaukann og veltum okkur svo nakin í dögginni( fyrir þá sem ekki hafa tök á því aðfaranótt laugardagsins n.k) að keppni lokinni
!! Nema hvað að þar sem þetta er öðruvísi míla þ.e ekki til Íslandsmeistara, þá munu verðlaun verða veitt að venju en með öðru sniði samt, ekki verður uppgefið hver verðlaunin eru en þau eru ekki af verri endanum
.
Sýnum samstöðu og mætum upp á braut og skemmtum okkur konunglega meðal álfa, trölla, púka, ára, djöfla, dísa og drauga og njótum sumarsólstöðunnar þ.e lengsta dags ársins, mætum með fána, blöðrur, hrossabresti og allt sem þið finnið úr gamla áramótapakkanum (nema ekki koma með sprengjur og bálkesti
)og góða skapið og keppnis andann.
Góða skemmtun Sara.
ps. Víðast hvar í heiminum eru haldnar miklar sumarsólstöðuhátíðir og hafa verið haldnar svo lengi sem elstu heimildir eru til frásagnar um, aðallega þó tengdar hverskyns trú, hjá flestum okkar er bíladella trúarbrögð, og hvaða dagur er betri til að halda uppá bíladelluna en einmitt lengsti dagur ársins