JAHÉRNA MOLI ! HVAR Í ÓSKÖPUNUM FANNSTU ÞESSA MYND AF MÉR OG GAMLA ´69 BÍLNUM MÍNUM ????????????
Sko nú verður þú að segja mér hvar þú fékkst þessa mynd og hvort þú átt fleiri myndir, endilega hafðu samband, þessi mynd er tekin ca. 1980 upp á kvartmílubraut en ég keppti ekki á þessum bíl, en bróðir minn sem átti bílinn á undan mér tók einu sinni þátt og fór, ef ég man rétt, á 16.95 með L6 250 cu.in. og 3 gíra beinaðan í gólfi.
Þessi bíll var orðin frekar ryðgaður þegar ég keypti hann á 35000 árið 1981 og aðalryðbætingarnar fóru fram í formi trefjaplasts, ég keypti síðar eins S/S Cragar felgur að framan og ég prufaði ýmsa gírkassa í honum, 4 gíra muncie var með of hágíraðan 1. en 4 gíra Saginaw var fínn fyrir sexuna.
Ég stóð upp í hárinu á low perf litlu áttunum (307/283/302/289/273) og rétt marði þær ef þær voru sjálfsk.
Ég seldi bílinn, tvíburum í Blesugrófinni, 1985 á 100000 og þeir máluðu bílinn seinna BLEIKANN (þá hætti ég að kannast við hann) og enduðu á því að klessann, og hann endaði lífdaga sína sem donorcar fyrir ´69 Camaroinn hans Ara þegar Hafsteinn Vargarðs og bróðir hans áttu hann,
sem var illskiljanlegt því gamli minn var gersamlega búinn og ólíklegt að það hafi verið eitthvað nothæft úr honum.
Síðan kaupi ég ´67 stuttu seinna á 200000 af vini mínum og er því búinn að eiga hann í yfir 20 ár.
1968 Camaroinn á myndinni þekki ég ekki, ég man ekki eftir þessu skópi, þannig að ég kem þessum ekki fyrir mig, hvort þessi sé einn af eftirlifendunum eða sé farinn.