Ég verð að vera ósammála.... Járnhedd eru alls ekki slæm (langt frá því), þau eru ekki eins viðkvæm við forsprengingu, miklu minni hitaþensla, ágætt að vinna þau og þau þola minni veggþykkt.
Pottheddin ganga með heitara brunahólf vegna þess að járnið leiðir ekki varmann eins vel í burtu og álið, og er þannig frekar hætt við forsprengingu síðast þegar ég tékkaði...
Baldur ekki misskilja... Ef þú lendir í alvarlegri forsprengingu með álhedd þá getur þú skemmt þau illa (það brennur á milli - útblástur hlið við hlið á þessum venjulegu v8 vélum og já ég hef séð það oftar enn einu sinni) járnhedd þola það miklu betur, það fer bara pakkning. Það er það sem ég átti við með "viðkvæm við forsprengingu" (ég veit vel að álið flytur varman miklu fyr í burtu - gott dæmi er þegar þú ert að sjóða með þessa tvo málma).
Þú sérð líka að ég skrifaði miklu minni hitaþensla .....
Álhedd við venjulegan hita (þegar mótorinn er orðinn heitur) þenja sig það mikið að það getur tapast allt að 0.3-0.5 í CR.
Ég er alls ekkert á móti álheddum, bara að benda á það að það er líka hægt að nota járnheddin með góðum árangri, bæði hafa þau sína kosti og galla.
Við N/A kallarnir erum búnir að stúdera heddin soldið!