Author Topic: Keppnisflokkar næsta sumar  (Read 15912 times)

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« on: January 19, 2006, 00:09:45 »
Sælir félagar,
Það er etv. kominn tími til að reifa málin um hvaða flokka menn vilja keppa í næsta sumar. eftir að hafa heyrt álit allmargra keppnismanna er komin upp tillaga.

OF-flokkur
GF-flokkur
SE-flokkur
MC-flokkur
10.9 sek
11.9 sek
12.9 sek
Mótorhjólaflokkarnir

Flokkur verði keyrður ef 2 keppendur mæta eða fleirri.
GF.
Gretar Franksson.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #1 on: January 19, 2006, 01:10:53 »
GT-Flokkurinn??Mér finnst hann MUST

Og svo að búa til flokk t.d L2C-flokkurinn þar sem hámarksaldur væri 25ára og svoleiðis til að fá fleiri unga stráka inn í þetta sport.Svo að 1500 colt þurfi ekki að spyrna við Sérútbúinn spyrnubíl sem ekki er götulöglegur þar sem möguleikarnir eru engvir á sigri
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #2 on: January 19, 2006, 02:24:24 »
talað var alveg uppí 14.99 með sec flokkana þó ekki meint en það skyldist!!!! , það eru fleiri sem mættu yfir 12.9 en undir í sumar.

annars segji ég að gömlu ættu að prófa sec fyrst í stað þess að vilja keyra bara gömlu flokkana svo sem SE , spurning að gera SE að sec flokk s.s. aðeins öryggisreglur og fylgja tímamörkum ;)

annars spurði ég á fundinum einn jaxl sem fylgdi SE hugsun hvort það skipti einhverju öðru máli hvort hann væri að keyra með reglum SE eða hvort hann væri í sec og fékk bara svarið "Vil SE" :lol:

p.s. Þeir sem vilja gömlu flokkana geta það alveg ef þeir smala eins mörgum og beðið er um að skrá sig til að fá að keppa í þeim flokki sem fæst þáttaka.

l2c flokkurinn er eiginlega bara RS og 14.9 sec flokkur , annars er til flokkur þar sem hámarkið er 2.0L án nitró og túrbínu og þarf að vera skoðaður (minnir að auka klausa var að FF væri sér , RWD væru einnig sér og 4wd væri auðvita sér eða hver sem vinnur sinn flokk berst við hina sigurvegana)

Kveðja Litli Strumpurinn sem veit ekkert og kann ekkert (ekki einu sinni að skrifa í samhengi)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #3 on: January 19, 2006, 09:45:51 »
Já það var nú einusinni búinn til 1999cc og undir N/A flokkur og það mætti enginn.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #4 on: January 19, 2006, 11:15:43 »
Lög Kvartmíluklúbbsins

Hafnarfirði 9.október 2000

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #5 on: January 19, 2006, 11:57:20 »
Quote from: "Nonni_Z28"
Lög Kvartmíluklúbbsins

Hafnarfirði 9.október 2000

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

Sæll Nonni
Þetta er gott og gilt, en það er ekki verið að tala um að breyta keppnisreglum, heldur aðeins hvaða keppnisreglum (flokkum) á að keyra eftir.
SE fyrir mig takk,GF til vara.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #6 on: January 19, 2006, 12:49:16 »
Sælir félagar.

12.90 flokkur er fyrir bíla sem fara yfir 12.90, það er að segja 12.90 og upp úr.
Það er mjög einfallt þarna uppi í flokki þar sem allt er leifilegt að koma bíl úr 14-15 sek niður í 13 og verða þannig áhorfunar vænn.

Ég myndi vilja sjá breitingu á GF flokki að einu leiti, það er að segja taka út númera skilduna og halda inni að ökutækið skuli samt sem áður standast skoðun að undanskildu pústkerfi og dot (götu viðurkendum) hjólbörðum.

Einnig myndi ég vilja sjá MC flokk í þeirri hugmyndafræði eða hugsjón sem hann var hugsaður í upphafi. Banna strokun yfir upphaflega fáanlega vélarstærð + 0.60" bor í viðkomandi árgerð af bifreið.
Og að sjáfsögðu engin klísturs gúmmís skóbúnað.

kv.
AGGI
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #7 on: January 19, 2006, 19:25:21 »
Ég tek undir það, er ekki SE flokkurinn kjörinn fyrir þá sem vilja komast á klístrað gúmmí?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #8 on: January 19, 2006, 19:35:30 »
Allt eru þetta góð og gild sjónarmið. En ekki gleyma því að til þess að keyra þessa gömlu flokka þarf flokkaskoðun, það kallar á mannskap sem hefur ekki verið fyrir hendi til að vinna það starf fyrir KK.

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #9 on: January 19, 2006, 19:43:02 »
Quote from: "440sixpack"
hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Ef menn hefðu verið á fundinum í gær þá vissu þeir kanski eitthvað um þetta :roll:  :roll:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #10 on: January 19, 2006, 20:30:56 »
Ouch, og fyrir hönd þeirra sem ekki komust á fundinn, þá fáum við sjálfsagt ekki að vita leyndóið, allavega ætlar Kiddi ekki að kjafta frá. :lol:

Frekar barnalegt og biturt Kiddi minn.

Þannig að ef einhver sem var á fundinum vildi vera svo vænn að upplýsa okkur sem komumst ekki á fundinn, þá væri það vel þegið.
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #11 on: January 19, 2006, 20:35:43 »
Það er víst hægt að mæla strók með mæli í gegnum kerta gat svipað og þjöppumælir,kostar ekki svo mikið hjá Summit racing.
og með dekkin, bara góða sjón og örlitla visku. :roll:
Svo eru líka til mýktarmælar til að mæla mýkt á gúmmíi í hjólbörðum.

hvað er afturför og hvað er framför hvort er glæsilegra að fara á 12.00 á götudekjum eða 11.70 á slikkum  ??

Svo tel ég það líka æskilegt að flokkakerfið sé vel þrepaskipt
kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #12 on: January 19, 2006, 20:39:46 »
Mér finnst bara frekar slappt af manni eins og þér (stjórnarmeðlimur) að mæta ekki á þennan fund og ekki heldur síðasta og ekki hafa þeir nú verið margir :wink:
Jú jú ég get allveg upplýst þessu.. strokkurinn er fylltur af lofti (gegnum kertagatið) og skífa eða einhverskonar aflestur segir til um "kúbikastærðina". Talaðu við Hálfdán eða Nóna (hann er í stjórn með þér, mannstu) ef þú villt frekari uppl.

Ekkert barnalegt að benda á staðreindirnar :o

Kiddi.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #13 on: January 19, 2006, 21:06:31 »
Quote from: "440sixpack"

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Mickey Tomson Radial slikkarnir eru alveg jafn góðir ef ekki betri en klístraðir slikkar svo það er ekki fyrirstaðan
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #14 on: January 19, 2006, 22:58:00 »
Sælir Kvartmíluáhugamenn.
Ég skrifa nú ekki oft enn nú get ég ekki orðabundist.
Fyrst svar til herra BOSS.
25 ára aldurstakmark er ekki allt í lagi.Við hvað ættu 25 ára og yngri að vera hrædir við, að tapa fyrir einhverjum gamlingja á gamalli cortinu eða hvað.
Sjálfur væri ég alveg til í að spyrna við nokkra polla í fjögra cyl flokki þó að ég sé kominn á efri ár samkvæmt þínum stuðli.
Svo þetta með 1500 Colt hlítur að hafa átt að vera brandari hjá þér. það kemur engin til með að koma á svoleiðis og ætlast til að vinna,eini möguleikinn
til að vonast til að vinna væri að fara í braket flokk enn það má ekki minnast á svoleiðis án þess að einhverjir fari ekki af hjörunum.
Annars finst mér flestir flokkarnir sæmilegir nema OF sem er algjört bull og það ætti að henda honum út og setja Competition í staðinn enn þetta er nú bara mín skoðunn og þarf ekkert endilega rétt að ykkar mati.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #15 on: January 19, 2006, 23:14:06 »
Sæll vertu Fordfjarki.

þetta er nú svipað og að líkja saman tommustokki og digital skífmáli.

OF er beturumbæt competition.

kv.
dr.aggi í hundraðasta parti
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #16 on: January 20, 2006, 00:01:45 »
Quote from: "Boss"
Quote from: "440sixpack"

Að endurvekja MC í því formi að banna slikka, er bara afturför. Flestir þeir bílar sem keyrðu MC voru að klukka frá 11.60 til 12.80 á slikkum. Þessir bílar myndu bara spóla út í eitt í startinu á radialdekkjum. En ég er sammála um að banna stroker. Svo komum við aftur að því, hver og hvernig á að fylgjast með því hver er með strokaðan motor og hver ekki.


Mickey Tomson Radial slikkarnir eru alveg jafn góðir ef ekki betri en klístraðir slikkar svo það er ekki fyrirstaðan
Ef af banni yrði þá væru mjög líklega öll soft compound dekk bönnuð.
SE er fínn fyrir þá sem vilja slikka að mínu mati.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ingvar jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 314
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/memberpage/695726
mín skoðun
« Reply #17 on: January 20, 2006, 02:20:25 »
Mín skoðun

Of
Gf
Se
Mc
Gt
13.90
14.90
Mótorhjólafokkarnir


Of:  Þekki ekki nógu vel reglurnar til að hafa skoðun.
 
Gf: Er sammála Agga með númera skylduna.  Það sparar keppendum talsverðan aur að sleppa númerunum.  Keppendur yrðu samt að standast skoðun á skoðunarstöð.  Pústkerfi yrði undantekning.

Se:  Inni en vantar fleiri kúbik og þyngdarþrep heldur en 415cid lágmark 1350kg/515cid lágmark 1550Kg.  Þessi tvö þyngdar og kúbik kombó eru þau einu sem eru virkilega samkeppnis fær.  Það vantar að hægt sé að keppa með ódýrari 302cid og 350cid vélum svo eitthvað sé nefnt.  Koma með hugmyndir.

Mc:  Flokkur fyrir þá sem rúlla í bíó á kagganum daginn fyrir keppni.  Flokkur með fullt af takmörkunum til að laða að hinn almenna rúntara.  Slikkar og softcompound bannað.  

Gt:  Við meigum ekki gleyma að það er til fullt af sporturum þarna úti með mikla möguleika til að gera góða hluti.  Það var bara gaman að fylgjast með Hafsteini og Big red um árið (Blown LS1 Camaro vs. mmc 3000vr4).  Kúbburinn þarf á þessum flokk að halda til að losna við ímyndina að þeir sem mæta með annað en gamla áttu verði tjargaðir og fiðraðir.

14.90 og 13.90:  Mér líst illa á 12.90 – 10.90.  Ég held að þessir flokkar ræni keppendum úr flokkum eins og SE (nefndur sem dæmi) sem þurfa sárlega á þeim að halda.  Mér líst betur á 14.90 – 13.90.  Stílað inn á þá sem eru að taka sín fyrstu skref í kvartmílu og eiga ekki gamlan MC.  Það var góð þáttaka í þessum flokkum í sumar og klúbburinn þarf á keppendum að halda.  Þetta er sennilega ekki það áhorfenda vænsta en kannski er hægt að vinna þetta upp með berbrjósta ræsir.

Athugasemdir og uppbyggileg gagnrýni eru vel þegin, skítkast afþakkað.  Það er lítið mál að finna rangfærslur þegar skrifað er um alla flokkana í einu.  Menn meiga hafa skoðun hvort sem sem þeir hafa keppt einu sinni eða 100 sinnum.  Það er ósanngjarnt að kæfa góða hugmynd á þeim forsendu.  Tökum stubbana til fyrirmyndar og verum góðir við hvorn annan (líka Ford kallana) :)

Kveðja Ingvar
If it ain´t shit then it ain´t fun

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #18 on: January 20, 2006, 09:38:17 »
Quote from: "fordfjarkinn"

Svo þetta með 1500 Colt hlítur að hafa átt að vera brandari hjá þér. það kemur engin til með að koma á svoleiðis og ætlast til að vinna


tja ekki vanmeta bíla og menn.. þú gætir tapa :lol: , Hyundai gerði scoupe túrbó og þar er komið turbo manifold , ágætt úrval er til af túrbínum , það er til nóg til að styrkja innihald þessar litlu 1500cc vélar bæði frá hyundai og MMC , colt er léttur , 13" passar undir colt svo minni dekk = sneggri af stað , hægt að lækka bílana til að bílinn tekur betur af stað.

Þú gæti tapað fyrir colt 1500cc ;)

p.s. ég veit um einn með 1300cc accent vél í háum 10 og aðra vera með 1500cc vera í 9-11 sec ;) ef menn vilja eyða pening þá gætu þeir tekið stóru vélarnar með að tjúna einhverja ómerkilega bíla.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Keppnisflokkar næsta sumar
« Reply #19 on: January 20, 2006, 09:55:59 »
Sæll DR.AGGI
Þetta er alveg rétt hjá þér. Hvernig gat ég látið mér detta annað í hug enn að við Islendingar gætum ekki betrum bætt margra áratuga langt fullkominn kepnis flokk frá ameríku mekka kvartmílunar.
Með því aðkaupa reglubók frá N.H.R.A rétt blaða í henni og hugsa altof margar reglur hendum þeim út notum Kíló á kúbik , forskota kerfið og allt leifilegt. Kallast það nú að betrumbæta.
Þú meinar náturulega of =tommustokkur og digital = Competition þar sem digital er fullkomnara.
Þetta er eins og að fá gefins fullkomið einbílishús og breita því í torfkofa.
K.V TEDDI