Þetta MTX kom 80cc frá verksmiðjunni, var skráð 50cc og fór í skráningu með spacerum í blöndung og einhverjum æfingum, hjólið sjálft var það sama og 50cc MTX.
Það var strákur í Mosfellsbæ sem skráði það, bróðir minn keypti það af honum 1988 eða 9 og seldi það um 2 árum seinna i Voga á Vatnsleysuströnd.
Virknin í þessu hjóli var ekkert sambærileg við aðrar skellinöðrur, og þessi kit sem menn voru með 70 eða 80cc voru ekki að virka eins vel og þetta hjól.