Ég er að gera upp Amerískan bíl og eins og gengur er þetta orðið ryðgað og svona. Hef því áhuga á að flytja inn eitthvað af boddý-hlutum til þess að létta mér verkið og hafa þetta eigulegra. Hvernig hafa menn verið að flytja boddýhluti hingað til lands, þ.e. með hverjum og svona, svo þetta verði ekki allt of dýrt?
Ef maður skoðar t.d. prísana hjá shopusa.is þá kemur það í ljós að boddýhlutir 3-4 faldast í verði, í hafi, þegar þeir eru komnir í hendurnar á manni m.v. það sem þeir voru keyptir á úti í USA (kallast þetta ekki bara óvopnað rán?). Er þetta það sem menn eru að gera? Endilega ausið úr visku skálum ykkar...
kv.