Það verður sennilega seint öruggt að mæta öðrum bíl, nema þá kannski þegar búið er að banna mönnum að fikta í nokkru öðru en sætisstillingum og þh í bílum.
Bremsuklossar sem snúa öfugt er eitthvað sem ég held að sé uggvænlega algengt, bremsudiskar sem eru búnir með "ytra lagið" einnig, bílar á sléttum, loftlitlum dekkjum ásamt td dekkjum sem snúa gegn réttri snúningsátt, bílar sem festast í botni, bílum með lausan farm eða fjóra 25L bensínbrúsa á grillinu, aðalljósaperum sem snúa öfugt og svo mæti endalaust telja. Ekkert af þessu er gott né til fyrirmyndar. Til dæmis ætti að byrja á því að banna mönnum að sóla dekk, hvaða vit er í því að hafa allt að 4 gerðir af dekkjum undir einum bíl ?
Málið er bara að þegar varahlutir í gamla bíldruslu kosta fóðrið úr veskinu sem var tómt fyrir þá freistast menn til að fara í skítmixið eða einfaldlega halda áfram þar til druslan örmagnast eða er afklippt vegna þess að hafa ekki mætt í skoðun. Sérstaklega þegar td einfaldur slithlutur ss spindilkúla er óumskiptanleg nema með hálfu hjólastellinu eins og er orðið algengt.
Svo virðist mikið vera lagt uppúr að fylgjast með ökuföntum sem aka á "ofsahraða" eða hafa bláar perur í parkinu frekar en að fylgjast með því hvort bílar séu almennt í lagi. Hversu margir bílar eru td óskoðaðir á götum Rvík ?
Að mæta bíl er stórvarasamt, það sem mest hefur um það að segja hvort slys verði eru ökumennirnir. Mig minnir að innan við 5% umferðarslysa megi rekja til bilunar bílsins.