Author Topic: Colt Túrbó '89 árgerð til sölu!  (Read 1997 times)

Offline oskard

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 121
    • View Profile
Colt Túrbó '89 árgerð til sölu!
« on: April 06, 2005, 23:35:56 »
Er að smella inn hérna auglýsingu fyrir vin minn sem er ekki skráður á þetta spjall 8)

Ég er að hugsa um að selja Coltinn minn góða.

Þetta er semsagt Colt Túrbó, skráður á götuna 03/1989.
Hann er svartur, keyrður sirka 190.000 km.

Bíllinn er ógangfær eins og er, þar sem að vélin sem er í honum fór ansi
illa þegar hann missti olíuna sína um allan hafnarfjörð :)

Með honum fylgir önnur vél í staðinn, og auka gírkassi og ýmislegt annað
"grams". :wink:

Þegar slysið gerðist (hjá fyrri eiganda) var hann á leiðinni í skoðun með
bílinn, eftir að hafa lagað allt sem var sett út á í skoðun þar sem hann
hafði fengið frest.

Þar á meðal var sett undir hann (opnara) pústkerfi, demparar, og
bremsurnar teknar í gegn (brembo).

Bíllinn er með sportlegri innréttingu, gler-topplúgu, ágætis álfelgum, og
síðast en ekki síst túrbínu, ásamt (flintstone) boost-controller!.
Hann er líka með RalliArt boddíkítti! 8)

Hann er skráður 117 hestöfl, á móti 920 kg, og bætir síðan hressilega ofan
á það með miklu togi.
Þessa bíla á líka að vera mjög auðvelt að tjúna til, t.d. koma þeir ekki
orginal með intercooler, svo það eitt gefur möguleika á miklum
kraftaukningum.

Það eiga að fylgja nánast allir partar til að gera hann góðan, og miðað við
þá colta sem ég hef séð hérna á landinu hugsa ég að þessi sé í einna
bestu standi (fyrir utan vélina auðvitað :oops:).

Nokkrar myndir:
     

Verðhugmynd: 125.000 kr.

Áhugasamir geta haft samband við mig í gegnum:
nafn: Árni
email: arnib@bmwkraftur.is
síma: 862-6862