Author Topic: Áhorfendur ?  (Read 3508 times)

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Áhorfendur ?
« on: March 16, 2005, 21:57:08 »
Sælir K.K. menn og kvartmílu áhugamenn

Ég sá þessa mynd á öðrum þráð og gat ekki annað en tekið eftir því hve margir áhorfendur eru á þessari keppni.

Í þessa dagana voru engir Top-Alcohol draggar eða önnur world-class tæki sem við höfum í dag (með fullri virðingu fyrir þessari sögulegu kryppu) :D

Hvað er til ráða til að draga fleiri á keppnir. Er stjórnin einhvað búin að velta þessu fyrir sér nýlega. Ég get skilið ef það að reka klúbbinn eins vel og á er kosið sé að taka upp mestann tíma stjórnarinnar en ætti þetta ekki að vera ofarlega á lista yfir verðug verkefni, ef þetta er það ekki nú þegar þar að segja.


Agnar Áskelsson
6969468

Offline PGT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #1 on: March 16, 2005, 22:26:26 »
Sko, mér datt ein útskýring í hug. Þarna voru þessi bílar miklu aðgengilegri almenning, þetta voru kannski svipaðir bílar og Gunni á vífilsgötunni átti og þessi sem sá bíll var að spyrna við tók bílinn sem að Bjöggi á laugarásvegi átti í fyrra. Skilurðu hvað ég er að fara.

En ég er ekki að segja að hondur, subaruar og þess háttar (allt saman fyrirtaks bílar ,ekki misskilja) og þess háttar dragi endilega fólk uppá braut (fyrst þurfa nú þessir bílar (eigendur) að hætta að tala og byrja að mæta ;) ) en ég hafði sjálfur mun meira gaman að föstud. æfingunum heldur en keppnunum sjálfum og þá útaf því að þetta voru svona bílar sem maður þekkir svo vel og hafði keyrt marga sjálfur, eða svipaða.

Vonandi skiljið þið hvað ég er að fara :D
BMW 335i
12,66 @ 120,1 mph
2,26 í 60 ft. :lol:

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Afþreying í þá gömlu góðu
« Reply #2 on: March 17, 2005, 07:45:49 »
Svo má hugsa um að í þá gömlu góðu var engin Kringla, bara kaupfélagið, allt lokað kl eitthvað osf, lítið um skemmtun. Á hinn bógin má gera úr því skóna að við höfum ekki staðið okkur í kynningunni eða umtali.
stigurh

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #3 on: March 17, 2005, 09:47:30 »
Um daginn var ég í einhverri heimildarleit, og fletti þá í gegnum mörg dagblöð og mbl frá þessum tíma. og rak augun þá oftar en einu sinni í veglegar kvartmílu auglýsingar, stórar myndir frá keppni og dagsettning.
og skyndilega, fór mig að hlakka mikið til sumarsins :roll:
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #4 on: March 17, 2005, 10:22:29 »
Gera nokkur skilti til að láta standa á umferðareyjum og svo framvegis
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #5 on: March 17, 2005, 13:23:06 »
Er möguleiki að fá fleiri styrktaraðila? Það er verið að byggja íþróttahús út um allar jarðir og mér finnst sjálfsagt að það sé stutt við bakið á akstursÍÞRÓTTUM líka. Ég er tilbúinn að fara í leit að styrktaraðilum fyrir klúbbinn ef þess er óskað. Hefur eitthvað verið rætt við sjónvarpsstöðvarnar um hvort þeir vildu vera með meiri umfjöllun um kvartmílu og sýna frá keppni?
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Góður maður er alltaf velkominn
« Reply #6 on: March 17, 2005, 18:25:47 »
Það er alltaf gaman að vinna saman.
Þess er óskað, Nonninn, að þú komir að máli við einhvern í stjórn félagsins, helst Nóna þar sem þið deilið sömu hugmyndum. Við viljum gera svo mikið en erum með svo fáar hendur.
stigurh

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #7 on: March 17, 2005, 18:52:45 »
Aðal málið er að auglýsa og markaðssetja, fá útvarpsstöðvar til að gefa miða, fá að hengja upp auglýsingar á bensínstöðvum osf, svo er líka eitt sem kanski mundi laða fleiri áhorfendur að er að láta keppnirnar ganga meira smurt og smooth, það er mjög algengt að það þurfi að bíða í fleiri mínutur og jafnel tugi mínutna eftir næstu ferð, sem er náttúrulega ekki gott mál.
      Eins og fram hefur komið fór ég á kvartmílukeppní í Orlando, Florida í fyrra. Uppsettning, skipulagning og þannig lagað var þar til fyrirmyndar, bílarnir voru í fjórum til fimm röðum við byrjunar-enda brautarinna, skift niður í flokkana og byðu eftir að komast á brautina eftir skipunum brautastarfsmanna.
      Þetta var prógram sem hélt keppninni gangandi. Það klikkaði nánast ekki að um leið og bíll var kominn á tré var næsti á eftir kominn í pollinn í "spól"svæðinu og þegar bíll á tré fekk grænt og var kominn af stað byrjaði sá sem var fyrir aftan að hita og stilla upp, og svona gekk þetta allann daginn, fyrir utan hlé sem voru tekin til að úða brautina með TrackBite-inu. Svo ef að einhvað klikkaði, bíll sem átti að gera klárt í hitun fór ekki í gang eða einhvað, fekk hann viðvörun og einhvern X tíma til að koma græjunni á brautina, ef það klikkaði á tilsettum tíma var honum ýtt frá svo næsti kæmist í brautina.
 Þetta er hlutur sem hélt áhorfendum við efnið, og skemmtunin var í hámarki.
 Ég vill taka fram að ég er ekki að reyna að vera með móral eða leiðindi og vill ekki valda neinum ástarsorg, en þetta eru staðreyndir sem þyrfi endillega að fara að spá í að reyna að laga. Og enn fremur að þessar skoðanir eru mínar egin og skal ég undirritaður taka ábyrgð á orðum mínum.

Virðingarfylst, Einar Ásgeir Kristjánsson
sími: 8660734.


p.s. best að maður skelli sér uppí klúbb í kvöld og skrái sig, svo maður geti farið að skipta sér af af fullum krafti.

Kveðja...
Einar Kristjánsson

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Áhorfendur ?
« Reply #8 on: March 17, 2005, 21:47:29 »
Quote from: "einarak"


p.s. best að maður skelli sér uppí klúbb í kvöld og skrái sig, svo maður geti farið að skipta sér af af fullum krafti.

Kveðja...




Þetta líkar mér, meira svona.


KV. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #9 on: March 18, 2005, 01:28:03 »
Quote from: "Saab Turbo"
Quote from: "einarak"


p.s. best að maður skelli sér uppí klúbb í kvöld og skrái sig, svo maður geti farið að skipta sér af af fullum krafti.

Kveðja...




Þetta líkar mér, meira svona.


KV. Nóni


Stóð við stóru orðin, stoltur meðlimur #870

Kv. Einar AK
Einar Kristjánsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #10 on: March 18, 2005, 04:17:51 »
mér finnst alltaf skorta Nóna á seinustu félagsmanna fundaspjall ;) , kannski langar mér að heyra menn segja að saab séu bestir þó óli gerði það í kvöld hehe.

jamm #870 meðlimurinn varð til í kvöld og talan stendur í því svo gamlir sem nýjir mega mæta og skrá sig svo við getum hækka meðlimi 2005 mun meira bæði nýja og virkja gömlu númerinn :lol:

einhver staðar var mér tjáð að vera meðlimur 2005 veiti mönnum rétt til að rífa sig hérna ;) þó ég tel það frekar veita rétt að rífa sig í klúbbshúsinu :P
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #11 on: March 19, 2005, 08:05:59 »
Ég held að það yrði sterkur leikur að fara og tala við einhverja af stóru prentstofunum, sko þessum sem prenta á bíla og eða skilti, helst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða þeim að prenta auglýsingar á krossviðsspjöld; sirka fermeter á stærð eða svo, svipað og þeir í torfærunni hafa verið með, sem síðan má setja upp í öllum helstu bæjarfélögum hérna á suðvesturhorninu.

Þeir prenta auglýsingu klúbbsins á efri helming spjaldsins og sína á neðri og meðlimir klúbbsins sjá svo um að dreifa þeim um allt land.

Ókeypis borgar/dreifbýlis-auglýsingar-herferð fyrir þá og leið til að koma öllum áhugamönnum um kvartmílu í gírinn fyrir keppni.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
Áhorfendur ?
« Reply #12 on: March 19, 2005, 13:22:52 »
góð hugmynd, um að gera að reyna lokka meira fólk að þessu, mun skemmtilegra þegar það er gert ... en svona 1 spurning á típískum laugardegi hvað eru margir að vinna við sona keppni ?

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
skilti
« Reply #13 on: March 19, 2005, 16:20:16 »
Er ekki málið að tala við Kalla KTM í Artís? http://www.artis.is