Author Topic: Landsmót FBÍ verður haldið á Selfossi helgina 25. til 27. júní  (Read 2615 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile

Landsmót FBÍ verður haldið á Selfossi helgina 25. til 27. júní, í sjöunda sinn og verður að þessu sinni með aðeins örðuvísi sniði en áður en áherslan eins og áður er að hafa mótið fjölskylduvænt. Mótið er haldið í samvinnu við Bifreiðaklúbb Suðurlands og Sveitafélagið Árborg. Landsmótsstjóri verður Einar J. Gíslason.
Hópakstur verður föstudagskvöldið 25. júní frá Reykjavík kl. 19, mæting á planið hjá MS (sjá kort) er kl.18. Ekið verður um Þrengslaveg og komið inn til Selfoss frá Eyrarbakka, bílum verður safnað saman við Röraverksmiðjuna Set
Mótið verður síðan sett með keyrslu að Landsmótsstað föstudaginn 19. júní, kl. 20:30.
Mótið sjálft og sýning bíla verður á Gesthús-tjaldsvæði Kort Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir okkur eins og áður, búið er að fjölga rafmagnstenglum á svæðinu. Nokkur hús eru einnig til leigu og eru sérkjör í boði til félaga, nánari upplýsingar um finna hér.Verð pr. mann pr. dag á tjaldsvæði er kr. 800 og fyrir rafmagn kr. 400 pr. dag. Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsi.
Verðí húsi með uppábúnu rúmi er kr. 7.500 fyrir einn í húsi, kr. 10.000 fyrir tvo í húsi og 12.000 fyrir þrjá í húsi. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 9 og 11. Ath. biðlisti er orðin í hús.
Einnig er að finna gistingu á Hótel Selfoss og á Fosstún, íbúðahótel.
Mikill áhugi hefur verið fyrir mótinu á Selfossi síðustu ár og gríðarleg stemning hefur verið á svæðinu. Að öllu óbreyttu verður mótið í ár ekki minna en í fyrra og allir hvattir til að mæta til að sýna sig og sjá aðra. Fyrir utan bílasýningu á laugardeginum verður ýmislegt í gangi hjá félögum og fyritækjum á Selfossi, drullu-torfæra, mótorkross og fl. Grillað verður fyrir félaga klúbbsins við tjaldið okkar laugardagskvöldið og félagar skemmta sér saman. Sérstök dagskrá verður fyrir börnin um helgina og áhersla lögð á að allir standi saman að gera mótið (kemur síðar) er að finna hér, allar upplýsingar verða uppfærðar jafnóðum.
Mótinu verður síðan formlega slitið á tjaldsvæðinu kl. 17, sunnudag.
Dagskrá Landsmóts FBÍ Ath. dagskrá getur breyst vegna veðurs. Dagskrá til að prenta út (kemur síðar)
Föstudagur:
Kl. 18.00   Mæting í hópkeyrslu austur, safnast saman á planið hjá MS Bitruhálsi 1. Sjá kort. Kl. 19.00   Brottför austur, ekið verður um Þrengslaveg og bílar bætast við gatnamót að Þorlákshöfn og við innkeyrslu á Eyrarbakka. Safnast verður saman við Röraverksmiðjuna Set . Sjá kort Kl. 20.30   Rúntur um Selfoss og endað á mótsstað, Gesthús-tjaldsvæði. Sjá kort. Kl. 21.15   Starfandi bæjarstjóri Selfoss setur Landsmótið formlegt. ATH. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar.
Laugardagur:
Kl. 09.00 - 11.00   Morgunverðarhlaðborð í þjónustumiðstöð Gesthús, kr. 1.100 pr.mann Kl. 11.30 - 12.45   Uppröðun bíla. Raðað verður upp eftir tegundum og árgerðum, þeir sem mæta eftir uppröðun raðast eftir því sem þeir koma þar sem pláss er. Kl. 13.00 - 18.00   Sýning bíla á tjaldsvæðinu Gesthús, fornbílar, rútur, vörubílar og 4x4 jeppar. Frítt inn á svæðið og allir velkomnir hvort sem til að skoða eða með bíla til sýnis. Sérstök dagskrá með leikjum og fl. fyrir börnin. Hoppukastalar. Tónlist liðinna ára verður spiluð í hátalakerfi. Ath. bílaumferð inn á svæðið takmarkast við eldri bíla og þá sem gista á svæðinu. Kl. 14.00 - 18.00   Markaður, varahlutir, handverk og fl. í tjaldinu, skottmarkaður hjá bílum. Komdu með varahluti eða annað bílatengt og seldu eða skiptu úr skotti bílsins. Kl. 14.00 - 17.00   Myndasýning í tjaldinu, rúllandi myndir frá ferðum fyrri ára. Kl. 14.30 - 16.30   Keppni fjarstýrðra bíla, torfærubíla. Komdu með bílinn þinn í létta keppni, tveir flokkar, yngri og eldir. Kl. 15.00   Kynning bíla. Gengið verður um og áhugaverðir bílar verða kynntir. Við komu fá eigendur bíla blað til að fylla út sé áhugi að fá bílinn kynntan, skilja skal blað á framrúðu bíls. Kl. 15.30 - 17.00   Vöfflusala í tjaldinu. Vaffla og kaffi/gos kr. 650, stök vaffla kr. 300. Kl. 16.00 - 17.00   Leitarleikur og þraut fyrir þau yngri. Kl. 18.00   Sýningu lýkur og svæðið eingöngu opið fyrir félaga og gesti þeirra eftir það. Kl. 19.30   Grillað fyrir félaga klúbbsins og fjölskyldur þeirra við tjaldið okkar í boði klúbbsins og Kjötsmiðjunar. Eftir mat skemmta félagar sér saman í söng og gleði, jafnvel farið í einhverja leiki fyrir börn og fullorðna. Kl. 20.30   Harmonikkuleikur í tjaldinu. Kl. 00.00   Kvölddagskrá lýkur
Sunnudagur:
Kl. 13.00 - 17.00   Torfæra, motorcross og reykspól. Kl. 13.00 - 17.00   Hjóla, bíla, jeppa og tækjasýningar. Kl. 14.00   Krakkarúntur Kl. 15.00   Kassabílakeppni Kl. 17.00   Móti formlega slitið á tjaldsvæðinu.
   Rútuferðir verða frá Landsmóti (Gesthúsi) fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með dagskrá Delludaga við Hrísmýri sunnudaginn 27. júní. Hvetjum við félaga að notfæra sér þessar ferðir og leyfum bílum að standa á mótssvæðinu í góðu yfirlæti. Boðið verður upp á nokkrar ferðir um daginn.
Frá Landsmóti kl 12.55 Frá Hrísmýri kl. 13.50 Frá Landsmóti kl 13.55 Frá Hrísmýri kl. 14.50 Frá Landsmóti kl.14.55    Frá Hrísmýri kl. 15.50 Frá Landsmóti kl. 15.55 Frá Hrísmýri síðasta ferð til baka að lokinni dagskrá um kl. 17.00
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas