Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - maggifinn

Pages: [1] 2 3 ... 14
1
Almennt Spjall / Keppnisgjöld og tryggingar
« on: June 14, 2017, 14:45:06 »
Nú hafa keppnisgjöldin verið á sama prísnum undanfarin ár en það hefur aldrei verið jafn dýrt að mæta með tæki í keppni.
 
Hvernig væri nú að keppnisgjöldin færu í sjóð klúbbsins til að reka keppnina, en ekki séu ekki notuð bara til að dylja og hylja kostnað keppenda við þáttöku með einhverjum blekkingum og rugli að manni finnst. Því það eru blekkingar og rugl, að tala um að keppnisgjöldin séu lág, þegar keppandi á eftir að greiða tryggingafélagi aukalega.

 Er alveg lífsins ómögulegt að klúbbarnir tryggi þessar keppnir? Hvernig er hægt að réttlæta að keppendur standi styr af slíkum kostnaði hver í sínu horni við einhver tryggingafélög útí bæ?

 Hvernig er réttlætanlegt að keppandi sé ábyrgðarmaður áhorfenda sem greiðir Kvartmíluklúbbnum eða öðrum íþróttafélögum aðgangseyri fyrir að sjá sig í braut?

Ég hef persónulega alltaf verið á móti keppnisgjöldum og alltaf fundist frekar að við ættum að fá jafnvel fría pulsu fyrir mæta og keppa, en þegar keppendur eru neyddir til að borga tryggingar fyrir mótshaldið fyrirfram, hver í sínu horni og enginn borgar það sama, ofaná keppnisgjöldin, er þá ekki nær að allir borgi sömu upphæð fyrir keppnisgjaldið og klúbburinn semji um að tryggja sína viðburði?
 
 Hvernig er þessum hlutum háttað í keppnum erlendis?

Þarf ekki að ræða þetta eitthvað?


 

2
Mótorhjól / Hilmar þór í víking til Swiss
« on: September 21, 2016, 18:09:52 »
Maður er enn að átta sig á því sem eiginlega gerðist síðustu helgi, maður er hálf dofinn einhvernveginn.

 Til að koma þessum þræði í samhengi fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til, þá vildi það til nú í vor að Þjóðverjinn Sebastian Lindau hafði samband við mig og bauð syni mínum honum Hilmari þór að nota 1000FZR sandspyrnuhjólið sitt í keppni í Swiss. Sebastian þessi hefur komið með hjólið sitt til Íslands gagngert til að keppa í sandspyrnu á Akureyri og tókust kynni okkar þar.
Í stuttu máli sagt var erindinu nokkuð auðsvarað játandi, og hófust því æfingar stráksins á götuhjólinu mínu strax í kjölfarið.

Hilmar keppti í öllum spyrnukeppnum sem okkur var fært að mæta í uppá Kvartmílubraut í G- flokki, bæði í einum áttunda og kvart og lagði lokahnykkinn í undirbúninginn með tvöfaldri sandspyrnukeppni á Akureyri.
Óhætt er að segja að æfingarnar hafi lagst vel í drenginn, því það voru bætingar á öllum sviðum í hverju einasta móti, og uppástungur og hugmyndir um betrumbætingar á hjólinu voru óþrjótandi.

Fimmtudaginn 15.September var svo lagt í ferðina til Zurich í Swiss og þar í aðstöðu Sebastians var tveimur hjólum komið fyrir í stórum sendibíl, nýju spyrnuhjóli Sebastians 1300 Suzuki Hayabusa og svo eldra hjóli hans sem Hilmar notaði, Yamaha FZR 1000. Veisluhöld voru svo um kvöldið í heimili þeirra Sebastian og konu hans Anja.

Snemma að morgni föstudags brenndum við svo af stað á þremur bílum, risavaxna sendibílnum, húsbíl og bílaleigupúddunni okkar Hilmars.
Þá lá um 50km leið á keppnisstaðinn sem liggur í skógi vöxnum hlíðum smábæjarins Deitingen. Nýttum við fyrripart dags til að koma upp veglegri aðstöu í tjaldi á milli bílanna og að skoða græjur keppinautanna sem voru æði skrautleg á tíðum. Seinnipart dags var skoðun keppnistækja og keppendafundur og verður að segjast að ég var í nettu áfalli eftir að hafa skoðað keppnisbrautina, einkum í ljósi þess að hjól Hilmars var lágt sem kvartmíluhjól og fjöðrunarlaust bæði að framan og aftan.

Hilmar var ekki á þeim buxunum að láta þessar aðstæður nokkuð á sig fá og með annars gírs starti í seinni ferðinni sem hann tók í tímatökunum eftir keppendafundinn náði hann áttunda besta tíma allra 112 keppendanna og létum við þann árangur duga það kvöldið inn í keppnina.

Morguninn eftir er keppnin hafin með fyrstu umferð standard flokki hjóla sem var strax fylgt eftir með modified flokknum, opni flokkurinn sem þeir Hilmar og Sebastian kepptu í og hafði innanborðs 71 keppanda kom síðastur. Hilmar sló út í þriðju ferðinni Alig Lukas á KTM brekkuklifurshjóli en tapaði svo naumlega í annarri umferð fyrir nítróbrennandi Zollet Giuseppe á 850 KTM Superduke. Í fyrri ferðinni var Hilmar svo óheppinn að þjófstarta, en setti þá besta tímann sinn í mótinu; 4.70 og missti hjólið í mikið stökk fyrir miðri braut í seinni ferðinni og varð að láta af augnablik sem dugði Giuseppe til að síga framúr.

Keppnisbrautin er í talsverðri brekku upp að endahliði, og hallar heilmikið til vinstri séð frá starti. Þessar aðstæður í bland við þessa grjóthörðu gaura á svakalega mikið smíðuðum mótorhjólum gerðu þessa keppni að þeirri allra harkalegustu og brjáluðustu spyrnukeppni sem ég hef séð.

 Óhætt er að segja að það hafi farið um mann, þegar afdrif eins keppandans sem datt útúr endahliðinu voru ljós, en vitað var að hann hafði brotið báðar pípur við hægri úlnlið strax á keppnisstað, en síðar fréttum við af honum einnig brákuðum í baki og úr axlarlið.

Að keppa þessa keppni á FZR hjólinu svona langt útúr sínu sviði, og komast allar ferðirnar klakklaust var ekkert lítið afrek hjá Hilmari, og get ég ekki annað en horft stoltur yfir árangurinn í Sviss.

 Ég læt hér nokkrar myndir fljóta með og heil tvö vídjó ásamt heildarvídjói af keppninni í fyrra, en mér reyndist þrautin þyngri við að mynda, því mikil vinna var að stilla hjólið af fyrir ferðina á milli rollustíga sem voru grafnir um nær allt startið.

www.freeriders.ch     www.sanddragracing.de   

https://youtu.be/aesv4gvoSlE
https://youtu.be/zUZvLgafmJE
https://youtu.be/mlEQEkvhsq4
 

3
Almennt Spjall / Second Chance
« on: August 21, 2016, 19:30:21 »
Það er þarft að kynna betur og vekja meiri umræðu um Second Chance fyrirkomulagið hjá okkur í Kvartmíluklúbbnum, ég ætla að reyna það hér af öllum mínum mætti.

Second Chance kerfið virkar þannig að tapararnir úr hverri umferð, fara í sína eigin keppni sín á milli um að komast áfram í keppninni, meðfram þeim sem sigra.

Eins og sjá má í einfaldasta dæminu á myndinni sem hér fylgir, þá hefst keppni með fjórum keppendum.
Keppendurnir fjórir, keyra þá ferð eitt og ferð tvö.
Sigurvegararnir úr ferðum eitt og tvö fara í ferð þrjú.
Tapararnir tveir úr ferðum eitt og tvö, verða merktir á myndinni L1 og L2, og keppast sín á milli um að komast í ferð fjögur.
Sigurvegarinn í ferð fjögur kemst áfram í ferð fimm, þar sem hann keppir við taparann úr ferð þrjú.

Sigurvegararnir úr ferðum fimm og þrjú keppa svo til úrslita.

Athugið að í þessu ferli hefur annar aðilinn í endanlegum úrslitunum tapað bara einu sinni, en hinn hefur unnið allar sínar ferðir og vel getur verið að þeir hafi jafnvel parast upphaflega saman í ferð eitt eða ferð tvö.

Þessi keppni snýst um að allir aðrir en sigurvegari keppninnar verða að tapa tvisvar. Því er það þannig í lokaúrslitum, að ef sá tapar þar, sem komst í úrslitin taplaus, þarf að keyra aðra ferð til að knýja fram úrslit, því þá standa þeir í lokaúrslitunum báðir með eitt tap, en tvö töp þarf til að slá út.

 Þetta er grunnvirkni Second Chance, tréð sem keyrt er eftir öðlast fleiri greinar eftir því sem keppendum fjölgar en því er erfitt að gera skil í rituðu máli og því reyni ég það ekki hér.
Ég vona að þetta verði til þess að fleiri átti sig á keyrslufyrirkomulaginu, og njóti frekar, en láti pirra sig.

 Og þegar menn og konur hafa lesið sig blá, sjö sinnum af þessu hrafnasparki um Second Chance, þá er upplagt að leggja undir sig hausinn og skoða hversvegna bílarnir í Opna Flokknum leggja ekki af stað á sama tíma:
http://spjall.kvartmila.is/index.php/topic,59681




4
Chrysler / Mópartímar á Kvartmílubrautinni.
« on: August 15, 2016, 18:20:16 »
1. Union-fittings dragster 360. Valur Vífilss. 9.07
2. Mopar-Kryppa. Kalli 9.45
3. Dart. Kalli. 9.95
4. Duster. EVA II. Valur Vífliss. 9.97
5. Valiant, Elmar þór. 9.991 sek   134.6mph N/A
6. Roadrunner small block. Garðar Ólafss. 10.059 sek   134,51mph
7. Challenger. Gísli Sveins. 10,145 sek   131,97mph
8. Valiant. Fribbi. 10.16@134 mph.
9. Grind; One-Ride-Wonder. Jón Geir. 10.40
10. Kókosbollan. 340. Bói. 10.60
11. ´Cuda. Stebbi. 10,697 60ft. 1,543 hraði. 114.5mph
12. Rodrunner. Fribbi. 10.79@127 mph.
13. Hemi GTX. 526. Gunnar Ólafur Gunnarsson a.k.a Óli Hemi. 10.95@121 mph.
14. Roadrunner 470. Elmar. 10.98
15. Duster 440. Gulli Emilss. 11.00
16. Barracuda. EVA-I. Valur Vífilss. 11.10
17. Barracuda. Sigurjón Andersen. 11.50@119 mph
18. Roadrunner. Sigurjón Andersen. 11.70@114 mph
19. ´66 Charger. Ragnar. 11.79@117 mph (á venjulegum radialdekkjum).
20. ´Cuda. Jón Geir. 11.87@118 mph.
21. Dodge GTS. Sigurjón Andersen, 12.48
22. 426 Hemi GTX. Óli Hemi. 12.54. Gildandi íslandsmet í standardflokki
23. Charger 440. Gulli Emilss. 12.70
24. Belvedere. Bjössi Gísla. 12.878 @ 104,41 (á venjulegum radialdekkjum)
25. Barracuda ´68 (hvít). Sigurjón Andersen, 14.20
26. Dodge Step-Side Power Wagon 1980. 360 c.i. á 38" Mudder. Smári Kristjánss. 14.90 @ 98 mph

Listinn fenginn í leyfisleysi frá Ragga S. Ragnarssyni,
uppfærður eftir minni bestu vitund 15.Ágúst 2016
Komið endilega með uppfærslur og lagfæringar.

5
Almennt Spjall / Heyrðist fleygt á brautinni í dag...
« on: April 30, 2016, 23:16:41 »
Að sumir þurfi hokkygalla til að taka þátt í Outlaw Listanum.
 
Að rafbílar séu bara helling samkeppnisfærir orginal.

Að það sé bara víst hægt að drifta blásinni töng.

Að sekkond tjans sé betri en enginn séns.

Að 10ára bensíndæla sé góð ending.

Að betri er Monza í hendi en í skógi.

Að Nítró er óldskúl Elvis tækni.

Að þeir einir fiska sem róa.


6
Óska eftir 4.56 hlutfalli með 28rillu pinnjón.

MaggiFinn 8563565 8933634

7
Almennt Spjall / 23 tímar á ferðalagi
« on: September 17, 2015, 19:23:59 »
 Bílaklúbbur Akureyrar er heldur betur búinn að græja flotta sandspyrnubraut í Hlíðarfjalli, nýtt yfirborð ásamt stórbættum öryggissvæðum og lengri bremsukafla. Trakkið er sýndist mér hellusandur sem gefur brautinni skemmtilegt yfirbragð því það er ólíkt öllu efni sem ég hef prufað að keyra í, merkilega þungt efni, en mjög laust í sér.

Kristján Hafliðason kom, sá og sigraði þessar tvær keppnir í Opna Flokknum, mætti með nýsmíðaðan bíl og 632 sleggjuna betri en nokkru sinni, fór flestar ef ekki allar sínar ferðir af öryggi,þráðbeint og að því er virtist ótrúlega fyrirhafnalaust, alla leið niður í sinn besta tíma 3.481  =D>

Stórvinur okkar Ólafur Þór Arason, einnig þekktur sem Óli úr Stálnaust, Óli Indian, og nú einnig þekktur sem Óli sem þarf ekki að hjóla.... sigraði báðar keppnirnar í "opnum flokki" hjóla á sínu KAWASAKI.


Ég læt hér fylgja myndasyrpu frá;
 Mótorhaus; https://www.facebook.com/M%C3%B3torhaus-TV-1460664860915280/timeline/
 MömmuDreka; https://www.facebook.com/mammadreki?fref=ts

8
Almennt Spjall / Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« on: August 17, 2015, 22:04:00 »
Við fórum nokkrir vinirnir úr Kvartmíluklúbbnum og gerðum okkur glaðan dag á Sauðárkróki nýliðinn laugardaginn.

Við feðgar ræstum eldsnemma og keyrðum Norður um morguninn og heim aftur að kvöldi, lentum í beljandi rigningu báðar leiðir með bílinn á opnum vagninum. Aðrir voru betur búnir og gistu jafnvel tvær nætur, tónleika og bæjarhátíð virtist vera á Króknum og nóg um að vera fyrir menningarvita.

 Í blíðskaparveðri og góðu færi kepptum við svo í Kaffi Króks Sandspyrnunni sem Bílaklúbbur Skagafjarðar www.bks.is hélt í samstarfi við Bílaklúbb Akureyrar www.ba.is.
Verulega flott keppni og stóðu þeir félagar sig afburða vel í framkvæmdinni. Brautarstæðið er með afbrigðum gott af náttúrunnar hendi, skjólgott fyrir vindi og eggslétt í þokkabót, með nægan bremsukafla og gott afdrep til hliðar við brautina til að sækja keppnistæki.

Þarna voru 27 tæki skráð til keppni, götuhjól, dragghjól, krosshjól, sleðar, götubílar á DOT, jeppar og gamli góði Opni Flokkurinn sem ræsti á jöfnu sem við höfum heyrt sé svo vinsælt.

 Ég náði skælbrosandi sex ferðum, tveimur á 32jet og restinni á 36jet í foggernum, keyrði best 3.67 og komst með bílinn heilan upp á vagn að lokinni keppni. Það er helvíti vel af sér vikið held ég með gamla blokk og sveifarás úr leigubíl.

Grétar sýndi það og sannaði enn eina ferðina að hann er maðurinn með völdin, fór með sigur í Opna Flokknum og tók svo Allt Flokk Bíla og rúllaði honum upp líka.



 Ég læt fylgja nokkur vídjó sem lærlingurinn tók...

https://www.youtube.com/watch?v=2mPhXONo3J0]https://www.youtube.com/watch?v=2mPhXONo3J0

https://www.youtube.com/watch?v=aZZXSNkeo-M]https://www.youtube.com/watch?v=aZZXSNkeo-M

https://www.youtube.com/watch?v=Z2ADAe9EJJo]https://www.youtube.com/watch?v=Z2ADAe9EJJo

https://www.youtube.com/watch?v=Ht-hO1SHuhc]https://www.youtube.com/watch?v=Ht-hO1SHuhc

https://www.youtube.com/watch?v=qUIw675zy8Y]https://www.youtube.com/watch?v=qUIw675zy8Y

9
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Kvöldkeyrslan
« on: June 09, 2015, 21:55:47 »
Til hamingju með afmælið öll sömul, og takk fyrir glæsilega hátið svona langa helgi.

Hvernig þótti mönnum að vera á brautinni svona að kvöldi til?

Persónulega finnst mér þetta skemmtilegra fyrirkomulag, allavega til að hafa þó ekki nema einu sinni á ári.

 Ef að pittur lokaði kannski fjögur/fimm, tímatökum og uppröðun lyki fyrir sjö og keppni hæfist klukkan átta á kvöldin eftir matarhlé.

Hvað finnst þér?

10
Ford / Kjarri Kjartans setur nýtt Ford met
« on: June 05, 2015, 10:07:43 »
Kjarri Kjartans fór sína bestu ferð á 40 ára afmælishátíð klúbbsins!

Til hamingju með metið Kjarri.

Hverjar voru tölurnar?

11
Almennt Spjall / Takk fyrir kvöldið
« on: June 05, 2015, 00:38:58 »
Kærar þakkir fyrir vel heppnað kvöld á brautinni.
 
Þarna gekk allt upp, veðrið, aðstaðan, brautin, og trakkið, allt uppá tíu  =D>

Fireforce var rosalegur svo ekki sé meira sagt.

Frábær kynning fyrir klúbbinn á stórafmælinu.



12
Almennt Spjall / NO E/T Racing.
« on: May 23, 2015, 21:22:29 »
það er alltof mikið af græjum til hér á landinu til að það séu ekki allir vegir kannaðir til að fá þessar græjur uppá braut. Hér áður fyrr var það malarvegurinn umdeildi sem hamlaði mönnum því að koma með Muscle Car tækin sín uppeftir. Nú er malbikuð og skjólgóð aðkoman fyrir löngu, löngu, löngu komin en ekkert bólar enn á þessum bílum. 

Það skyldi þó ekki vera að menn hafi svo háar væntingar um getu græjanna að þeir vilji ekki koma?

Er málum þannig háttað hjá áhugamönnum um kraftakagga að þeir telji að enginn eigi erindi uppá braut nema keyra í átta sekúndum?

Vita menn ekki að bíll sem getur farið 14 sekúnda ferðir er hættulega hraðskreiður bíll á götunni?

Götuspyrnan, mótaröðin sem klúbburinn tók þátt í, í fyrra, skilaði snefilmagni af klassíkerbílum.
Sorry Danni.
 King of Street? Nennir enginn að keppa nema til að vinna? 

Við höfum einhverja muscle car deild innan klúbbsins, ég veit ekki hversu margir eru þar, en feisbúkk hópurinn telur fleiri meðlimi en greidda félagsmenn klúbbsins, og ekki eiga allir bíla auðvitað, en kannski 30% þeirra.

Bílasýningar klúbbsins, ómægat!!! Hvar eru allir þeir bílar eiginlega? Þvílíki haugurinn af bílum!
Afhverju náum við ekki að lokka þessa strumpa til að keyra bílana uppá braut?
Erum við svona ógeðslega leiðinlegir?
Ekki minnast á að það vanti útbúnaðinn í þessum sýningartækjum undanfarin ár, þeir eru allmargir þessir gaurar með flottara drasl en við í Finnbjörnsson Racing erum að brúka...

 
Er kominn tími til að opna á umræðu um Grudge Racing, eða No E/T Racing?

Þessir gaurar geta þá komið,
borgað keppnisgjaldið,
sett upp sínar ferðir sjálfir innan þeirra bíla sem eru merktir NO E/T í rúðunni,
(ætti finnst mér að skylda veðmál að lágmarki 5000kall) Þeir geta gefið hver öðrum forskot, stage á afturdekki eða með öðrum hætti.
keyrt ferðir á móti hver öðrum þegar það kemur enginn tími á skiltin,
og þulurinn ræðir um allt nema tímann sem þeir fóru.
Engar reglur, ekkert vesen!


Er þetta eitthvað sem við getum reynt?
Sama fyrirkomulag mætti bjóða öllum þessum herskara öflugra mótorhjóla sem spyrnir á götunni en kemur ekki á brautina í tímamælingu..


Þetta snertir mig svosum lítið, annað en ég vil sjá klúbbinn vaxa og dafna.
 Ég lýg því reyndar, mig vantar þessa gaura til að keyra svo ég geti kælt lengur...
 

13
Já honum er margt til lista lagt honum Eysteini, og er hann fær um allt og allskonar meira en bara að fljúga flugmódelum.
Hann kom til okkar á brautina í dag og klippti saman þetta líka fína vídjó.

Kvartmila

14
Hlekkir / Mars Mótið 2014
« on: July 05, 2014, 19:50:54 »
Hér er Mars Mótið einsog Les Mayhew kann best að skíra frá því.

 Þrælgott tveggja bjóra vídjó.

 https://www.youtube.com/watch?v=sa4pMSIfqEk

15
Varahlutir Óskast Keyptir / ÓE. 20" felgum undir Mustang GT
« on: July 03, 2014, 22:20:39 »
Óska eftir 20" felgum undir Mustang GT 2006

 Kári 8204497

16
Almennt Spjall / SAAAAAANNDUUUUUR ! ! ! ! !
« on: July 02, 2014, 20:14:18 »

17
Hlekkir / AA/FD
« on: June 08, 2014, 16:01:26 »
Þvílíkt gæsahúðarvídjó


 https://www.youtube.com/watch?v=wgAtar2msiA

18
Almennt Spjall / Flokkur í anda HAMB drags
« on: April 28, 2014, 18:54:41 »
Hvernig litist mönnum á að koma upp flokki í anda HAMB-drags keppnanna?
Þetta mætti opna aðeins, til að auðvelda partaleit á íslandi og gera þetta ódýrara.
Ég held að þetta væri rosa gaman ef hressir strákar og stelpur mæta með nokkra bíla og spreyta sig.

Rules

1. Stock or modified stock frame rails, rectangular tube or round tube 3′’ diameter or larger.
2. Stock width front axles and rear ends only.
3. All cars must be equipped with a minimum four point roll bar of 1 3/4″ tubing with a main hoop higher than the driver’s head and 2 support bars down to the frame towards the firewall. Tubing must meet NHRA minimum wall thickness for application.
4. Cars with keyed axles must use hub safety retainers.
5. Closed drivelines are encouraged. If open driveline is used driveshaft must have a 1 1/2″ x 1/4″ “driveshaft loop” within 6 1/2″ of front and rear universal joints and be totally covered/sealed off from driver with steel or aluminum floor pan.
6. Cars must have cowl or body and proper floor boards/belly pan to prevent driver’s legs from exiting vehicle in event of a crash. firewall mandatory.
7. No “slingshot” chassis. Driver and engine must be positioned between the front and rear axles.
8. Cars must be equipped with an engine mounted starter and be self starting.
9. Batteries must be securely mounted and fully enclosed.
10. All cars must have a master battery cutoff switch accessible from outside the car.
11. All cars must have at least one red rear running light for night racing.
12. Flathead v8 or inlines, pre-1962 inline engines with stock cylinder blocks only. No exotic aftermarket inline six overhead valve heads (Wayne). No OHV V8s or V6s. (If you are looking to run a straight 6 with exotic heads or a flathead with an o/h conversion, contact Ryan for some good news.)
13. Engines must be naturally aspirated. No superchargers, turbos, nitrous oxide or fuel injection.
14. No electronic ignition boxes that mount outside the distributor or “coil in cap” HEIs. Conversions such as “ignitor” or “stinger” that fit within a stock dist cap are allowed. Aftermarket magnetos not allowed.
15. Pump gas/racing gas only. No Methanol, nitromethane, or alcohol.
16. Era specific carbs only, stock appearing- no modern Holley, Edelbrock, or other aftermarket carbs.
17. Fuel lines can have no single rubber piece longer than 24″, must be fastened by hose clamps, not hard or cracked.
18. Cars equipped with a cooling system or water tank must use a radiator cap and overflow/catch can system.
19. Automatic transmissions are not allowed. All cars with clutches must run a stamped steel bell housing or a 1/4″ scatter shield.
20. Cars must have rims no wider than 6″ and only bias ply street treaded tires allowed. No radials, slicks, or cheater slicks allowed. Tire tread width must measure no more than 6″.
21. Drivers must wear full face helmet, single layer (or more) fire retardant jacket or suit, gloves, jeans (or fire retardant pants), and leather shoes.
22. Five point NHRA approved safety harness required.
23. All cars must be of general soundness and safety. Must have all lug nuts, sound steering, cotter pins in place, and heim ends “captured” etc. Must pass all tracks general safety rules.
24. No electronic/pneumatic drivers aids such as rev limiters, two steps, shift lights or electric shifters. Tachometers are allowed if they don’t have a rev limiter or a shift light.
25. Cars must be built in the spirit of the “Bug” and other early rail jobs. If ya aren’t familiar, ya better ask…
26. All HA/GR cars are required to run a H.A.M.B. Logo in a visible location.

Hér er stutt vídjó af einu svona apparrati; Hamb Gas Dragster setting new ET record

19
Almennt Spjall / Hækkar sól, styttist í gúmmílykt
« on: April 21, 2014, 16:26:32 »
Hvernig koma menn og braut undan vetri?
Verða opnir dagar eitthvað fyrir fyrstu keppni ársins?

 Heyrði fregnir af nýjum sellum og tímatökubúnaði, hvernig er það?
 
 Hlakka til að sjá ykkur sem flest fljótlega á brautinni :spol:

20
Hlekkir / Allt samkvæmt stöðlum
« on: October 08, 2013, 20:17:05 »
Flott braut, frábær keppni, glæsilegir bílar.  Einn áttundi.
 


 https://www.youtube.com/watch?v=5nqtuRS-Www








.

Pages: [1] 2 3 ... 14