Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - Kowalski

Pages: [1] 2
1
Alls konar röfl / Varist eftirlíkingar
« on: October 14, 2013, 22:36:57 »
Hér er góð grein um hvernig svindlarar eru farnir að færa sig upp á skaftið. Síður eins og eBay eru náttúrulega sérstaklega varasamar á þessu sviði. Þetta nær svo auðvitað langt út fyrir dæmin sem eru tekin fyrir þarna.

http://www.hotrod.com/feature_stories/1311_counterfeit_automotive_products/viewall.html

Auto Meter mælirinn er góður...

2
Bílarnir og Græjurnar / 1995 Camaro Z28
« on: August 18, 2013, 23:37:06 »
Þetta spjall er búið að vera svo dautt eitthvað að mér datt í hug að gera þráð um þennan Camaro sem ég keypti haustið 2008 og er búinn að vera að dunda mér í af og til síðan. Ég veit nú ekki alveg hvernig ég endaði í þessu 4th gen dóti en ég sogaðist einhvern veginn inn í þetta og var í nokkra mánuði að leita mér að góðum LT1 bíl og leist langbest á þennan. Leður og T-toppur var skilyrði. Ég var ákveðinn í því að halda í þann bíl sem myndi finna og það kom ekki til greina að kaupa eitthvað handónýtt flak.









Keypti hann svona. Orðinn frekar sjoppulegur en mjög þétt og heilt eintak og lakkið gott fyrir utan framstuðarann. Silfurgrár heillar mig ekkert sérstaklega á bílum sem eiga að skera sig úr en mér finnst bara eitthvað óhemju sexí við f-body í þessum lit með dass af svörtum áherslum.

T-toppur sem lak ekki, tan leður, sjálfskiptur, rafmagn í öllu og optional 3.23 drif. Fluttur inn frá Kanada '96. Stóð í 85þús KM þegar ég keyrði honum heim og ekki búið að eiga mikið við hann, alveg stock fyrir utan skítamixað púst. Vantar reyndar helminginn af pústinu undir þarna á myndunum því gæinn sem ég keypti hann af fílaði læti. En ég reif límmiðadraslið af honum og náði að keyra í mánuð áður en það byrjaði að snjóa og þá var honum hent í geymslu.

Tók hann út um vorið búinn að taka lakk og felgur í gegn. Mun snyrtilegri fannst mér.



Samt rosalega óspennandi eitthvað. Búinn að vera eins í mörg ár líka og kominn tími á smá makeover.

Aldamótin til samanburðar.


Þessar myndir eru frá Danna á svörtu Suprunni sem átti hann þarna og sprautaði silfurlitaðan en hann var upphaflega svartur. Ég geri ráð fyrir að hliðarlistarnir hafi fengið að fjúka þarna í leiðinni sem er bara gott mál. Vélarsalur, undirvagn og gólf var skilið eftir svart og ég er svo old school að það er bara nákvæmlega eins og ég hefði gert það.

Ég lét mála framstuðarann með rétta lúkkinu og afturpanellinn var gerður satínsvartur í leiðinni (Berger panel) og ég skellti svo í glær stefnuljós, Z28 merki, rauðu Chevy slaufumerkin, stainless insert stafi á berger panelinn og eitthvað fleira.

Keypti Hooker Aerochamber hljóðkút og tvöfalda stúta og lét BJB gera nýtt 3“ cat-back, kom mjög vel út. Hooker kúturinn er frekar mildur hávaðalega séð miðað við margt annað en flæðir einna best af því sem er í boði og sándar akkúrat eins og ég vil, djúpt og grimmt.

Alveg svört Z28 merki heilluðu mig ekki því merkið að aftan myndi ekki sjást, svo ég lét EmblemPros.com gera merki fyrir mig í sama stíl og SS merkin, svona með kantinn litaðan.







Svo kom að vetrargeymslu og það var verslað aðeins fyrir næsta sumar á meðan. Hefði keypt felgur ef þær hefðu nú bara verið til í stærðinni sem mig langaði í.

Það var nú ekki vanþörf á nýjum bremsum þarna... fyrri eigandi hafði líka sett sjálfskiptingarvökva á bremsurnar svo það þurfti nýja höfuðdælu. Annars eru þessir Hawk HPS klossar eru alveg málið, sóta nánast ekkert.





LPP long tube flækjur og Y-pipe + cut-out. Stainless að sjálfsögðu. :cool:
Þetta eru stepped flækjur 1-3/4" í 1-7/8" og 3" collector.

Cut-outið er reyndar ekki alveg svona framarlega undir bílnum.

Tók vélarsalinn aðeins í gegn áður en hann fór á númer. Flækjurnar ekki komnar í þarna samt. Póleraði allt sem ég gat.


Þegar ég keypti...


Það fór smá tími í milliheddið.


Ekkert matt hér á bæ.

Sprautaði svo ljósarammana og kerin og fullt af litlum bracketum og smádóti og setti í leiðinni í ný samlokuljós fyrir lága og háa geislann og nýjar perur í allt og fl. svoleiðis smotterí.


Aðeins skárra.

 

Fór til BJB og lét þá setja Y-pipe á og tengja það við restina og setja cut-outið undir sem ég opna reyndar aldrei.

Y-pipe virðist vera beyglað þarna á einum stað en það er bara egglaga þarna uppá clearance að gera og speglunin lætur þetta ekkert líta neitt betur út.



Fínt að vera búinn með loftinntak og púst. GM hannaði bæði eins og tappa í trekt svo f-body bílarnir væru ekki "jafn öflugir og Corvettan" með nánast sama LT1 mótor.

Flækjurnar gera hvorki ráð fyrir mengunarvarnarbúnaði né loftdælu svo það var lokað á með block-off plötum og tekið úr E.G.R. og A.I.R. dótið. Eina vitið, snyrtilegra í vélarsalnum líka. Svo er að sjálfsögðu ekki hvarfakútur.

Svona vel tuckaðar long tube flækjur eiga það til að rekast upp í gólfið með gúmmímótorpúðum þannig að það voru keyptir Prothane poly mótorpúðar til að vera safe og reyndar skiptingarpúði líka því orginallinn á það til að rífa sjálfan sig í tvennt. Var búinn að lesa slæma hluti um víbring sem svona púðar leiða út í bílinn en ég tek varla eftir þessu.

Svo var bara tekið létt tune up í leiðinni til að koma honum í áreiðanlegt stand. Nýtt GM kveikju unit, NGK TR-55 kerti, MSD 8.5mm þræðir, LT4 knock module (orginallinn er gjarn á það að pikka upp false knock með flækjum), súrefnisskynjarar, vatnsdæla, vatnslás, rafgeymir, bensínsía, háspennukefli, kveikjuheili, pakkningar í vél og 4l60e greyið tekið í gegn.


Glæru stefnuljósin voru drasl svo ég setti svartbotna í staðinn sem passa líka betur við restina af bílnum.

Var kominn með 98-02 SS spoiler sem ég setti á. OEM spoiler er alltof dýrt dæmi svo ég fékk mér aftermarket stykki sem er mjög vinsælt á spjöllunum úti og er með gott fitment og hægt að kaupa málað fyrir lítinn pening og með sama LED bremsuljósi og SLP notaði á SS bílunum. Ég tók sénsinn og gaf þeim litakóðann á bílnum og fékk síðan bara helvíti góðan spoiler.




Ekki alveg að meika það spoilerlaus.


4th gen borðar 16“ felgur í millimál.



Kíkti á Bruce Willis og upphaflega planið var að skipta um pakkdósir og legur í hásingunni en eftir að hafa skoðað þreyttan drifköggul og smá bling í ógeðslegri olíu var líka keypt nýtt Motive 3.73 hlutfall og Trick Flow lok sem er stærra og tekur meiri olíu, styður við legubakkana og er með drain plug.







Svo fór hann í geymslu þegar leið á haustið og felgurnar sem mig langaði í voru loksins fáanlegar í 18“ allan hringinn.


18x9.5" og 18x10.5" C5 Deep Dish black/machined lip.


315/30/18 Toyo R888. Fínasta breidd á þessu. Svo er 275/35/18 Nitto NT555 að framan.


Verið að máta... allt annað.







Full jeppalegur fyrir minn smekk og ég byrjaði að safna dóti í nýja fjöðrun. Það vatt upp á sig.

Lét síðan filma afturrúðuna með 5% filmu og skipti loftnetinu út fyrir styttra.

Datt í einhvern skrúffíling þegar spilarinn hætti að lesa diska og ég reif helling innan úr honum. Vildi sjá hvort það væri ryð einhvers staðar en svo var ekki þannig að ég nýtti bara tækifærið og þreif allt vel og skipti um plaststykkið sem er yfir tökkunum á bílstjórasætinu, ekki það merkilegasta en gamla var brotið og ég var fáránlega lengi að finna svona stykki.











Það er mjög takmarkað planað í innréttingunni nema þá kannski mottur með einhverju skemmtilegu logoi og svona smádót.



Ég tek aldrei myndir af vélarsalnum af einhverjum ástæðum en hérna er skásta sem ég fann með flækjunum og nýjum olnboga á throttle bodyinu. Ég er með flott ventlalok sem ég þarf að henda á og er líka spenntur fyrir fuel line relocation og ABS delete.

En í sambandi við fjöðrunina, þá byrjaði ég að skoða lækkunargorma og dempara og það endaði með því að ég skipti eiginlega öllu út nema mótorbitanum. Fyrir peninginn sem fór í þetta hefði ég getað endað í vel hressum heads/cam pakka, en þá væri ég aftur á móti á bíl með þreytta og leiðinlega fjöðrun sem þótti ekki einu sinni góð þegar þessir bílar voru nýir + ljótt fender gap + almennt þunglyndi. Þetta var bara no brainer. 



Koni Sport "Yellows" gasdemparar með Strano lækkunargormum er svona nokkurn veginn standardinn fyrir bæði besta handling og daily akstur á 4th gen f-body og auðvitað varð maður að kaupa það... Dempararnir eru stillanlegir hvað varðar rebound (mjúkt/stíft) og það þarf ekki að taka þá undan til þess að fikta í þeim. Strano gormarnir lækka um 1.2“ og spring rate-ið á þeim var þróað út frá nokkurra ára trial/error af autocross keppnum úti.


Verkið hafið.


Eitthvað að gerast. Allt svona temmilega fast saman nema caster boltinn bílstjórameginn, hann var á einhverju allt öðru leveli.


BMR lækkunarspyrnur að framan sem lækka um 1“ til viðbótar við gormana en hafa samt ekki áhrif á slaglengd fjöðrunarinnar.


UMI tubular efri spyrnur.


Nýja dótið á standby. Hafði sprautað bracketið og sett á milli þess og gormsins nýtt OEM gúmmí.


Timken hjólnöf.


Þokast áfram. Gerði bremsudælurnar fínar og sprautaði spindlana.


UMI 35mm ballansstöng að framan vs. 30mm OEM.


Bracketin fyrir ballansstöngina að framan eiga það til að bogna eða brotna með sverara dóti. Keypti sterkari.

Aftari ballansstöngin á það líka til að rekast í driflokið á lækkuðum bílum svo ég keypti sérsmíðuð bracket að aftan sem miða við lækkun og halda réttri stöðu á stönginni.


Ekkert skrýtið að OEM dótið skemmist. Eitt var nú bara skakkt þegar ég tók það undan.


Allt klárt að framan. Var svo klár með Moog innri og ytri stýrisenda sem fóru undir þegar ég fékk tíma í hjólastillingu.


Kláraði rest inní skúr. Smá sverleikamunur.


Strano gormur með "hose mod" vs. OEM gormur með þykka isolator stykkið. Smá lækkun til viðbótar með þessu.


Tubular UMI stífur að aftan.


UMI 22mm ballansstöng að aftan vs. 19mm OEM.

35mm að framan og 22mm að aftan er alveg eftir uppskriftinni og er mjög sannreynt kombó.


Stillanleg UMI skástífa sem færir hásinguna hægri/vinstri. Hún var smá off-center nú þegar og var varla að fara að skána með lækkun.



Síkkunarbracket á hásinguna svo stífurnar haldi réttum halla eftir lækkun.


Þarna var maður að verða sáttur.


Allt að verða klárt. Átti bara eftir láta hann setjast á hásinguna og herða allt draslið.



Bíllinn þakkaði fyrir sig með því að drepa svissbotninn. Svissinn fastur í OFF úti á götu, það var hresst... veðrið var allavega gott.



En munurinn á bílnum eftir þetta. :lol:

Ég hugsa að þetta sé svipaður munur og á vatnsrúmi á hjólum og go-kart bíl. "On rails" er frekar klisjukennt hugtak en þetta er bara nákvæmlega það, gjörsamlega límt við veginn. Það kom mér reyndar lítið á óvart en ég bjóst samt eiginlega ekki við því að hann yrði eins þægilegur í akstri og hann er. Hann er náttúrulega mjög stífur en samt ekkert leiðinlega hastur, veit ekki hvernig ég á að lýsa því betur? Koni dempararnir hafa örugglega mikið um það að segja.

















Svona hefur hann verið síðan í fyrra. Planið var náttúrulega fyrst og fremst að gera bílinn að skemmtilegum akstursbíl og ég er mjög sáttur með hann svona og er ekki að fara að breyta neinu. Það eru komnir 8þús KM á þessa fjöðrun og maður var orðinn vanur honum svona lágum á fyrsta degi.

Ég er kominn með svolítið af dóti sem ég á eftir að setja í hann og svo ætla ég að panta eitthvað meira skemmtilegt og reyna að vinna í honum í vetur ef ég hef aðstöðu til þess. Annars verða bara teknir nokkrir all nighterar um páskana. Planið eftir það er að að klára útlitið með nýju húddi og ákveða svo hvort maður eigi að safna fyrir óhóflegri hestaflaaukningu eða reyna að komast yfir 68-72 A-body.

3
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Vínrauður '91 Camaro
« on: February 10, 2013, 16:13:20 »
Rakst á þennan á bilasolur.is og kem honum bara ekki fyrir mig? Nennir einhver að segja mér hvaða bíll þetta er. :-k

4
Aðstoð / Vantar nauðsynlega svona bolta!
« on: July 10, 2012, 20:57:00 »
Eftir langa baráttu við bolta í spyrnufóðringu náði ég honum úr í tjaah ekki svo góðu standi. Þetta er svona langur bolti með haka sem sest í rauf svo hann snúist ekki þegar maður herðir á hann rónna.

Einhver með hugmynd um hvar ég gæti fengið svona? Ég er með nokkra staði í huganum sem ég bjalla í á morgun en það væri ekki verra ef einhver gæti beint mér í rétta átt. :???:


5
Aðstoð / Góð ryðolía?
« on: May 09, 2012, 16:28:35 »
Hvar fær maður góða ryðolíu, eða það sem kaninn kallar penetrading olíu? Til þess að losa um ryðgaðar rær og bolta og svona.

7
GM / Camaro is SEMA’s Hottest Car for Second Consecutive Year
« on: November 03, 2011, 13:42:32 »
http://media.gm.com/content/media/us/en/gm/news.detail.html/content/Pages/news/us/en/2011/Nov/1101_camaro

"LAS VEGAS – For the second year in a row, the Chevrolet Camaro is the “hottest car” at the SEMA Show in Las Vegas. The SEMA Award recognizes the most accessory-friendly vehicle, based on the volume of aftermarket parts exhibited at the annual showcase of automotive performance and personalization.

The SEMA Award was first handed out in 2010, which not only makes Camaro a two-time winner, but the only car to receive the award. Its selection reflects the aftermarket industry’s enthusiasm and continued investment in America’s most popular sports car.

Camaro posted 6,119 sales in October, again leading the segment and topping the next-closest competitor nine of 10 months so far in 2011 – with sales up nearly 7 percent in the first 10 months of this year.

“After more than two years on the market, the Camaro continues to inspire creativity and Chevrolet is thrilled to see that expressed in all the wonderfully personalized examples here at the SEMA Show,” said Chris Perry, vice president, Global Chevrolet Marketing and Strategy. “Camaro has always been a car customers love to personalize and we are doing all we can to support them and the aftermarket industry with parts and accessories that help turn their dreams into reality.”

Along with the examples displayed by aftermarket manufacturers and customizers at the SEMA Show, Chevrolet brought its own contingent of customized Camaro concepts to Las Vegas, demonstrating the diverse range of personalization and performance possibilities. They include:

COPO Camaro – A conceptual exploration of a factory-built Stock Eliminator race car and the spiritual successor to the legendary special-order models from 1969.

Camaro Hot Wheels®
– This full-scale interpretation of a Hot Wheels toy is inspired by the “Custom Camaro” model, which was part of the original release of 16 Hot Wheels toys in 1968 – including a modern take on the chrome-style “Spectraflame” exterior finish.

Camaro Red Zone – A design statement in the new-for-2012 Crystal Claret exterior color and achieved with current and future accessories – and it debuts a new, heritage-inspired stripe graphic that will be available soon.

Camaro Synergy Series Concept
– Using the best of the best Camaro accessories matched with a distinctive silver exterior with red accents, it’s the latest in the Synergy concepts that have debuted at SEMA. Chevrolet will be listening to the reaction it receives at SEMA, as it could be brought to production.

Camaro 1LE Concept – The legendary 1LE designation returns to the Camaro as a concept intended to carve up road courses. While only a concept, it borrows production components from both the Camaro SS and forthcoming Camaro ZL1 to deliver a competition-ready package.

Camaro ZL1 Carbon Concept – This concept incorporates all the technology and performance of the Camaro ZL1 – which goes on sale in 2012 – with an added layer of carbon fiber to add a decidedly sinister-looking element of form to a car that’s all about function."

8
Aðstoð / Mála undirvagn?
« on: October 26, 2011, 20:56:11 »
Sælir, ég er að pæla í að mála botninn á Camaronum mínum einhvern tímann í vetur.

Ég er ekki að fara í neinn sandblásturspakka heldur ætla ég að rífa í burtu flest allt þarna undir, hreinsa botninn vel og pússa svo niður það litla yfirborðsryð sem er til staðar áður en ég mála þetta. Pælingin er sú að hafa undirvagninn góðan í mörg ár í viðbót.

Hvaða efni hafa menn hérna verið að nota? Ég hef tekið eftir því að kaninn notar POR-15 mikið í svona verk. Fæst það nokkuð á landinu?

9
Aðstoð / Þrífa MAF skynjara?
« on: April 03, 2011, 19:19:47 »
Hvað eru menn að nota hérna til að hreinsa MAF skynjara?

Ég veit að það er til eitthvað sem heitir MAF Cleaner, fæst það einhvers staðar?  \:D/

10
GM / Camaro ZL1 snýr aftur 2012
« on: February 09, 2011, 17:50:00 »
Jæja, það kom í ljós á Chicago Auto Show í gærkvöld það sem margir voru að búast við, nýr 2012 Camaro!  8-)

Nýja Camaro týpan fyrir 2012 verður ZL1 sem mun verða öflugasti verksmiðju Camaro allra tíma, með supercharger og einungis fáanlegur beinskiptur.

Svona miðað við upplýsingarnar sem eru komnar er þetta týpan sem flestir héldu að yrði ný Z28.

Drivetrain and Performance Details

6.2L Supercharged LSA engine
"At least 550hp and 550tq"
Upgraded TR6060 6-speed manual (no auto available!)
3.73 Rear gear ratio
Magnetic Ride Control
Dual-mode exhaust (similar to Corvette Z06)
Brakes: F: Brembo 6-piston 14.6" 2-piece rotors* R: Brembo 4-piston 14.4" rotors
Unique forged aluminum wheels: F: 20x10* R: 20x11
Tires: Goodyear Supercar F2, F: 285/35-20* R: 305/35-20
Upgraded driveshaft
Electric power steering

Appearance Details

Unique hood with functional carbon-fiber extractors
Unique front bumper with vertical fog lamps and DRLs and functional front splitter
Unique side rocker extensions
Unique rear diffuser
Unique rear spoiler
ZL1 badging

Interior Details
Suede seat inserts, ZL1 logo stitched into headrests
Suede dash/IP insert
Optional suede steering wheel and shifter (similar to CTS-V)
Alloy pedals
Dual power seats
Door and dash inserts are Carbon Flash with Red light accent
New steering wheel
Rear camera in rearview mirror
Auxiliary gauges will include a boost guage

Price and Ordering Details

Ordering information will be available in 4th Quarter 2011
Production will begin in 1st Quarter 2012
Pricing has yet to be determined.

Quote
The 2012 Chevrolet Camaro ZL1 debuted today at the Chicago Auto Show. It is the highest-performing Camaro and the most technically advanced car ever developed in its class.

The new ZL1 continues the momentum of Camaro, propelling it into an entirely new realm of leading-edge performance technology. It is planned to launch at the beginning of 2012.

Motivated by a supercharged V-8 engine producing an estimated 550 horsepower (410 kW), the Camaro ZL1 will be the fastest Camaro ever offered by Chevrolet. And more than just power, the ZL1 features technologically advanced and highly developed chassis and suspension systems that help it deliver balanced, track-ready handling and braking power to complement its high engine output.

Rigorous development of the ZL1 is ongoing, and official estimates of the car’s capabilities will be released later in 2011, as testing nears completion. “Camaro ZL1 is about high-tech performance and design, and is a type of car no one has ever brought to this segment previously,” said Rick Scheidt, vice president of Chevrolet marketing. “It’s the most technically advanced Camaro ever, so we’ve chosen a name from the most elite and exclusive Camaro in history.

Smá teaser: http://www.youtube.com/watch?v=z7eD0_dlXYM - Hversu frábær auglýsing... spóla í hringi. :lol:

Og að sjálfsögðu myndir... afturendinn er bara í lagi. Hlakka til að sjá aðra liti betur.













Meiri upplýsingar og myndir hérna: http://www.camaro5.com/forums/showthread.php?t=128387

http://www.chevrolet.com/camaro-zl1

11
GM / Það er hægt að gera C6 Corvettu ljóta
« on: November 07, 2010, 23:55:13 »
Ok, þessi gæi er orðinn legend á öllum spjöllum úti fyrir að breyta Corvettunni sinni á einstaklega slæman hátt.

Hann getur greinnilega ekki hætt að flippa því bíllinn er alltaf að breytast. En hann er víst með procharger.  :lol:

Myndirnar segja allt...





















Skánaði aðeins.




En svo...






Veit ekki hvað er hægt að segja um nýjasta lúkkið.

12
Leit að bílum og eigendum þeirra. / '72 Barracuda
« on: October 05, 2010, 18:56:43 »
Gul Barracuda þaut fram hjá mér áðan á Höfðabakkabrúnni, með númerið R-152 (gamlar plötur). Góð saga, ég veit.

Ég er með aðgang að ökutækjaskrá og ég sé að bíllinn er '72 árg, fluttur inn 2007.

Svo sem lítill tilgangur með þessum þræði, ég er bara búinn að vera að furða mig á því að ég hef aldrei séð eða heyrt neitt af þessari Cudu áður.  :-k
Hún er gul með mjóu svörtu strípunum á hliðunum og svörtum spoiler. Fallegur bíll sýndist mér (á ferð allavega).

Er ég bara ekki að fylgjast með?

13
Hlekkir / Firebird flýgur
« on: August 24, 2010, 20:59:14 »
<a href="http://www.youtube.com/v/ZMpVgHf8Qdk?fs=1&amp;amp;hl=en_US" target="_blank" class="new_win">http://www.youtube.com/v/ZMpVgHf8Qdk?fs=1&amp;amp;hl=en_US</a>

14
Núna er sjálfskiptingin í Camaronum mínum farin í hönk, 1500 km eftir að ég lét taka hana upp.  =;

Ég veit vel að þetta eru ekki sterkar skiptingar en það er nú heldur slappt ef nýupptekin skiping þolir ekki 1500 km af nokkuð léttum akstri (ekkert hringspól eða svoleiðis).

Svo ef þið vitið um einhvern stað sem þið mynduð treysta fyrir svona skiptingu, bendið mér á!

Ég vil helst geta keyrt þennan bíl frá A-B án þess að skiptingin geri upp á bak einu sinni á ári.  :roll:

Ég á að vísu eftir að ræða betur við nokkra aðila, en þangað til....


15
GM / 5th gen myndir - Fór á New York Auto Show
« on: April 08, 2010, 18:48:57 »
Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók á bílasýningu í New York í vikunni.

Ég endaði eiginlega alveg óvart þarna (New York Auto Show, RISA RISA sýning með flestum bílaframleiðendum), og ég sé bara ekkert eftir því.  :lol:

Eitt það fyrsta sem blasti við manni voru tvö stykki Camaro frá Hennessey, gulur HPE600 og cyber grár HPE700. Þvílíkar græjur.







Rétti liturinn er geggjaður og sést betur hérna. 600+hp skemma ekkert fyrir.


Grái LS9 - 705hp. Svakalegur.






SLP var með einn SS rétt hjá.


Svo datt maður inn á heimaslóðir í Chevrolet básinn.  8)











Transformers bíllinn. Gula og svarta litacomboið er alveg að gera sig.







Ég hef alltaf fílað þessa nýju kynslóð nokkuð vel, en ég er ekki frá því að álit mitt á þeim hafi hækkað töluvert eftir að hafa séð bílana svona í persónu og skoðað þá gaumgæfilega (það var leyfilegt að setjast í flest alla bílana á sýningunni).

Burtséð frá því hvað þeir eru þungir og stórir, þá eru þetta náttúrulega svaka lúkkerar!
Þeir eru samt miklu nettari í persónu en ég hafði búist við, ekki jafn miklir kassabílar og ég hafði ímyndað mér, ef það meikar sens.

Stóri bróðir fær að fljóta með. Vígalegur djöfull. 8)




16
Datt í hug að henda inn nokkrum myndum frá Muscle Car deginum þar sem það er nú janúar og ekkert hefur komið hingað síðan í október.   \:D/

Fáar action myndir því miður, en ég var líka meira að taka video.








































17
GM / '69 GTO Judge endar á staur
« on: December 23, 2009, 04:17:59 »
Enginn dó... hrikalegt að sjá þennan grip fara svona.  :shock:












18
Varahlutir Óskast Keyptir / Vantar í '95 Camaro
« on: October 27, 2009, 17:00:22 »
Já mig vantar plastdraslið sem beinir lofti inn á vatnskassann (eins á öllum 93-02 Firebird/Camaro).



Ef þú lumar á svona máttu endilega senda mér PM.

-Egill

19
Eins og titillinn gefur til kynna þá óska ég eftir American Racing Torq Thrust II felgum undir 4th gen Camaro/Firebird.

17x9.5 að framan og 17x11 að aftan.

Sími 8447572 eða einkapóstur.

20
Eins og titillinn gefur til kynna þá óska ég eftir American Racing Torq-Thrust II felgum undir 4th gen Camaro/Firebird.

Helst 17x9.5 að framan og 17x11 að aftan.

Sími 8447572 eða einkapóstur.

Pages: [1] 2