Já það sem ég er að segja er að það skiptir máli í hvernig bíl þetta á að fara, þessar vélar snúsast hvort eð er ekki það mikið, ef hún á að fara í þungan bíl þá er torkið mikilvægt, 305 heddinn á minni vél skilaði bílnum gríðarlega vel og án nokkurra hitavandamála. Hins vegar ef þetta er að fara í eitthvað létt leiktæki þá er það bara allt annað mál......MÍLUBÍLL--GÖTUBÍLL þetta skiptir bara máli. Hins vegar hafa menn sínar trúarskoðanir á þessu öllu saman....
Menn settu 305 heddin td, á 350 vélarnar sem voru í Blazer K-5 og þeir umturnuðust bókstaflega, það skeði aldrei neitt fyrr en þeir voru komnir á 3500-4000 í þessum þungu prömmum og ekkert nema bensíneyðsla og engin ánægja, en spruttu úr spori og eyðslan datt niður við þessi litlu nettu 305 hedd sem sett voru á þau.....eiins og ég segi þá er það númer eitt, Í HVERNIG BÍL Á ÞETTA AÐ FARA OG HVAÐ VILTU AÐ HANN GERI....Kv, Erlendur