Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - JónBragi

Pages: [1]
1
Kvartmíludót Til Sölu/Óskast Keypt / Tvær túrbínur
« on: June 23, 2013, 01:45:53 »
Er með þessar tvær til sölu.



Þetta eru Garrett T3/T4 bínur, 2 tommu inlet og 2,5 outlet.
Það fylgir með upptekningarsett í þær báðar.
Þær eru merktar Nissan, og minnir að þetta hafi komið úr 300ZX (þó ég sé ekki 100%)







Verð: 200.000 kr og skoða öll tilboð.
Sími 8407769
Email jonbragib11@gmail.com

2
Bílarnir og Græjurnar / Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« on: August 18, 2012, 21:38:31 »
Takk fyrir það og þetta er alvöru eltingaleikur þarna, næsta mynd sem ég tek mig til að horfa á verður pottþétt þessi!

En ég fór upp á braut í dag og það gekk bara ekkert upp hjá mér, á best 13,1 á 108,9 mílum en fór best í dag 13,5 á 105 mílum.
Þetta byrjaði skelfilega og ég náði varla neinu trakki, keyrði nokkrar 15 sekúndna ferðir þangað til að ég gafst upp og náði í drasl til að setja á pallinn en hef verið of graður og setti 260 kg á pallinn og það hjálpaði alveg í startinu en endahraðinn var ekki nægur.

En svo er ég náttúrulega ennþá að læra inn á bílinn og brautina, eins og kannski sást í dag......

3
Bílarnir og Græjurnar / Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« on: August 16, 2012, 01:03:09 »
Þakka kærlega fyrir öll þessi jákvæðu comment!

Hérna er smá hluti af myndum sem að Emil tók.






4
Almennt Spjall / Re: Muscle Car dagur með swap meet 18 ágúst
« on: August 16, 2012, 00:55:13 »
Sælir

Ég er með Chevrolet S10 pickup með V8 og var að pæla hvort að mér yrði hleypt niður í pitt ef ég finn eitthvað dót í skúrnum sem ég væri til í að losna við?

Eða er menn strangir á "muscle car"?

5
Almennt Spjall / Re: Kvartmíluæfing laugardaginn 30 júní
« on: June 29, 2012, 20:32:33 »
Þá mæti ég!

6
Almennt Spjall / Re: Kvartmíluæfing laugardaginn 30 júní
« on: June 29, 2012, 20:19:41 »
Veit einhver hvort að það verði keyrt á morgun?

Var að borga félagsskirteinið núna,, veit einhver hvort að það sé nóg að vera búinn að borga eða verð ég að vera búinn að fá skirteinið til að keyra?

7
Bílarnir og Græjurnar / Chevrolet S10 - LS1/T56
« on: June 27, 2012, 22:38:35 »
Chevrolet S10 Pickup
1992
402.000
LS1 V8
T56 gírkassi

Þessi bíll er innfluttur árið 2008 en hann kemst í mínar hendur í ágúst 2010, þá var hann himinhár, allur blár að innan hann var eins og bárujárn á hliðunum og með vægast sagt lélegt lakk.

                                 

Ég tók hann aðeins í gegn strax, massaði og breytti innréttingunni aðeins þar sem ég þoldi ekki bláu innréttinguna. Í lok september set ég bílinn í geymslu, ég var búinn að ákveða að setja eitthvað annað í húddið á honum og fyrst ætlaði ég bara að finna mér einhvern 350 en sem betur fer hugsaði ég mig aðeins um og ákvað að finna LS1.

                               

Veturinn leið og ég setti bílinn á númer í lok apríl 2011 en gat ekki beðið lengur og tók hann af númerum í lok maí og byrjaði að rífa og panta.

Þar sem að ég gæti sennilega skrifað heila bók um það sem ég gerði í þessum bíl þá ætla ég að fara í gegnum veturinn 2011/2012 í fljótu bragði.

Ég reif rafkerfið af mótornum þegar ég fékk hann og dundaði mér í því að slíta úr því það sem ég ætlaði ekki að nota.

                     

Þá var að byrja að leita að gírkassa þar sem að sjálfskipting kom ekki til greina, ég var svo heppinn að Kiddi á kvartmíluspjallinu átti til T56 sem var aftan á LT1 þannig að ég þurfti að setja annað input shaft, kúplingshús, fremti plötu, 1-4 gír vegna þess að input shaft er 4 gír og það eru önnur hlutföll sem að kom ekki að sök þar sem að 4 gírinn var brotinn.
Það flotta við hann var líka að ég fékk hann í fötu:

                   

 Ég keypti líka syncro sett og legusett, síðan setti ég kassann saman sjálfur og hann virkar svona glimrandi vel.

               

Ég sleit 4,3 V6 og 700R4 upp úr honum, mátaði LS1 ofaní, notaði slípirokk og suðuvél, sat í herberginu mínu flæktur í vírum, gekk aðeins frá í vélasal, setti í gang í fyrsta skipti, gekk meira frá, keyrði í fyrsta skipti, smíðaði púst, setti veltibúr í hann, lækkaði hann og svo vantar mjöög mikið af verkefnum inn í þetta.

             

Þá var komið að málningarvinnu og Sindri Georgsson bauð sig fram, vill bara taka það fram hér og nú fyrir þá sem að ekki vissu það að Sindri er FAGMAÐUR í öllu sem að hann gerir!
Við vorum tveir í því að gera hann kláran fyrir málningu, hann var bara klossaður þ.e.a.s engir juðarar eða neitt svoleiðis. Ætla svosem ekki að fara í gegnum allt sem að við gerðum en til að þið gerið ykkur grein fyrir því hversu mikil vinna fór í þetta þá voru 320 tímar í undirvinnu og málningu.

Vildi líka taka það fram að í eina skiptið sem að bíllinn fór út úr skúrnum til að hægt væri að gera eitthvað var þegar hann var málaður, annars smíðaði ég allt sjálfur í skúrnum.

Ætla að láta þetta nægja…..

                     


                     


                     


                     


                     


                     

Þessi frásögn gerir þessu verkefni hjá mér engan vegin skil, en til þess að gefa ykkur smá mynd af því hversu mikið verkefni þetta var þá var svefninn hjá mér 4 tímar á meðaltali á virkum dögum.

Ætla mér að taka þátt í King of the street, bara til þess að taka tíma á hann. En ég geri samt engar gloríur því að ég er ennþá á GM 10 bolta og bara 8 tommu breiðum felgum...

8
Almennt Spjall / Re: Góð umfjöllun!
« on: August 20, 2011, 01:27:14 »
Hvað þurfa sjálfboðaliðar að gera á æfingum?
Er ekki alveg tími til að taka nokkur rönn ef maður er að hjálpa?

9
Varahlutir Til Sölu / 4,3 Vortec og 700R4
« on: July 06, 2011, 01:22:59 »
Ég er með 4,3 Vortec, sem var sett í eitthvað góðgæti úti í USA en ég hef ekki fundið neinar upplýsingar um hvað var gert svo að ég sel hann bara sem orginal 4,3 vortec. Mótorinn virkar þó betur heldur en orginal!
Einnig er ég með 700R4 4 gíra skiptingu sem að er aftan á Vortec mótornum.
Refkerfi og tölva fylgir með mótornum.


Ásett verð: 150.000 krónur (fyrir allann pakkann)
Þetta er ekki fast verð og ég er tilbúinn að skoða skipti á öllu milli himins og jarðar.

Þetta er fyrir mér og þarf að fara sem fyrst

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 8407769 eða í PM.

10
GM / Re: FornBílar og Snjór?
« on: January 19, 2011, 18:26:57 »
Sá einmitt Morrisinn með einkanúmerinu MORRIS á mánudaginn, og þá var búið að salta slatta.

11
GM / Re: Það er hægt að gera C6 Corvettu ljóta
« on: November 09, 2010, 19:53:06 »
Mér finnst barnastóllinn flottasta breytingin.

12
Varahlutir Óskast Keyptir / 5x4.75 Felgur
« on: October 09, 2010, 18:56:57 »
Ég er að leita mér af stálfelgum eða ódýrum álfelgum undir Chevrolet S10 með gatadeilingunni 5x4.75 (5x120.65)
Ætla að nota þetta í spól og einhverja vitleysu svo að ég vill ekki mjög dýrar felgur.

Skoða allar stærðir.

8407769 eða senda mér PM.
Kv.Jón Bragi

Pages: [1]