Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Hermann N1

Pages: [1]
1
Sæll Daníel

Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?

Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.

kv. Hermann N1

2
Við sendum slíkar rannsóknir til Rotterdam.

Hermann

3
Góðan daginn

Við hjá N1 hófum rannsókn á öllu 98 oktana bensíni eftir að hafa heyrt af þeirri umræðu sem hér fer fram.
Okkar rannsókn náði til allra útsölustaða og birgðageyma í Örfirisey.

Í stuttu máli þá er bensínið í fullkomnu lagi og stens alla staðla sem slík vara á að uppfylla.
Fyrir utan þá umræðu sem hér fer fram þá eru fjölmargar bifreiðar sem kaupa þetta bensín á hverjum degi og hafa ekki fundið fyrir neinum vandamálum.
Við höfum ekki svör við því hvernig stendur á þeim gangtruflunum sem hér er lýst en það geta fleiri en ein ástæða.

Allt bensín bæði 95 og 98 oktana bensín er efnabætt í okkar birgðastöðvum og er eingöngu selt sem slíkt. Þetta hefur verið gert síðan 2003.

Við tökum það mjög alvarlega ef að upp koma vandamál með eldsneyti og því hvetjum við alla þá sem telja sig hafa keypt gallaða vöru að vera í sambandi við okkur og við munum fá botn í málið hvers kyns er.

Virðingarfyllst

Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1

Pages: [1]