Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 67 Racing

Pages: [1]
1
Mótorhjól / Re: Reglugerð og skoðun.
« on: June 11, 2010, 10:43:34 »

 Okkar afstaðar er skýr.

 Hjólin eiga að vera eins og þau koma frá framleiðanda. Powercommander (skiptir engu hvaða útgáfa og slipon leyft)

 Lækkanir eiga að vera bannaðar þar sem þær eru ekki ætlaðar til venjulegs götuakstur nema viðkomandi sé mjög lítill
 en þá er oftast komið linkur að aftan til að jafna út lækkun að framan.

 Loftsíur ........... skiptir engu máli þar sem hagnaðurinn er lítill sem enginn.

 Keðjubreytingar !!!!!!!!! Banna - ef hjól kemur með 530 keðju á það að sjálfsögðu að vera áfram 530 eða 525 ogsfv

 Ef þú mætir á dýru hjóli sem með fullt af búnaði sem ekki er í öðrum hjólum er engin ástæða fyrir því að banna það.
 Hjólið kemur svoleiðis frá framleiðanda og ætti því að vera leyft.

 Við setjum þó athugasemdir við spólvarnir en í nokkrum hjólum koma spólvarnir orginal sem ekki er hægt að slökkva á td Zx10r

Einnig sjáum við ekkert athugavert við það að leyfa minniháttar modderingar fyrir eldri hjól.

Okkar tillaga er að hjól eldri en 2004-2005 fái minor breytingar eins og skiptiljós, gear indicator, stýrisdempara ofl sem
ný hjól koma með orginal. Takmarka þarf þó hvað megi setja í þessi hjól

2
Mótorhjól / Re: Reglugerð og skoðun.
« on: June 04, 2010, 19:02:58 »
Það breytir því samt ekki að þó að hjólið sem um ræðir verði án útsláttarrofans og með loftsíu og efri stacka að það fer samt sem áður á 145-148 mílum í endahraða. Það er einfaldlega vegna þess að það skilar 170 hestöflum í afturdekk.

Get ég þá vitnað í það með þinni vitneskju að tvö önnur hjól sem hafa bæði keppt í þessum flokki sem mælast ,,tæplega" 170 / 167+ hestöfl fara ekki nema 140 til 142 mílur í endahraða á mjög góðum degi með 50 kg mann óskitinn og nýbúinn að slafra í sig Hlöllabát, vantar þá talsvert uppá þann hraða sem 170 hestöfleru eru greinilega að skila. Gæti ég trúað að þú vitir kannski meira um málið þar sem þú mældir og moddaðir öll þessi þrjú hjól.

En aftur á móti setjum við okkur ekki upp á móti því að hjólið er sennilega kraft mikið og ökumaðurinn góður. Hinsvegar viljum við að þessar reglur verði endurskoðaðar og nelgdar niður því þeir sem eru að koma inn í þennan flokk eru ekki að fara neitt annað en út úr honum aftur því til þess að eiga möguleika þá þurfa þeir að fara fjárfesta í einhverjum hjálparbúnaði sem er leyfður einhverstaðar út í heimi, og hafa með sér pit mann til að droppa hjólinu og rífa síur úr ofl bull sem ekki á heima í stock flokki.

3
Mótorhjól / Reglugerð og skoðun.
« on: June 03, 2010, 14:36:08 »
Samkvæmt reglum um stock flokk segir.

1.1.2 Í
standardflokki eru mjög takmarkaðar breytingar leyfðar,eingöngu er
heimilt að nota powercommander, slipon og þá jetun í blöndungshjólum.Heimilt... er
... að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós,
númerabracket o.þ.h.

Allar aðrar breytingar eru óheimilar.

Bannað er að nota lengingar, strappa, rafskifta og annan hjálparbúnað
sem ekki telst til hefðbundinnar notkunnar í götuakstri.Nota
skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.

Eins og alltaf þá eru glufur á þessum reglum og túlkanir á reglum misjafnar.

Samkvæmt því sem lesa má úr þessum reglur segir að allar breytingar eru bannaðar sem ekki eru teknar sérstaklega fram og allur aukabúnaður bannaður.

Við teljum að það þurfi að endurskoða orðalag og skýra betur út reglur í þessum flokkum.

Þegar þessi flokkur var stofnaður var markmiðið að menn gætu komið á stock hjólum af götunni og keppt á jafnréttisgrundvelli án þess að þurfa hafa með sér
fulla tösku af verkfærum og annað tilheyrandi til að rífa úr hjólunum hluti til að auka hestöfl eða aðrar breytingar.
Powercommander og slipon var hinsvegar leyft þar sem mörg þessara hjóla eru komin með þennan búnað
og aflaukningin ekki svo stórvægileg að röskun sé á jafréttisgrundvelli.

Það að droppa hjólum í demparabúm, fjarlægja loftsíur og stakka gerir ekkert nema fæla menn frá þessum flokki, menn sem eru margir nýir í sportinu.
Við teljum óeðlilegt að hjól í I flokki (stock) sé nær hjólum í J (modd) flokki í endahraða en öðrum hjólum í sama flokki og megi keyra með kveikjuútsláttarrofa
sem er klárlega aukabúnaður.

Við viðurkennum fúslega að okkar menn droppuðu á síðasta ári enda voru öll hjól í fyrra meira og minna modduð á gráu svæði.
Fyrir þetta ár tókum við afstöðu þess að senda eingöngu 100% stock hjól til keppni og er ekkert þeirra hjóla sem keppti fyrir okkur í
fyrstu keppni til islandsmeistara með modd. Öll hjólin eru 100% stock án PC111 og slip on, með spegla og númeraplötur.
Við munum halda áfram að keyra á óbreyttum hjólum í þessum flokk en ætlumst ekki til að slipon og PC verði bannað.

Einnig teljum við skoðun á hjólum vera til skammar, það er algjört lágmark að sá sem kemur og skoðar þekki muninn á lengdu hjóli og ólengdu. Skoðun á hjólum
fyrir keppni þarf að vera betri og sá sem skoðar þarf að vita hvaða reglur eru í gangi í hverjum flokk fyrir sig.

Fyrir þá sem ekki vita þá virkar kæruferlið ekki sem skildi og engin grundvöllur fyrir því að kæra þar sem niðurstaðan er bara kostnaður, tíma eyðsla og ekki síðst peningaeyðsla.

PS: Þessum pósti er beint til Stjórnenda KK og Hjóladeildar MSÍ.

Pages: [1]