Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Helix

Pages: [1]
1
T/A bílarnir með Olds 403 mótorinn voru framleiddir fyrir California markað og voru búnir einhverskonar mengunarvarnabúnaði sem uppfyllti kröfur þess tíma. Þetta var ekki merkilegur búnaður, mig minnir að það hafi aðallega verið öndun frá eldsneytiskerfi bílsins sem leidd var í gegnum einhverskonar hylki og þaðan í lofthreinsarann inn á mótor sem gleypti umfram gufur og slíkt frá kerfinu.

Það kom mér líka á óvart rétt eins og skidoo að T/A var hægt að fá með Chevrolet, Oldsmobile og Pontiac mótorum. Ég man ekki nákvæmlega hvaða árgerðir það voru sem fengust með Chevrolet vélum en mig grunar að það hafi verið hægt að panta sér bíl á sínum tíma með hvaða mótor sem þig langaði í.

Þetta eru magnaðir bílar og mann langar alltaf að fá sér annan eftir að hafa átt einn svona.

2
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Trans Am 80-81
« on: April 20, 2010, 21:08:34 »
Ég átti þennan bíl fyrir all mörgum árum þegar hann var í Eyjum. Hann var árgerð 1979 og bara ansi fínn bíll þegar ég átti hann.

Ég á miðann frá framleiðanda, sem festur var aftan á aftursætið. Á þessum miða eru upplýsingar um hvernig bíllinn var búinn þegar hann kom af færibandinu.

Er möguleiki á að húddið sé ennþá til og þá vonandi með fuglinum ennþá á því? Væri til í að eignast það ef svo er.

Pages: [1]