Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - thorstar

Pages: [1]
1
Æ, greyjið! Er hann loksins fundinn!
Mig langar svolítið (mikið) að fylgjast með hvað verður af honum, ef nýja eigandanum er sama?  :D

hehe... Þorsteinn Ingason heiti ég og var kennari í Iðnskólanum...
Það var víst ég sem átti mér þann draum að eiga þennan sérkennilega bíl.



Hann var framleiddur af Eagle Cars í Bretlandi, en átti sér mjög langa og skrýtna sögu!
Hann var hálf kláraður þegar enska ríkið ákvað að hóta Eagle Cars... Annaðhvort borguðu þeir skatt sem Kit Car Manufacturer (sem var minna) eða af full gerðum bílum (sem var meira). Þeir ákveðu að borga minna, og settu bílinn til prívat aðila, til að klára hann. Auðvitað fór verðið upp úr öllu við það (rauk upp úr £3000 UKP sterlingspundum í £5500) - Og svo, fyrst ég var ekki alveg búinn að ganga frá greiðslu á honum (var að vinna í Hagkaup á þessum tíma, og EKKI vel launað!) sentu þeir hann út um allt england á sýningar, en alltaf á palli. (þ.e.a.s. Hann var ekki keyrður þangað.) - Þetta var eini SVARTI bíllinn sem þeir höfðu til að sýna, og sögðu þeir að hann hafi vakið mikkla lukku. Maður varð nú svolítið SÁR þegar maður frétti af þessi, því ekki var maður spurður að því!  :???:

Allavega, lán var tekið fyrir upphæðinni, en of dýrt var að taka hann heim frá UK, og var hann fluttur til Bremen, í Þýskalandi. Þar var hann fluttur heim af Eimskip. (man ekki hvaða ár, en það er hægt að finna það hjá VÍS, þeir tryggðu hann. Samt um árið 1989, ef ég man rétt. Þá vann ég í Kók (Vífilfelli) en NEITAÐI að leifa þeim að setja 4 Kók merki, 2 á hvern stuðara, sem auglýsing, gegn 60,000 kr. greiðslu á mánuði! Ég vildi ekki að hann yrði kallaður "Kók Bílinn!"

En... ég ætlaði mér að nota hann sem auglýsingu fyrir hljómsveit sem mig langaði til að stofna á íslandi.
*ahem* Svo varð ekkert úr því... aðalega vegna þess að kom fljótt í ljós, á þessum tíma, að aðal fólkið í tónlista bransanum, sem komu HEIM til mín til að taka upp, voru annaðhvort óheiðarlegir (þjófar) eða í einhverju rugli. Svona er þetta stundum. því miður.)

En hér eru nokkrar myndir af bílnum með þýska útfluttningsnúmerinu, úti á nesi:



... og hérna er Gróttuviti bakvið:


Ég gat valið mótor í bílinn... Um var að ræða 1300, 1600 eða 2000 Cortinu mótor frammí... eða aftaní VW Bjöllu eða (sama og eigandi Eagle Cars var með) Porche vél... Þá voru "eyrun" á hliðunum opnuð til að kæla mótorinn. Ég valdi 1600 vélina... EN... loftsýjann þýddi það að risa DÆLD var á húddinu, og maður sá nú þegar, fannst mér ALLT of lítið út úr honum, þannig a' ég valdi að hafa enga loftsýju, og sjá þarmeð betur út um framrúðuna! Það bjargaði mér nokkrum sinnum. Svo þurfti oft að opna hurðina upp í loft, til að sjá hvert var verið að bakka! :)

Málið var að þetta var svo "spes" bíll að hann fékk voða lítið að vera í friði!
Árni Kópsson hafði td. áhuga á því að kaupa hann, en fannst bílinn of dýr.
(Það höfðu bæst innfluttninggjöld og fluttningur til íslands við upphaflega lánið, og var maður að reyna að minnsta kosti ná inn fyrir því!)

Að lokum keipti ég gamalt bilað Harley Davidson af lögguni, og lennti í "Hjólheima" ruglinu... - Þar sem hjólið var rifið í sundur og svo bara sagt einhver fáRÁNleg tala sem átti að greiða, eða það yrði ekki skrúfað saman aftur... og svo var endalaust stolið varahlutum úr hjólinu og sett í önnur hjól sem voru þarna, td. var verið að byggja Chopper sem fékk bestu hlutina úr mínu hjóli, og ég fékk gamla draslið úr einhverjum Norskum HD mótor sem var fluttur inn, en bara gamalt drasl.  :evil:
Mig vantaði allavega nógu mikkla upphæð, hratt, til að koma hjólinu saman, svo ég gæti farið með það á næstu sölu! Þá var einn sem hafði áhuga á bílnum fyrir konuna sína, og HÚN keipti bílinn, gegn því að greiða upp viðgerðina á Hallanum. (Þetta var nú meira ruglið.) - Allavega, þó ég hafi varað hann við, keipti Salvatore Torrini (pabbi hennar Emiliönu) gamla Harley hjólið mitt... og fór með það? Hvert haldið þið??? ... Í Hjólheima aftur! (WTF???)

Allavega... Þetta tilheyrir söguni núna.
Ánæjulegt að bíllinn er kominn í hendur á einhverjum sem ætlað að líta vel eftir honum.
Maður hefur lúmska von um að sjá bílinn á götuni einhvertíman???
Númerið á honum var "R 24824".

Kveðja,
Þorsteinn Ingason
Ef þú sérð hjólið mitt (THE ONE) á Ingólfstorgi er ég aldrei langt frá. Ekki hika við að segja HÆ!

Pages: [1]