Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - iceknight

Pages: [1]
1
Aha! Gaman að heyra frá þér á nýjan leik, þá... og ánægjuleg tenging!
Ég átti Shadowinn í 6 ár, þú manst örugglega eftir honum og mér svona:


Mynd tekin af Pólska sjónvarpinu, þegar þeir komu til að taka viðtal við nokkra íslendinga. - Þegar þeir sendu mér myndina með eMaili, sögðu þeir að þeir hefðu ekki getað notað mikið úr viðtalinu við mig... vegna umræðuefnisins! Hey! Þeir spurðu, og ég svaraði bara hreyskilnislega!
Þeir spyrðu: "Þegar þú heyrir um Póland, hvað dettur þér í hug?"
Ég svaraði: "Auglýsingar frá Pólsku kvennfólki sem er að reyna að finna karla í öðrum löndum!"
haha... Það gaf of mikið í skyn að fólk vildi fara FRÁ Pólandi til að nota í þáttinn!

En Shadowinn fór 1998, eða þegar Dossi, Bláfállavörður, lagði 1500 Intrudernum við hliðina á Shadownum við Ingólfstorg, og féll risa skuggi á Shadowinn! haha - Þá fékk ég mér 1500 Intruderinn, sem var þá bara nýkominn á markaðinn þá, en ég á enn í dag... og ég hef ekki saknað neins hjóls eftir Intruderinn! - Þó ég hafi átt nokkur auka hjól í millitíðinni.
-
En sorglegt að heyra um ástand gamla Eagle-sins... Það er nú svolítið fyndið að BÆÐI Tollstjórinn OG VÍS héldu að þetta væri "American Eagle", sem er risa station bíll, og ætluðu sko aldeilis að ræna mann!!! En svo þegar þeir sáu mynd af bílnum, ég mætti (eins og lagið segir) "með mynd - af bílnum - í vasanum!" - þá var þetta allt annað mál.

Eitt enn, sem er kannski mikilvægt: Enska grind-suðan var ekki betri en það, að þegar ég tók (ekkert svakalega) beiju inn á Esso á Ægissíðuni (nú N1), brotnaði grindin í sundur, og aftari helmingur bílsins lagðist svo gott sem á afturdekkin! Ég SKREIÐ á bílnum til Kopavogs, í iðnaðarhverfið, og þeir suðu hana saman "á íslenska vísu"... og fannst þeim gaman að gera BETRA en bretarnir! haha...

Það er að vísu svo margt meira um þennan bíl sem maður man... eins og til dæmis hvað var erfitt að sjá út úm fram rúðuna, og afi vinkonu minnar var næst um því búinn að fá hjartaáfall -þrisvar sinnum- þegar ég var að reyna að fara niður af hringbraut, áður en maður kemur að Eliðánum! Var rosa erfitt að sjá hvar afleggjarinn var, og ég snerti kantinn 3svar! - Ein lausn sem rædd var að fá stærri dekk að aftan, en varð alædrei úr því frekar en að ég skutlaði afa hennar heim aftur! (Ég vissi ekki að hann væri á hjartalifjum, og átti að forðast öll SJOKK! - Ég reyndi að snúa þessu í grín fyrst við komumsta alla leið heim til hennar, og sagði... "en -what a way to go-, í flottum sport bíl, ha?" - Þau bara horfðu á mig.
Ég vissi þá að dagar sambands míns og stelpunar voru teljanlegir.

Það væra gaman að kíkja á hann einhvertímann, ef nýji eigandinn leifir. *hint*hint*

Kveðja,
Þorsteinn

ps. eitt sinn voru þýsku númerinn úti í skúr, en það var 1989... Efast um að þau séu þarna ennþá. Því miður.  :???:

2
Sælir...

Ég tók líka nokkrar myndir: http://chief.110mb.com/carshow2009/
.... og svo smá yfirlit yfir salinn hér: http://www.youtube.com/watch?v=ZrURiYgFrcI

... eins og sést voru þessir stóru, gömlu í uppáhaldi!
Takk fyrir góða sýningu.

Kveðja.
Thor
(ps. ég er samt aðalega hjólamaður: http://chief.110mb.com/chief_intruder/2009spring/)

Pages: [1]