1
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Chevrolet Suburban Z2400
« on: March 25, 2009, 16:47:09 »
Stórkostlegur bíll og duglegur.
Eina tjónið sem hann lenti í hjá mér var að Lada Sport skóf hliðina bílstjóramegin.
Tvisvar þurfti að gera upp skiptinguna í honum blessuðum og í seinna skiptið sem hún fór þá var það í Hvalfjarðargöngunum. Ömurlegt akkúrat þá, en broslegt seinna.
Á Fjallabak einhvern tímann fékk ég að vita að frá Kyndli hafi hann farið til meðlims í sveitinni. Ekki fylgdi sögunni að bíllinn hefði komið við á Höfn en sá sem ég keypti af var Bergþór "Beggi" Morthens gítarleikari (maður Helgu). Mér skilst að hann hafi að mestu verið notaður á malbiki og að hann hafi verið sprautaður vegna lakkskemmda á meðan hann var í eigu Kyndils.
Ég notaði hann mikið og hann var frábær á fjöllum. Hann rúmaði allt sem þarf og það er ágætt að sofa í honum.
Jóhann Garðarsson í Hveragerði gerði við flest allt sem aflaga fór á meðan ég átti hann, setti meðal annars þetta töffarpúst, sem líklega er undir honum enn, án þess að spyrja mig álits. Undir það síðasta var hann of mikið hjá Jóa svo við urðum að skilja .
Góðar stundir með góðum grip.
Ef þú lætur hann frá þér einhvern tímann þá máttu láta vita, hingað, austur yfir fjall.
Kveðja
Ari á Þurá
Eina tjónið sem hann lenti í hjá mér var að Lada Sport skóf hliðina bílstjóramegin.
Tvisvar þurfti að gera upp skiptinguna í honum blessuðum og í seinna skiptið sem hún fór þá var það í Hvalfjarðargöngunum. Ömurlegt akkúrat þá, en broslegt seinna.
Á Fjallabak einhvern tímann fékk ég að vita að frá Kyndli hafi hann farið til meðlims í sveitinni. Ekki fylgdi sögunni að bíllinn hefði komið við á Höfn en sá sem ég keypti af var Bergþór "Beggi" Morthens gítarleikari (maður Helgu). Mér skilst að hann hafi að mestu verið notaður á malbiki og að hann hafi verið sprautaður vegna lakkskemmda á meðan hann var í eigu Kyndils.
Ég notaði hann mikið og hann var frábær á fjöllum. Hann rúmaði allt sem þarf og það er ágætt að sofa í honum.
Jóhann Garðarsson í Hveragerði gerði við flest allt sem aflaga fór á meðan ég átti hann, setti meðal annars þetta töffarpúst, sem líklega er undir honum enn, án þess að spyrja mig álits. Undir það síðasta var hann of mikið hjá Jóa svo við urðum að skilja .
Góðar stundir með góðum grip.
Ef þú lætur hann frá þér einhvern tímann þá máttu láta vita, hingað, austur yfir fjall.
Kveðja
Ari á Þurá