Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Kobbi kleina

Pages: [1] 2
1
Almennt Spjall / Stanga myndir
« on: September 22, 2007, 01:03:06 »
...að detta þetta í hug..... :roll:

2
Almennt Spjall / Bruni á Selfossi
« on: June 23, 2007, 22:32:48 »
BGS = BOGUS !!

3
Almennt Spjall / Bruni á Selfossi
« on: June 22, 2007, 22:54:59 »




4
Almennt Spjall / ,,Brunabílar" við Skemmuveginn ...
« on: June 22, 2007, 22:39:03 »
Ok takk....hinn þráðurinn hafði farið fram hjá mér

5
Almennt Spjall / ,,Brunabílar" við Skemmuveginn ...
« on: June 22, 2007, 21:41:16 »
Var að keyra Skemmuveginn í dag og rakst á þessa og reif upp cameruna.
Hvað gerðist ??
Í hvaða ástandi voru þeir þegar þetta gerðist og er þetta nýskeð?





6
BÍLAR til sölu. / BMW 318i til sölu
« on: April 20, 2007, 22:15:44 »
Árgerð 1988.Farinn að þreytast og gæti hentað til niðurrifs, já eða uppgerðar....vélin í fínu standi og hefur ekki slegið feilpúst, tekin upp fyrir 3 árum. Margt gott í honum, en margt farið að slappast.

Fer á skít og kanil.

7
...annars er þetta nú KVARTmílan, svo að maður má nú kvarta aðeins!   :shock:

8
Takk fyrir þessa nákvæmu útlistingu á öllum þínum aðstæðum og fjölskylduhögum...en þetta eru náttúrlega upplýsingar sem hinn venjulegi áhugamaður hefur ekki þegar hann er að koma sem áhorfandi á keppni. Hann ætlast til að fá sitt fyrir sinn snúð. Annars tel ég að ég hafi komið mínu fram hérna og læt máli mínu lokið.
Einarak... skál!  :wink:

9
Það síðasta sem ég vildi að þessi pistill minn myndi orsaka var eitthvað hávaðarifrildi...mig langaði bara að benda á þessa hluti sem mér fannst að betur mætti fara. Vonandi bara fara menn að taka sig á og bjóða fram aðstoð sína við keppnir hér eftir, til að gera þær betri fyrir manninn á götunni, eins og mig  :wink:

10
Það er oft lenska að þegar maður bendir á eitthvað sem betur mætti fara þá  er viðmótið þetta: "Jájá, fyrst að þú ert svona merkilegur með þig og getur allt best, viltu þá ekki bara gera þetta sjálfur???" Ég hef engan áhuga á því. Ég er bara að benda á það sem mér finnst að betur mætti fara með hagsmuni hins almenna áhorfanda í huga. Ég er bara gaur utan úr bæ sem hefur nettan áhuga á mótorsporti og langar að mæta á einstaka keppnir og njóta þess að vera áhorfandi. Finnst undarlegt að sumir skuli taka því svona illa. Er enginn metnaður hjá umsjónarmönnum keppnanna til að bæta sig, gera keppnina aðgengilegri fyrir meðaljóninn og í framhaldi fá fleiri áhorfendur og um leið meiri nýliðun í kvartmíluna? Það hlýtur að vera keppikefli mótshaldara.

11
Almennt Spjall / Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« on: July 24, 2006, 21:33:01 »
..." en nennir ekki að gera það sjálft"??? hvers vegna ætti ég að vilja gera það sjálfur? Það er alltaf þannig að þegar maður bendir á eitthvað sem amnni finnst að betur mætti fara, þá er mórallinn þessi: " Jájá...finnst þú ert svona merkilegur með þig og getur allt best....viltu þá ekki bara gera þetta sjálfur???" Ég hef engan áhuga á því! Ég er bara gaur utan úr bæ sem hefur nettan áhuga á kvartmílu...hef áhuga á að njóta þess að vera áhorfandi...það verða einhverjir að vera í þeim sporum ekki satt? Annars er þessi umræða undir sér þræði hérna...legg til að menn einbeiti sér að þeim þræði.

12
Já ekkert mál elsku kallinn minn...ég skil þetta mætavel. Gerði mér ekki grein fyrir þessu í fyrstu, að það væri svona mikill skortur á fólki. Það útskýrir náttúrulega hvers vegna málum er háttað eins og ég hef tíundað hér undanfarið

13
Ég var nú að vonast til að fá aðeins málefnalegri svör en virðuleg Sara gaf þarna áðan....einkar barnalegt svar fannst mér, en "hressandi" nýyrði þarna í restina. Ég er bara að tala sem hinn almenni áhugamaður um kvartmílu. Ég hef ekki áhuga á að vinna við keppnina, heldur hef ég áhuga á að borga mig inn og njóta þess að vera áhorfandi. Það verða jú einhverjir að vera í þeim sporum ekki satt? Eða hvað?
    Og sem hinn almenni, borgandi áhorfandi vil ég fá að vita meira um hvað er að gerast hverju sinni? Ég er ekkert með allar reglur og allt á 100% hreinu, því vil ég fá að vita hvað er að gerast hverju sinni. Eina sem maður fær eins og staðan er í dag, er að sjá tvo bíla koma á brautina...brúmm....svaka viðbragð og þeir eru farnir og vinstri braut vann. Og hvað þýðir það?  Hvað gerist svo næst? Hvernig er staðan?

14
haha...góður! ;) Málið er leyst

15
Ég er bara að tala sem algerlega utanaðkomandi áhugamaður, sem þekkir innviði klúbbsins ekki neitt. Er ekki meðlimur í kvartmíluklúbbnum og hef bara gaman af að skreppa á keppni einstaka sinnum. Vissi ekki af því að þið glímduð við slíka manneklu og sökum hennar er gagnrýni mín kannski ósanngjörn að einhverju leyti.  En það breytir því ekki að þessir hlutir þyrftu að lagast.

16
Ég var nú ekki að meina það að ég, eða hver sem er gæti gert betur eða að núverandi þulur ætti að hætta. Heldur bara það að hún mætti gera ögn betur. Og þar sem ég er eiginlega einn af þeim sem ég nefndi í pistlinum, sem er bara hinn almenni áhorfandi og áhugamaður er ég ekki viss um að ég myndi standa mig sem hönnuður og framleiðandi slíkra bæklinga. En ég gæti svo sem skoðað málið, ha  :wink:

17
Ég setti þennan pistil minn sem svar, í annan þráð hér á spjallinu, en mig langar að koma þessu betur á framfæri svo að ég skutla þessu hingað líka:
    "Mér finnst vera margt sem betur mætti fara á keppnum undanfarið. Fyrr í sumar var keppni þar sem tafir voru mjög miklar og upplýsingastreymi til áhorfenda var ekkert. Enginn vissi eftir hverju var verið að bíða, nema ættingjar keppenda sem gátu farið og spurt þá sjálfa hvað væri um að vera. Aðrir, sem ekki voru í þeim sporum máttu bara bíða...án þess að vita hvers vegna. Og það er ekki skemmtilegt.
    Mér finnst þulur keppnanna ekki vera að standa sig í að koma upplýsingum til áhorfenda, eins og t.a.m. í dæminu sem ég nefndi hér á undan. Einnig þegar keppnistæki voru að koma upp á braut, þá fannst mér vanta upplýsingar um hvað var að gerast. Hverjir voru að koma, um hvað voru þeir að keppa, hvaða umferð var þetta os.frv. Loks, í þau fáu skipti þegar þulur kom einhverjum upplýsingum frá sér, þá var það þegar bílarnir voru komnir upp á braut og byrjaðir að hita upp fyrir rönnið, og ekki nokkur maður heyrði múkk. Það á ekki að vera þannig að aðstandendur keppna geri ráð fyrir að þeir sem eru mættir til að horfa viti allt um alla, séu persónulegir vinir keppenda...þekki allar reglur og viti nákvæmlega hvað sé að gerast. Viljum við ekki fá fleiri áhorfendur? Það verður engin nýliðun meðal áhorfenda sé þetta svona....enginn nennir að koma til að horfa bara og vita ekkert hvað er að gerast. Til að laða að folk verður þetta að breytast.
    Annað langar mig að nefna. Það myndi gera upplifunina af keppninni miklu skemmtilegri fyrir alla áhorfendur ef t.d. væri gefinn, með þúsund króna miðanum, lítill bæklingur með upplýsingum um keppendur og keppnistæki o.fl. Þetta þarf ekki að vera flókið. Samabrotið A4 blað með fyrrnefndum upplýsingum. Auk þess þarf þetta ekki að vera dýrt, tæknin til að framkvæma þetta er til staðar nánast á hverju heimili nú til dags."
Með kveðjum og vonum um bót og betrun...
Jakob Jónsson

18
Almennt Spjall / Nokrar myndir frá kvartmílunni í dag 22.07
« on: July 24, 2006, 00:16:32 »
Já mér finnst vera margt sem betur mætti fara á keppnum undanfarið. Fyrr í sumar var keppni þar sem tafir voru mjög miklar og upplýsingarstreymi til áhorfenda var ekkert. Enginn vissi eftir hverju var verið að bíða, nema ættingjar keppenda sem gátu farið og spurt þá sjálfa hvað væri um að vera. Aðrir, sem ekki voru í þeim sporum máttu bara bíða...án þess að vita hvers vegna. Og það er ekki skemmtilegt.
   Mér finnst þulur keppnanna ekki vera að standa sig í að koma upplýsingum til áhorfenda, eins og t.a.m. í dæminu sem ég nefndi hér á undan. Einnig þegar keppnistæki voru að koma upp á braut, þá fannst mér vanta upplýsingar um hvað var að gerast. Hverjir voru að koma, um hvað voru þeir að keppa, hvaða umferð var þetta os.frv. Loks, í þau fáu skipti þegar þulur kom einhverjum upplýsingum frá sér, þá var það þegar bílarnir voru komnir upp á braut og byrjaðir að hita upp fyrir rönnið, og ekki nokkur maður heyrði múkk. Það á ekki að vera þannig að aðstandendur keppna geri ráð fyrir að þeir sem eru mættir til að horfa viti allt um alla, séu persónulegir vinir keppenda...þekki allar reglur og viti nákvæmlega hvað sé að gerast. Viljum við ekki fá fleiri áhorfendur? Það verður engin nýliðun meðal áhorfenda sé þetta svona....enginn nennir að koma til að horfa bara og vita ekkert hvað er að gerast. Til að laða að folk verður þetta að breytast.
   Annað langar mig að nefna. Það myndi gera upplifunina af keppninni miklu skemmtilegri fyrir alla áhorfendur ef t.d. væri gefinn, með þúsund króna miðanum, lítill bæklingur með upplýsingum um keppendur og keppnistæki o.fl. Þetta þarf ekki að vera flókið. Samabrotið A4 blað með fyrrnefndum upplýsingum. Auk þess þarf þetta ekki að vera dýrt, tæknin til að framkvæma þetta er til staðar nánast á hverju heimili nú til dags.
   Með kveðjum og vonum um bót og betrun...
Jakob Jónsson

19
Bílarnir og Græjurnar / Bíllinn er að skríða saman..
« on: July 12, 2005, 19:02:58 »
Djöfull ertu að gera gamla djásnið mitt glæsilegt!!  :D

20
Almennt Spjall / Tempest forvitni
« on: November 29, 2004, 19:17:15 »
Takk fyrir upplýsingarnar

Pages: [1] 2