Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - GunniCamaro

Pages: [1] 2 3 ... 14
1
Vantar millikassa aftan á Chevy 4L60 sjálfsk. úr litla Blazer, stóra Blazer og Surburban.
Uppl. í síma 8212811 Svavar

2
Vill einhver skipta á lítið notuðum K&N 14" lofthreinsara úr 4" í 3" ? þarf að minnka við mig, uppl. í s. 8980575 Gunni Camaro

3
Almennt Spjall / Re: Hringakstursbraut og ökugerði
« on: October 21, 2014, 19:48:19 »
Takk fyrir þessar upplýsingar, núna skil ég þetta betur.

4
Almennt Spjall / Re: Hringakstursbraut og ökugerði
« on: October 21, 2014, 15:05:46 »
Frábært, kominn tími til, kannski tvær spurningar : 1) í fréttinni á mbl.is : http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/21/ny_braut_i_hrauni/
segir "Ingólf­ur Arn­ar­son, formaður Kvart­mílu­klúbbs­ins, seg­ir að með til­komu nýju braut­ar­inn­ar verði fé­lag­ar klúbbs­ins ekki jafn háðir veðrinu og þeir eru nú" hvað á hann við ?
2) Ég er ekki alveg að átta mig á myndinni, er kvarm. br. beinni kaflinn eða hvar ?

5
Bílarnir og Græjurnar / Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
« on: July 23, 2014, 15:03:27 »
Þetta er flott hjá þér, þú ert að færast nær endapunktinum í bíladellunni þar sem þú ert með hálfbróðir Camarosins og vantar bara að eignast "aðalbróðirinn"  :D

6
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Gamall Firebird
« on: February 18, 2014, 10:13:12 »
Þessi Firebird er merkilegur fyrir þær sakir að vera upphaflega með "Sprint OHC" línu sexu sem var svo sem ekkert sérstaklega merkileg nema þessi tilraun John Deloren hjá Pontiac með OHC heitari ás og fjögurra hólfa blöndung en hestöflin voru svo sem ekki mörg, 207-230 þessi þrjú ár (1967-69) sem þessi vél var framleidd en beinskiptur OHC Firebird átti víst að ná háum 14 sek. á mílunni.
Þessi tiltekni bíll var lengi hérna á götunni í denn og ég spyrnti við hann á gamla 69 Camaroinum mínum með línusexu og beinaður í gólfi og drullutapaði fyrir honum en það var víst eitthvað vandamál með þessar OHC vélar, hvort að knastásarlegurnar entust eitthvað stutt en allavega hvarf þessi bíll af götunum upp úr áttunda áratugnum.
Mér fannst þessi bíll alltaf svolítið spes enda fyrir utan þessa vél var hann beinskiptur (4. gíra?) með læst drif og diskabremsur, ef vel er rýnt í myndirnar minnir mig að á húddinu standi "Overhead camshaft" og mér skilst að núverandi eigandi sé kominn aftur með OCH vélina í hendurnar, það væri gaman ef þessi vél rataði aftur í bílinn og hann sæist fljótlega aftur á götunni.

7
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Chevelle og Camaro
« on: January 16, 2014, 10:01:20 »
Til hamingju feðgar, gaman að sjá að það sé að komast skriður á málið, svona "father and son" uppgerð, það eru nokkrir annarrar kynslóðar Camaro í uppgerð m. a. tveir aðrir ´71 bílar sem ég veit um.

P.S. einhverjar hugmyndir sem þið feðgar viljið láta upp t. d. innrétting, litur, útlit og/eða vél og kassi ?

8
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: 1968 Camaro - R30735
« on: November 29, 2013, 14:21:48 »
Þessi er alveg æðislegur, svona "meit in sveitin in Iceland" kostulegt hvað menn hafa verið frumlegir, en það hlýtur einhver að muna eftir þessum bíl þar sem hann er svo áberandi, ég man ekki eftir honum.

9
Varahlutir Til Sölu / Er að rífa 4x4 Chevy Astro 1992
« on: August 15, 2013, 12:38:09 »
Svavar vinur minn er að rífa 92 árg. af Chevy Astro, tjónaður eftir veltu, vél, sjálfskipting o. fl. til sölu selst ódýrt, s. 8212811

10
GM / Re: Manual kassi fyrir 327?
« on: June 18, 2013, 12:49:45 »
Svo ef drengurinn er svaka blankur að þá er spurning um  þriggja gíra kassa, þetta var hér í gamla daga í öðrum hverjum bíl, það hlýtur einhver að eiga einn svoleiðis út í horni með skiptinum á góðu verði, þeir eru allt í lagi til að byrja með, hressir 327 vélina við með honum og þegar drengurinn hefur efni að fá sér fjögurra gíra kassa passar hann beint í.

11
Almennt Spjall / Re: Geymlsa?
« on: May 08, 2013, 12:27:42 »
Einhvern tímann las ég að í langtímageymslu væri gott að tjakka bílinn upp og láta hann ekki standa í hjólin og losa upp á ventlagormum og taka vatnið af honum svo kælikassar tærðust ekki og koma þunnri olíu inn í strokkana og snúa aðeins.

12
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: 1967-1969 Camaro
« on: April 09, 2013, 17:29:56 »
Heyrðu Árni, það á víst að vera annar 68 Camaro á Suðurnesjum í uppgerð, veist þú eitthvað um þann bíl ?

13
Það er nefninlega frekar fúlt að menn geta, í sumum Chevy gerðum og meira að segja á milli árgerða, ekki séð hvort að bíllinn sé SS eða ekki nema að hafa upprunalegu vélablokkina, upprunalegu nótuna yfir kaupin ( vindow sticker) eða build sheet.
Ef allt þetta er glatað eru samt nokkur atriði sem eru í SS bílum, t. d. diskabremsur að framan (upp úr 69) 12 bolta hásing og SS húdd.
Svo er stundum eitthvað öðruvísi og eitt af því í Chevelle er að SS bíllinn er með tveimur kringlóttum mælum en ekki þeim ílanga og er þetta atriði það sem menn sleppa oftast eða klikka á þegar verið er að "búa" til SS Chevelle.

14
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: 1967-1969 Camaro
« on: March 18, 2013, 10:07:58 »
Ég hélt að greinin mín um sögu Camaro sem var hér á spjallinu væri týnd en svo fann ég hana, datt í hug að setja krækju á hana : http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=17759.0
Ég þarf reyndar að uppfæra hana en það er aðalega um nýja Camaroinn.

15
Svipað vandamál hjá mér, hvað var að ?

16
Alls konar röfl / Re: Barracuda 67 merkilegt vídjó
« on: January 29, 2013, 11:02:41 »
Strákar, þetta er alveg frábært "vídó" í tvennum skilningi, í fyrsta lagi, gaman að sjá þessa Barracudu á ferðinni, þetta er þá væntanlega alveg nýr bíll og þið þarna Cútufræðingar, fyrst hann er með krómrista á húddinu hlýtur þetta að vera eitthvað spec, kannski S-cuda ?
Í öðru lagi er gaman að sjá hvað Borg óttans er sakleysileg og margt breyst og svo er annað "vídó" þarna með Station Dodge (hvaða?) og vinstri umferðin við lýði og skondið að sjá hvað Kringlumýrarbrautin er stutt, endar við Hamrahlíðina.

P.S. svo ég bendi nú á allt annað, að þá er þarna líka merkilegur Vídeóstubbur með svifnökkva sem kom hingað 1967 og ég man eftir honum en stórhuga menn voru með hugmyndir um að nota hann á milli Rvíkur og Akranes og ég held að þetta sé í eina skiptið sem svona stórt tæki hefur komið til lands en það var hætt við hugmyndina.

17
Gaman að þessu, má eitthvað upplýsa um hugsanlegt útlit, útfærslur og/eða vélbúnað ?

18
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Hvítur Camaro 1970.
« on: November 22, 2012, 12:57:27 »
Skondið að sjá myndir af þessum, þetta er einn af þessum "Íslensku RS" Camaro en menn hafa í den væntanlega séð original RS bíl með stuðarahornunum og framstæða grillinu og bara sagað heila framstuðarann í sundur og verið þá komnir með "Íslenskan RS" Camaro

19
GM / Re: 1969 Chevrolet Liquid Tire Chain
« on: November 21, 2012, 10:44:06 »
JAAÁÁ....skondin uppfinning, mér skilst að það hafi meira að segja komið Impala í sölunefndina með svona búnað og menn hafi klórað sér í höfðinu yfir þessu og ekki fattað hvað þetta væri.

20
Almennt Spjall / Re: Dreifing á Mótor & Sport
« on: November 16, 2012, 09:23:43 »
Til hamingju Hálfdán, gaman að það skuli vera komið íslenskt bílablað á markaðinn, svo hef ég eitthvað að lesa heima við, ekki fer ég langt á bílunum mínum.

Pages: [1] 2 3 ... 14