4
« on: December 07, 2008, 20:09:41 »
Hæ ,ég heiti Harri og bý á Flúðum. Ég á þennan Ford LTD sem er 70módel og var á Djúpavogi. Ég keypti hann 96 í Kópavogi af strák sem var að flytja til Noregs en vélin var stödd á Djúpavogi og bróðir stráksins sem ég keypti bílinn af átti að senda mér vélina ásamt fleira dóti sem átti að fylgja bílnum,en hún er ókomin enn. En þökk sé kreppunni að nú hafi ég tíma til að gera bílinn upp. Á þeim tíma sem ég keypti bílinn voru margir sem vildu fá mótorinn í jeppa en ég lofaði fyrra eiganda að bíllinn yrði gerður upp og vélin færi í bílinn.
Væri ég mjög ánægður ef ég fengi upplýsingar um hvar ég gæti nálgast vélina.
Með kveðju
Harri Ford