Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Hognir

Pages: [1]
1
BÍLAR til sölu. / 1966 Mustang Coupe
« on: June 27, 2012, 19:04:53 »
Góðan dag,

Ég er ætlaði að athuga áhuga á bílnum mínum. Mér liggur akkúrat ekkert á að selja hann, ég vildi bara sjá hvort að það sé áhugi fyrir honum og þá er ég til í að selja hann ef ég fæ tilboð sem mér líkar.

Bíllinn var fluttur inn árið 2007. Hann er EKKI ekta GT350. Hann er með 289 2V. Hann er líka skráður sem 1965 (ekki hugmynd afhverju það er) en VIN númerið byrjar á 6 sem þýðir að hann var framleiddur 1966 svo ég er 100% viss um að hann sé 1966. Þegar ég keypti hann var greinilega tiltölulega ný búið að sprauta hann og setja þessa límmiða á (GT350 límmiðana og rendurnar). Það lítur út fyrir að vélasalurinn hafi verið sprautaður á sama tíma. Hann er með cobra dress upp kitt á vélinni eins og sjá má á myndunum. Ef það á að fara eftir mælinum á honum þá er hann keyrður rúmlega 100.000 mílur þar sem mælirinn fór yfir 99.999 fyrir stuttu. Man ekki í hverju hann stendur núna en það er ekki yfir 1000 (400 og eitthvað minnir mig).

Bíllinn er í mjög góðu standi og er ný búið að skipta um hjólalegur að framan, stýrisenda öðrum megin að framan, spyrnur að framan, ný fjöðrun sett í allan bílinn og svo var keyptur nýr alternator 2007 sem var settur í sama ár.

Hann stekkur í gang og það er ekki að finna neitt að við akstur.

Hérna er hægt að finna myndir :

http://s1138.photobucket.com/albums/n530/hognirunar/

Ég skoða bara skipti á ódýrari og pening á milli eða slétt skipti. Langar lang mest í '87-'99 Austin Mini en er líka til í að skoða nýlegri bíla. Skoða ekki skipti á mótorhjólum/fjórhjólum eða öðru slíku, bara bílum. Skoða EKKI skipti á dýrari. Annars bara peninga tilboð

Ég get líka tekið fleiri myndir af bílnum ef þess er óskað.

Verðhugmynd: Var að vonast eftir að fá í kringum 2.000.000- fyrir hann en er alls ekki fastur á því. Bara gera tilboð

Sendið mér tilboð í PM eða hér eða hringið/sms-ið í síma 866-5186

2
BÍLAR til sölu. / Re: Óska eftir skiptum/til sölu '97 Mazda 323
« on: October 23, 2011, 22:56:02 »
ttt

3
BÍLAR til sölu. / Óska eftir skiptum/til sölu '97 Mazda 323
« on: October 15, 2011, 02:42:26 »
Ég vildi athuga hvort að ég gæti fengið slétt skipti á þessum bíl:

Þetta er semsagt 1997 Mazda 323LX, brúnn. Hann er 73 hestöfl.

Bíllinn hefur alltaf verið smurður á réttum tíma og það fylgir smurbók frá upphafi bílsins. Það var einnig skipt um tímareim í 100.000km. Það eru nýjir klossar og diskar að framan, ásamt nýjum hjólalegum að framan. Það kom líka gat á hvarfakútinn og pústurörið svo við létum gera við allt pústið á verkstæði. Þá var settur nýr kútur í og nýtt rör.

Fjöðrunin er ekkert alveg upp á sitt besta, en maður finnur ekkert fyrir því þegar það eru 2-3 í bílnum, en hann verður hinsvegar svoldið þungur þegar það eru komnir 4-5 í bílinn. Það er samt ekkert sem var sett útá þegar bíllinn fékk skoðun 2012.

Það mætti líka fara að huga að því að skipta um bremsuborða og dælur að aftan, en það er alls ekkert sem hrjáir í akstri núna. Bíllinn bremsar mjög vel.

Handbremsan virkar líka mjög vel, en hún á stundum erfitt með að sleppa. Maður finnur ekkert fyrir því í akstri, en stundum eftir að það er nýbúið að nota handbremsuna, þá heyrist stundum örlítið ískur þegar maður bakkar hægt.

Ég er líka nokkuð viss um að hann leki örlitlu bensíni. Ef bíllinn stendur í 1-2 daga þá er stundum lítill blettur undir bílnum.

Það er ekki hægt að læsa bílnum bílstjóramegin. Lykillinn gengur inn í skránna en ekkert gerist þegar maður snýr lyklinum. Samlæsingin virkar hinsvegar alveg 100% en það þarf að læsa bílnum farþegamegin.

Bíllinn er reyklaus og erum við þriðju eigendur bílsins. Bíllinn hefur bara verið notaður í dags daglegan akstur.

Það er ekkert mál að fá að skða bílinn. Ég er alltaf við símann, en kýs þó frekar að fá send SMS, þar sem ég er í háskóla og er mjög oft í tíma á daginn.

Myndir - http://s1138.photobucket.com/albums/n530/hognirunar/

Ég vil fyrst og fremst reyna að fá slétt skipti á 4x4 bíl, annars er verðhugmyndin 300 þús, ekkert fast

Högni - 866 5186

4
BÍLAR til sölu. / Honda Civic 2001 Til sölu
« on: August 07, 2008, 10:38:39 »
ég er að selja þessa hondu hérna.

Hún þarfnast viðgerðar hér og þar. alveg fullkominn skólabíll.

þetta er 1500 vtec

Hann fer á 250þús.

Hafið samband : hogni69@hotmail.com


5
BÍLAR til sölu. / Mustang 1966 til sölu
« on: August 05, 2008, 20:31:50 »
Hæbb

Ég er að selja þennan rosalega flotta Ford Mustang 1966. Ég flutti hann inn í september í fyrra og ég er búinn að keyra hann reglulega. Það eru 98þúsund og einhvað margar mílur á honum (veit ekki hvort að það sé rétt eða ekki)

Hann er með uppgerða 289 2V vél.
Ég er með vin númerið hérna og útskýringarnar á því :

6R07C154982
65A T 25 18A 71   6 6

6       - 1966
R       - San Jose, California
07      - Hardtop
C       - V8 289 2V
154982  - Consecutive unit number

65a - 2 door Hardtop with Standard bucket seats
T - Candyapple Red
25 - Red w/ red trim
18a - 18. January
71 - Los Angeles
6 - 2.80:1 (rear axle code)
6 - c-4 auto trans

Ég held að myndir lýsa honum bara best. Fyrir áhugasama þá er ég með fleirri myndir, að innan og undir húddið
Ef það eru einhverjar spurningar um bílinn, þú vilt sjá hann, prufa hann eða einhvað ekki hika við að hafa samband við mig : hogni69@hotmail.com


Pages: [1]