Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Bjarni Ben

Pages: [1]
1
Aðstoð / Olíuhæð í TH400 skiptingu
« on: December 14, 2008, 18:55:36 »
Er í smá basli vegna þess að ég á ekki rétta kvarðann í skiptinguna hjá mér.
Þetta er TH 400 skipting, á einhver auka svona kvarða og rör, eða þá ef einhver á svona skiptingu, í notkun, væri þá viðkomandi til í að stinga einhverju löngu og mjóu ofaní rörið hjá sér þangað til það stoppar í pönnunni og segja mér þá hvað olían nær hátt uppá þetta langa og mjóa  :)

Það væri alveg geggjað, finnst svoldið óþægilegt að vita ekki nákvæmlega hvað á að vera mikið á skipingunni  :???:

2
Varahlutir Óskast Keyptir / Kvarði og/eða kvarðarör í TH400
« on: December 14, 2008, 18:54:35 »
Er í smá basli vegna þess að ég á ekki rétta kvarðann í skiptinguna hjá mér.
Þetta er TH 400 skipting, á einhver auka svona kvarða og rör, eða þá ef einhver á svona skiptingu, í notkun, væri þá viðkomandi til í að stinga einhverju löngu og mjóu ofaní rörið hjá sér þangað til það stoppar í pönnunni og segja mér þá hvað olían nær hátt uppá þetta langa og mjóa  :)

Það væri alveg geggjað, finnst svoldið óþægilegt að vita ekki nákvæmlega hvað á að vera mikið á skipingunni   :???:

Verð í símasambandi eftir fimmtudag í 8470011.

3
Aðstoð / Re: VW felgur undir Subaru
« on: October 31, 2008, 23:13:53 »
hehe:)

Er held ég búinn að finna það út að golf og bora kringum 2000 eins og þessi sem ég var að spá í felgurnar undan eru með5/100 eins og súbbinn,

þá vantar mig bara nafastærðarmálið:)

4
Aðstoð / VW felgur undir Subaru
« on: October 31, 2008, 19:17:10 »
Sælir drengir, er með eina spurningu sem hefur nú ekkert V8 eða þvíumlíkt að gera.
Ég var að spá í að versla mér felgur sem að voru undir VW golf, sirka árg 2000 og skella undir subaru imprezu '98 sem ég á. Ég þykist vita að gatadeilingin passar, og þá vantar mig bara að vita hvort það geti verið að miðjan á felgunni passi ekki á milli bíla?

Þetta eru ekki orginal VW felgur að vísu, en ég er bara að meina að er miðjan á þýskaranum hugsanlega minni heldur en á súbbanum, þannig að ef felgan passar akkúrat á fólksvagninn að það geti þá verið að hún komist ekki undir súbbann?

kv. Bjarni

5
Almennt Spjall / Er að leita að Orginal subaru GT kit
« on: October 31, 2008, 00:07:31 »
Var að spá í að fríkka pínu uppá '98 súbarú sem ég á, og veit að það eru ansi margir Gt bílarnir sem eru búnir að setja ægilega mikið af einhverju fíneríi á bílana sína og látið orginal dótið fjúka í staðinn...

Einhver sem hefur hugmynd hvar maður gæti nálgast svona kit? trúi því varla að þessu sé bara hent
Mest væri gaman ef einhver vissi um orginal turbo stuðara lika svona uppá grín, en þetta má ekki kosta mikið svosem.

Endilega ef einhver hefur hugmynd, ég er til í að skoða allt

6
Aðstoð / Re: Olíukvarði í th400
« on: August 03, 2008, 00:16:09 »
fattaði loksins að þetta hét dipstick á ensku og fann þetta þá að sjálfsögðu strax :) takk fyrir hjálpina :)

7
Aðstoð / Olíukvarði í th400
« on: August 01, 2008, 22:00:50 »
Sælir drengir

Mig sárvantar olíukvarðann í sjálfskiptinguna í willysnum mínum, og mér gengur ekkert að finna þetta á netinu.
Einhverjar hugmyndir eða ábendingar um hvar ég gæti fengið nýjan kvarða keyptan?


8
Aðstoð / Re: Tjónabílar
« on: August 01, 2008, 21:57:33 »
Ég hugsa að með þetta gildi það sama og ef þú flytur inn bíl sem er skráður Tjónabíll, að ef þú lætur ekki skoða hann og votta sem "aftjónaðan" strax innan hálfs mánaðar, eins og þú segir að þetta sé ef þú lendir í tjóni hér, þá þarftu að láta skoða hann hjá skoðunarstöð og fara í mikið vesen. Ef ég man þetta rétt þá gagnast lögfræðingur þér lítið og síst þá að kæra, það gilda ákveðnar reglur um hvað þú þarft að gera til að aftjóna bílinn og það verður að uppfylla þær til að þetta gangi. Það hlýtur að vera einhver sérfæðingur uppí umferðarstofu sem er með þetta á hreinu, nema þá þú þekkir einhvern sem hefur verið að flytja inn tjónabíla, þá gæti verið gagnlegt að spyrja þann

9
Almennt Spjall / Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« on: February 20, 2008, 12:44:56 »
Er það ekki bara þannig að ef þú vilt ekki vera kallaður fæðingarhálfviti fyrir að segja það sem þér finnst, þá einfaldlega kallaru ekki einhvern annan fæðingarhálfvita fyrir það sem honum finnst...
Mér finnst ég hafa lært þetta einhverntímann mjög snemma í barnaskóla og var sagt meira að segja að þetta héti Gullna reglan.... einhverjir fleiri sem muna eftir því*? ég get ekki séð annað en að hún gildi hér líka...

En svo er eitt sem mér dettur í hug, að fá að tengjast þjóðskránni með spjallið og gera það að verkum að menn geta ekki skráð sig nema setja kennitöluna sína við innskráningu, þá eru menn einfaldlega neyddir til þess að skrifa undir nafni, því stjórnendur vefsins vita alltaf hver þú ert.

Ég er allavegana þeirrar skoðunar að það skiptir öllu máli að menn skrifi undir nafni, sama hvað það er, því þá einfaldlega segðu menn síður það sem þeir myndu ekki segja framan í viðmælendur sína.

Það myndi líka gera það að verkum að ef maður er bannaður eftir ítrekaðar meiðyrðasendingar þá getur maður ekkert skráð sig aftur, því maður hefur jú bara eina kennitölu.
Er alfarið sammála Ragnari að það ætti að banna menn sem ekki taka sönsum eftir að hafa fengið áminningar, því það er ekki neinum til góðs að hafa hér inni fólk sem ekki getur hamið sig fyrir aftan lyklaborðið.

Og ég heiti Bjarni Benedikt Gunnarsson og ég hef alltaf rétt fyrir mér, en reyni þó með fremsta megni að láta þá sem ekki sjá að ég hef rétt fyrir mér í friði með það.  :lol:

10
Aðstoð / skiptingin ónýt eða hvað?
« on: January 30, 2008, 20:46:37 »
Hvað gerir þessi vakúm slanga og hvar er best að tengja hana?

Og ef að mér finnst skiptingin ekki fara í efsta þrepið er þá eini möguleikinn í stöðunni að hún sé að gefa sig? :?

11
Aðstoð / skiptingin ónýt eða hvað?
« on: January 16, 2008, 20:14:33 »
Ég talaði við þá á ljónsstöðum og þeir sögðu mér að ég þyrfti engan sérstakan rofa, bara einhvern on off rofa, dettur ykkur í hug búið sem ætti svona rofa sem getur hreyfst með gjöfinni en sendir ekki straum nema maður gefi nóg inn?

12
Aðstoð / skiptingin ónýt eða hvað?
« on: January 16, 2008, 09:01:11 »
takk kærlega Frikki, en dettur ykkur einhver hér á landi í hug sem gæti selt mér þetta, væri snilld að geta reddað þessu fyrir helgina :)

13
Aðstoð / skiptingin ónýt eða hvað?
« on: January 15, 2008, 23:15:41 »
snillingur ertu, en þarf ég þá að setja takka undir bensíngjöfina eða hvað, og er þetta einhver sérstakur takki eða hvað og hvað með punginn?

14
Aðstoð / skiptingin ónýt eða hvað?
« on: January 15, 2008, 22:47:19 »
Ég er með skiptingu í willys sem ég veit ekki betur en að sé 400 skipting og ég hef ekki hugmynd um árgerð, en ég veit ekki hvernig ég læta hana skipta sér niður , á að vera svokallaður pikk barki, eða hvað? það eina sem ég veit að þessi barki er ekki á skiptingunni núna, og ef hann er ekki er þá mikið mál að setja hann á? ég veit nákvæmlega ekkert hvernig sjálfskiptingar virka og ég væri voðalega glaður ef einhver fróður vildi uppfræða mig um þetta.

Það eina sem ég veit er að mér finnst skiptingin skuggalega lík þessari hérna:


á þessari mynd sést líka koma slanga út úr skiptingunni, með pungi, hvað á ég að gera við hana?

já og ef einhver á auka kvarða í svona skiptingu þá endilega látiði mig vita, mig vantar kvarðann

Bjarni Ben

Pages: [1]