þetta er sami bíll og þú er að tala um
Dodge Carry All ½ ton 1940
Þessir bílar eru með 6 sílindra flathedd vél, 4ra gíra kassa og einföldum millikassa þ.e. ekki lágt drif. Þennan bíl keypti Ingólfur af Norska herliðinu í Reykjavík í september 1945. Nokkrir Norskir hermenn höfðu þá tekið hann í leyfisleysi og farið út að skemmta sér og fengið heldur mikið af óþekktum vökva og ökuferðin endaði út í skurði, þar lenti bíllinn á stórum steini og einnig símastaur. Ástand bílsins var þá þannig að framhásingin var laus og lá langsum undir bílnum, annað grindarhornið að framan mikið bogið og efri endinn á staurnum sem hékk í vírunum hafði lamið bílinn að aftan. Þarna keypti Ingólfur bílinn og flutti hann á verkstæði Sveins Egilssonar við Hlemm, en Ingólfur vann þar þá, þegar bíllinn hafði staðið nokkra daga á planinu hjá verkstæðinu fóru að hverfa úr honum ýmsir lauslegir hlutir m.a. báðar hurðirnar og dekkin, kom þá í ljós að þarna voru að verki íslendingar að redda sér varahlutum af því þeir héldu að herinn ætti bílinn en þegar þeir fréttu að Ingólfur væri eigandinn þá fóru hlutirnir að skila sér aftur, það kom allt nema önnur hurðin og það gekk meira að segja eitthvað af. Ingólfur byrjaði strax að gera við hann og var fljótlega farinn að aka honum, í fyrstu á 20" felgum og dekkjum af gamla Ford. Þegar þau Ingólfur og Kristbjörg fluttu norður um vorið ´46 fylgdi gamli Dodds auðvitað með, hann var þá eini fjórhjóladrifni fólksflutninga bíllinn í sveitinni og lenti þess vegna í mörgum slarkferðum í misjöfnu veðri og færð. Hann var í fullri notkun fram undir 1970 en síðan hefur hann átt náðugri daga og hann er nú í því ástandi sem hann var í þegar hætt var að nota hann, en hann var málaður og snyrtur að innan í kringum 1993. Þess má geta að reikningarnir og tollskýrslan er til frá því að Ingólfur keypti bílinn.
http://ystafell.is/default.asp?sid_id=31344&tre_rod=001|004|&tId=1