Jæja, ég á ford Mustang GT Premium árgerð 2003
bíllinn er sagður vera Bullit, og 100 ára afmælistýpa eins og svo margir fordar urðu á hundraðasta ári Ford sem bílaframleiðandi..
anuhow. þá langar mig að komast að því hvort bíllinn sé það í raun og veru.
hann hefur allt sem bullit bíllinn hefur, semsagt. Copru skópin á hliðunum, stærra húddskóp en orginal GT bíllinn er með.
Bullit felgurnar, og einhvertíman voru bremsudælurnar rauðar.
en það sem kemur manni í efa með að hann sé bullit er það að hann er með spoiler á skottinu, og bara GT merki en ekki bullit merkinu.
en það sem ég veit er að hann hefur lent í tjóni að aftan.
skottlok og vinstra afturbrettið hefur verið málað. og reyndar lika frammstuðari og hægra frammbrettið..
svo langar mig lika að vita annað.
hann er með 4,6L 289 V8 motor. sem á að vera 265hestöfl ef hann er með 2ventla á hvern sílender. en 310hestöfl ef hann er með 4ventla á hvern sílender..
en það sem ruglar mig rosalega er að. nuna virkar hann mun betur en orginal GT bíllinn gerir. og er skráður 308hestöfl..
sem þýðir væntanlega að hann sé 32ventla en ekki 16ventla eins og hann ætti að vera. en ég efast rosalega um að hann sé 32ventla þarsem það stendur hvergi í huddinu á honum að hann sé með 32ventla og það er hvergi skráð að hann sé 16 eða 32ventla..
bíllinn er reyndar með einhverju svaka Borla pústkerfi, en nú gerir pústkerfi ekkert fyrir aflið þannig lagað að hann ætti að geta stungið venjulegan 4,6L mustang svona svakalega af
hefur einhver herna vit á þessu og væri til í að upplýsa mig aðeins um málið?
bíllinn er til sölu ef einhver vill borga uppsett verð, en ég vill ekki vera bulla um eitthvað sem ég hef ekki vit á við þá sem hafa áhuga á bílnum..
fyrirframm þakkir