Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Durham

Pages: [1]
1
Almennt Spjall / Götuspyrna Akureyri
« on: June 17, 2007, 16:16:34 »
Virðingarleysi almennings á Íslandi fyrir gæslu er þekkt.

Það hefðu allir sýnt þessu skilning ef menn hefðu bara sleppt dónaskapnum í hljóðkerfinu.  Og það sem verra er, er að hann heldur áfram hérna.  Menn kunna sig greinlega ekki.

Það er ekki eins og BA hafi verið að gera þetta í fyrsta skipti.  Aðstæður voru fullkomnar og mikill fjöldi fólks kom til að horfa á spyrnu.  Hefði getað orðið skemmtilegur viðburður.

Það var löng röð í báðum miðasölum þegar þetta fáranlega komment glumdi í hátalarakerfinu.

Lélegt skipulag setti mark sitt á viðburðinn og þegar dónaskapurinn bættist ofaná þá var mér öllum lokið.

Einföld afsökun hér hefði dugað mér.  Ég skil vel að menn verði pirraðir þegar fólk hlíðir ekki og löggan er að hamast í þeim en það er ekkert sem afsakar dónaskap sem þennan.

Við sem erum í mótorsporti viljum ekki vera stimplaðir dónar.

2
Almennt Spjall / Götuspyrna Akureyri
« on: June 16, 2007, 22:49:58 »
Mig langar akkúrat ekkert til að vera neikvæð(ur) en,,,

Þegar þulur í hljóðkerfi segir" ef þið ætlið ekki að borga ykkur inn, þá skulið þið drulla ykkur heim" þá var mér nóg boðið.  Ég drullaði mér...

Ég var búinn að borga mig inn og horfa á Impresur og Golf rembast eins og rjúpan við staurinn í klukkutíma við að hita dekkin með slakri frammistöðu. (Frekar dull)

Síðan kom 40 mínútna hlé vegna afskipta lögreglu út af ógreiddum áhorfendum á aðalgötu og þá fór ég í burtu.  Tek ekki þátt í svona rugli aftur.

BA hafði þarna fullkomið tækifæri til þess að koma götuspyrnukeppni á framfæri á jákvæðum nótum gagnvart almenningi en tókst fullkomlega að klúðra því.

Að kenna áhorfendum um lélegt skipulag er asnalegt og með asnalegri tilkynningu, þá lítilækkaði BA sig í mínum augum.  Ég vona að þeir sem stóðu að þessu átti sig á því að það var ekki sök áhorfenda að þetta fokkaðist upp.

Að halda spyrnukeppni fyrir almenning á grilltíma og standa svona illa að því er ekki ásættanlegt.

Það hefði verið einfalt að setja upp girðingar við aðalgötu og dekka þær með tjaldi eða leggja Landflutningatrukkum fyrir útsýnið og þá hefði þetta ekki þurft að gerast.

ÖMURLEG GÖTUSPYRNA OG ÉG VONA AÐ BA STANDI BETUR AÐ ÞESSU NÆST !!!

Pages: [1]