Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Kiddihaf

Pages: [1]
1

Ég er að fara að kaupa mér endurohjól eða krossara til að lifa af veturinn. Er búinn að eiga nokkur götuhjól en er nýgræðingur í drullubransanum. Þau hjól sem ég er að skoða núna eru KTM 380 EXC með tvígengismótor árg 99, KTM 520 SX krossari árg 2002 og Yamaha WF425 árg 2002. Það sem ég hef lesið um KTM hjólin er það helst að þau eru mjög öflug og fá yfirleitt góða dóma. Ég veit minna um Yamaha hjólið en þykist vita að það er talsvert aflminna en KTM hjólin en það væri gaman ef einhver með reynslu af svona hjóli segði mér eitthvað um þetta hjól. Ég er veikur fyrir miklum krafti og ætti því þess vegna að velja 380 hjólið en ég er skeptískur á tvígengismótorinn. Eru menn ekki endalaust með tvígengismótora í höndunum? KTM 520 hjólið er krossari og því ekki götuskráð en er hægt að kaupa tilheyrandi útbúnað á krossara og fá hann götuskráðan? Það væri gaman að fá komment frá mönnum sem hafa reynslu af svona hjólum....

2
Mótorhjól / Re: Sýnið hjólin ykkar
« on: June 02, 2008, 00:14:59 »

Jú auðvitað er þetta rétt hjá þér Öddi. Þ.e.a.s. um línumótorinn. Magnan er með V mótor. :oops:

3
Mótorhjól / Re: Nýja hjólið
« on: June 01, 2008, 15:56:16 »
Sælt veri fólkið.

Var að flytja þennan öldung á klakan :


Til standa ýmsar breitingar... stittri gormar að aftan.... lengri gaflar.. custom sprautun.... custum smíðaður Sissy bar og Highway pegs svo eitthvað sé nefnt... en maður veit ekki hve margt af þessu kemst í framkvæmd í sumar ...

Þetta er Honda Magna er það ekki? Myndin er dálítið dökk svo  ég sé hjólið ekki mjög greinilega. Er þetta 1100 eða 750 hjólið? Og hvað kostaði gripurinn hingað kominn?

4
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 13, 2007, 00:03:59 »
Ég kynnti mér þetta mál allt saman betur og verð að viðurkenna að ég hef haft algerlega rangt fyrir mér. Það sem ruglaði mig í ríminu er það að tork er gefið upp í Nm sem er mælieining orku og raunar kraftvægis líka sem gildir í tilfellinu með torkið. Sorrý en ég talaði bara út frá minni sannfæringu sem er raunar rétt miðað við að tork sé snúningsmassi eins og Unnar talaði um.

hehe, jæja ég er nú hvorki vélfræðingur né vélaverkfræðingur svo ég get nú afsakað mig með því en þetta var nú samt fróðlegt spjall allavega fyrir mig.

Svo niðurstaðan fyrir þig Öddi minn eftir þetta allt saman er sú: Fáðu þér eins mikið tork og þú getur torgað. :wink:

5
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 12, 2007, 20:14:48 »
Jamm. Málefnaleg svör.

Ég hef fyrir mitt leiti reynt að útskýra mitt mál en fengið lítið vitrænt til baka.

Getur einhver ykkar þá útskýrt fyrir mér hvað tog er nákvæmlega og hvar það kemur fram í vinnslu vélarinnar.

6
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 11, 2007, 21:09:17 »
Tja ég veit nú ekki hvar ég á að byrja en mig langar að svara gstuning sem segir að ég kunni ekki að lesa og skrifa. Sjáum til.

Það er alveg rétt hjá þér gstuning að vélin með hærra tog hefur fleiri hestöfl við 3000rpm.  En málið er bara ekki svona einfalt því hestafl er ekki sama og hestafl.

Þessi hestöfl sem þessi mótor hefur umfram hinn eru ekki hestöfl sem vinna að auknum snúningshraða heldur eru þetta hestöfl eða afl sem vinnur gegn hægingu mótorsins. Þegar mótorinn verður allt í einu fyrir auknu álagi þá vinna þessi hestöfl gegn því álagi í samvinnu við hestöflin sem strokkarnir framleiða. Mótorinn með hærra togið hægir því minna á sér en hinn sem er með minna tog vegna þess að togið og hestöflin vinna sameiginlega gegn álaginu.

Hinsvegar þegar auka á snúningshraðann þá vinnu togið gegn hröðuninni einfaldlega vegna þess að togið (sem er snúningsorka vélarinnar) verður að fá orkuna einhversstaðar frá og hana tekur það frá hestöflunum í strokkunum. Tog er gott fyrir vélar sem verða fyrir ójöfnu álagi eins og vélar í þungavinnuvélum. Togið stuðlar að lægri hita í brunahólfum vegna þess að  vélin þarf ekki að framleiða allt aflið við álagstoppa þar sem togið skilar stórum hluta af aflinu.

Þið skiljið kannski sumir betur eftir þennan lestur af hverju sumar vélar skila aflinu hægar en aðrar þó þær hafi sama hestaflafjölda

7
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 11, 2007, 06:42:57 »
Það er bara eðlisfræðilega ekki hægt að hafa núll tog þegar mótorinn snýst, hvaða snúningshraða sem þú talar um.

Ég skal svara þér betur seinna og útskýra fyrir þér muninn á togi og hp.

Hint: tog er mælt í Nm sem er mælieining orku en ekki krafts..

8
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 10, 2007, 01:02:47 »
Quote from: "Unnar Már Magnússon"
Quote from: "Kiddihaf"
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.


 :shock:  án togs eru engin hestöfl  :wink:  því hestöfl eru margfeldi af togi (lb-ft) og snúning vélar (rpm) deilt með 5252  8)


Þetta er akkúrat öfugt hjá þér.

Tog Nm (Newtonmetrar) er marfeldi krafts N (Newton) og vegalengdar m (metrar)

Nm er mælieining orku en N er mælieining krafts sem er grunneining hestafla.

9
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 10, 2007, 00:57:23 »
Já þetta er nú reyndar mikið útbreiddur misskilningur að það sé togið sem ýtir hjólinu áfram þegar gefið er inn. Það er aflið þ.e. hestöflin sem ýta hjólinu áfram á öllum snúningsskalanum hvað sem toginu líður. Togið vinnur raunar gegn hestöflunum þegar gefið er inn. Ástæðan er sú að tog er ekki kraftur heldur orka. Togið er hreyfiorkan sem býr í mótornum þegar hann snýst. Ef mótor hefur mikið tog þ.e. hann safnar í sig mikilli hreyfiorku þegar hann fer á snúning þá er hann jafnframt lengur að vinna sig á upp á snúning miðað við mótor með sama hestaflafjölda en minna tog. Þess vegna er það verra að hafa mótor með mikið tog ef maður er að sækjast eftir hröðu upptaki því togið vinnur gegn upptakinu.  Mótorar með lágan snúningshraða missa hlutfallslega minna afl á lágum snúningi en mótorar með háan snúningshraða og vinna því vel á lágum snúningi .

Hátt tog vinnur gegn hraðabreytingu og hentar því vel í t.d. þungavinnuvélar þar sem það vinnur með mótornum gegn hægingu mótorsins og jafnar þannig álagið á mótorinn.

10
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 09, 2007, 23:28:26 »
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.

11
Mótorhjól / Kawasaki GPZ 1100 ´81
« on: April 09, 2007, 22:26:41 »
Veit einhver hvar svona hjól er niðurkomið í dag. Má vera í slæmu ásigkomulagi.

12
Mótorhjól / newton metrar
« on: April 09, 2007, 21:59:57 »
Þú finnur það út með því að keyra hjólið kallinn.

13
Mótorhjól / Hayabusu sérfræðingar!
« on: April 09, 2007, 21:52:45 »
En af hverju ertu að tjúna Hæjabúsu :smt118

14
Mótorhjól / Vantar upplýsingar um Yamaha
« on: April 09, 2007, 21:43:09 »
Ef þú ert að fara í nám til Danmerkur þá myndi ég ekki kaupa mér hjól þar.

Ég var í námi þarna og keypti mér hjól í Þýskalandi, gamalt Kawasaki RX 1000. Ég borgaði eitthvað um 130-140þús fyrir hjólið í Þýskalandi en þurfti að borga hátt í 400þús í tolla og gjöld af hjólinu. En málið var að af því að ég er Íslendingur í námi þá gat ég fengið að greiða tollinn á 8 árum með lágum eða engum vöxtum, man ekki alveg hvernig það var. Og ef ég flytti úr landi þá myndi tollurinn falla niður. Málið endaði reyndar þannig að ég klessukeyrði hjólið og tryggingarnar borgðuð allan tollinn svo ég þurfti ekki að hugsa meira um það mál.

Það er bara gaman að fara til Hamborgar eins og ég gerði og keyra hjólið heim til Danmerkur.

Pages: [1]