Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Raggi-

Pages: [1] 2 3
1
[Til Sölu] Ford Econoline (E-150) '87 - Gott efni í ferða/vinnubíl

Mig langar aðallega að kanna áhugann fyrir þessum fallega Ford Econoline. Er ekkert sérlega spenntur fyrir því að selja hann en það má alltaf skoða málin ;)
Um er að ræða tilvalið verkefni fyrir Bíladaga eða ferðasumarið, jafnvel efni í vinnubíl/hjólabíl eða annað nytsamlegt.

Skoða bæði peningatilboð eða skipti á ýmsu, ekki bara ökutækjum en mun ekki borga með fyrir neinu dýrara
Er að leitast eftir sex stafa peningaupphæð (xxx.xxx krónur) eða eignaskiptum. Hef sérstakann áhuga fyrir sæmilegum Nissan Terrano, Daihatsu jeppa, mjög vönduðum leðursófa eða setti í dökkum lit. Það skilyrði er sett fyrir kaupum að kaupandi fjarlægi bílinn af þeirri lóð sem hann stendur nú á innan fjórtán daga frá kaupum.  



Ford Econoline E-150.
5.8L 351w Bensínvél og C6 skipting.
Ekinn 230.xxx Km (Á eftir að kanna það samt betur til að vera viss).
Árgerð 1987 (Fornbíll (skráður húsbifreið) - Engin bifreiðargjöld og lágar tryggingar).
Engin áhvílandi gjöld og númer eru í geymslu en athugið að kaupa þarf eina nýja steðjanúmeraplötu. Honum fylgir s.s. steðjanúmer.


Ástand:
Þarfnast töluverðra lagfæringa, mig grunar að vélin sé föst en ég þori ekki að staðfesta þann grun eins og er, skoða mætti heddpakkningu eða jafnvel annan mótor.
Bremsur þarfnast líklega yfirferðar og demparar að aftan eru ónýtir ef ég man rétt.
Útlitslega er bíllinn nokkuð heill en svolítið af ryði, ekkert í gegn held ég örugglega, dæld á öðru afturhorni og hurðum farþegamegin, best metið með eigin augum. Mjög sterkbyggðir bílar og þessi er ágætis eintak þó hann þarfnist umhyggju. Að innan er bíllinn ljótur en mjög auðvelt fyrir laghentann aðila að ditta að því í frístundum enda ekki mjög flókin framkvæmd, allt frekar einfalt og þægilegt viðureignar.

Bifreiðin er fyrrverandi lögreglubifreið frá lögreglunni á Akureyri. Engin smurbók fylgir bílnum eða aðrir pappírar en ég gæti mögulega látið fylgja með tvær nákvæmar viðgerðarhandbækur um þessa gerð bíls. Þær fjalla um og skýra flest öll samsetningarferli og viðgerðarferli þessara bíla.

Fyrir nánari upplýsingar sendið mér einkaskilaboð.
Best er auðvitað að skoða bílinn í eigin persónu. Hann er annars staðsettur í Njarðvík.


Fleiri myndir hér inná Facebook: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200224580270104.1073741825.1020354912&type=3

Auglýsing á Live2Cruize.com: http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php/175149-TS-Ford-Econoline-(E-150)-87-Gott-efni-%C3%AD-fer%C3%B0a-vinnub%C3%ADl



Þessi auglýsing er skrifuð í flýti og því set ég fyrirvara um villur eða breytingar.


3
Upp

Smá edit hérna: Er búnað finna smur- og þjónustubækurnar ásamt einhverjum pappírum. Þar á meðal kvittun fyrir bremsuborðum og -klossum ásamt vottun fyrir vinnunni á bremsum og fyrir vinnunni við ísetningu nýrrar vatnsdælu.

4
Upp

Er sérlega áhugasamur fyrir skiptum á eftirfarandi:

*Daihatsu Feroza, Rocky eða Taft í sæmilegu ástandi, má þarfnast einhverra lagfæringa.
*Heillegum notuðum eða nýjum varahlutum í Ford Econoline E150 '87 með 5.8 V8 351W vél.
*Allskonar varningi sem ég gæti nýtt, nú eða reiðufé ;)

6
BÍLAR til sölu. / Seldur!
« on: May 03, 2011, 22:53:52 »
Seldur!

7
Selt!

10
Koma svo, það styttist í sumarið. Verðið er ekki heilagt, skoða öll tilboð og skipti.

14
þessi bíll er í borg í grímsnesi :)

Er langt síðan hann kom þangað? Ég nefnilega bjó rétt hjá Borg fyrir nokkrum árum, og aldrei tók ég eftir þessum þar.

15
Sæl veriði. Ég er að leita mér að eftirtöldum negldum vetrardekkjum til kaups, ódýrt:

15" stærðir sem koma til greina:
185/60R15
195/45R15
195/50R15
195/55R15
Einungis góð, felgulaus, negld vetrardekk koma til greina. Vil engin drasl-/Hagkaups- dekk. Helst ódýr samt. 2stk samstæð eða 2+2/4stk samstæð. Stór kostur ef þau eru vel grófmynstruð og torfæruhæf.

14" Stærðir sem koma til greina:
175/65R14
185/60R14
185/65R14
185/70R14
195/55R14
195/60R14
Einungis ódýr og negld vetrardekk koma til greina. 2stk samstæð eða 2+2/4stk samstæð. Skoða líka mögulega dekk á felgum með 4x100 og/eða 4x114,3 gatadeilingu sem eru ekki rándýrar.

Ef þið eigið eitthvað ódýrt handa mér í þessum dúr, endilega sendið mér ep eða svarið hér í þráðinn. Tek það skýrt fram að ég vill fá góðar upplýsingar og myndir helst í fyrsta pósti, annars hef ég lítinn áhuga. Góðar upplýsingar teljast svo sem almennt ástand og slit á hverju dekki, magn dekkja og stærðir, tegund og undirgerð, myndir, verðhugmynd, hvar á landinu og kannski nafn og símanúmer líka.

Með kveðju,
Raggi.

16
Þessar myndir eru teknar annaðhvort árið 2002 eða 2003, en þessi bíll stóð í nokkra mánuði fyrir aftan Vökvatengi ehf. á Fitjabraut í Njarðvík og síðar fyrir utan Bílaþjónustu GG ehf. á Brekkustíg, Njarðvík. Búið var að rífa vélina úr og hana svo í spað skildist mér. Bíllinn sjálfur var látinn standa á meðan uppgerð á mótornum fór fram. Eitthvað að nýjum splunku nýju gramsi var hægt að finna í kössum inní bílnum. Þess vegna finnst mér þetta allt svolítið skrýtið, hvort að eigandinn (Bjarki, einmitt einsog mig minnti) hefði þá gefist upp á uppgerðinni eða hvað? Og af hverju þá farga bílnum þegar búið var að versla í þennan sjaldgæfa gæðing. Af hverju ekki selja hann áfram, ef nóg var og er af áhuganum fyrir þessu. Boddýið að vísu orðið slappt en ekki svo að hægt var að bjarga því, ég grandskoðaði þetta einsog mögulegt var á tímabili. Það er kannski ekki mitt að dæma afsakið, þetta eru bara mínar saklausu pælingar. Svo í dag vill svo til að ég þykist vita um allavega eina Charade turbo vél hér á landi, nýuppgerða og með öllu utaná, ready í bíl. Að vísu er það úr G11 ('83-'87) týpunni en ekki G102 ('87-'94) en það er í grunninn sama vél. Svo ég tali líka um aðra Charade turbo þá man ég eftir að ég held þessum á Smiðjuveginum og þessum rauða sem átti til að brjóta öxla. Svo er náttúrlega gamli Sonax, sem ég man seinast eftir á Snæfellsnesi, en hann var víst G11 ('83-'87) týpa en ekki G102 ('87-'94) einsog þessi hér að ofan. Ég hef aðallega áhuga á G102 týpunni, enda búinn að heyra alltof mikið af þessum G11 bílum, einsog t.d. Sonax bílnum og einhverjum fleiri sveita-spretthlaupurum og rollutemjurum. Endilega, ef einhver hefur fleiri sögur til að deila meðal manna af þessum bíl hér að ofan (JT 831) eða öðrum G102 turbo Charade þá væri það yndislegt. Hvað þá ef fólk á gamlar myndir líka ;)

 
Man eftir tveim svona GTTi bílum í fljótu bragði báðir svartir, annar stóð númerslaus og í reiðisleysi við Smiðjuveg í kring um árið 2000 og hinn á Hvammstanga um 2001-2002. Sá var á gömlu steðjanúmerunum að mig minnir. Svo man ég eftir að hafa séð nokkra í umferðinni um aldarmótin, fljótlega eftir það fóru þeir að hverfa af götunum.
...

Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar. Ekki vill svo til að þú vitir hvurs vegna ég finn þennan bíl aðeins skráðan sem non-turbo í íslenskum skrám, þegar allt í sambandi við boddý og kram bendir til þess að þetta sé orginal GTti bíll (einnig er til GTXX útgáfa)?

17
993cc...
3 cylendra...
100 bhp stock...
800kg...

Svo er mikið verið að fikta í þessu úti og menn hafa verið að ná útúr þessu 80-100 auka hrossum. Mér finnst það alveg nóg...
En man enginn eftir þessu eintaki?

18
Ég veit ekki betur..  8-)

Hér eru tvær í viðbót:



19
Kannast einhver við þennan og sögu hans? Er búið að farga honum í dag? Ég veit lítið um hann nema að mér skilst að ákveðnar upplýsingar hafi verið rangar í nýskráningunni eftir að hann var fluttur inn til landsins. Og svo heyrði ég seinast af honum í uppgerð fyrir nokkrum árum, búið að versla í hann fullt af gulli minnir mig. Það var á svipuðum tíma sem ég tók nokkrar myndir af honum að gamni. En hann er víst afskráður í dag. Veit ekki hvort að númerið sé rétt en mig minnir að það hafi verið JT 831.



20
Sælir, ekki vill svo til að einhver af ykkur eigi eitt, tvö eða þrjú stykki svona felgu einsog sjá má á meðfylgjandi mynd?
Stærðin er 15" og með 5 x 100 gatadeilingu. Þetta er Ronal felga og mér skilst að týpunúmerið heiti R007.
Sárlega vantar að minnsta kosti eitt stykki í þokkalegu ástandi, jafnvel tvær eða fleiri, fyrir eitthvað lítið.




*Edit 26.10.2011: Vantar ennþá.

Pages: [1] 2 3