Sælir peyjar,
Núna er ég búinn að vera forrita í vetur nýja útgáfu af kerfinu með ansi róttækum breytingum.
Það er orðið einfaldara að skoða sig í gegnum vefinn ásamt því að kerfið er orðið hraðvirkara og stabílla, viðmótið er einnig orðið stílhreinna og snyrtilegra.
Ég mun leggja meiri áherslu á tengingar á milli tíma og ökumanna, þeas. ef menn verða duglegir að skrá upplýsingar um ökutækið (þyngd og fleira), þá verður hægt að búa til flóknar formúlur (með hjálp góðra manna), t.d. bætingar á tímum, útreiknun á hestöflum og fleira.
Einnig er ég kominn með myndir inn í kerfið til að gera þetta aðeins meira spennandi, og verða þá myndir hengdar á ákveðinn atburð (keppni / æfingu), og í framhaldinu hægt að tagga myndirnar á ákveðinn ökumann/ökutæki. Hugsa um að ég muni gera mönnum kleift að hengja myndband á timeslip.
Ég er búinn að skoða allar athugasemdir sem ég hef fengið inn og mun gera þær breytingar á næstu grösum.
En endilega látið mig vita ef þið hafið athugasemdir eða feature request.
Þið getið skoðað það sem ég er kominn með:http://drag-dev.forritun.orgog svo ef þið viljið hoppa beint í að skoða round
http://drag-dev.forritun.org/competition/kvartmila/round/1