Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Vilhjalmur Vilhjalmsson

Pages: [1]
1
Almennt Spjall / Ökugerði
« on: May 02, 2007, 19:53:26 »
Sælir Spjallverjar vildi bara skella inn fréttatilkynningu sem fer frá okkur á morgun:

Fréttatilkynning
Stjórn byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ.
Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar.
Í þessum fyrsta áfanga motoparksins verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl.  Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta.
Ökugerði með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlýtandi kennslu í ökugerði..
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra Iceland motopark er þetta mikilvægur áfangi í langtímafjármögnun þessa hluta svæðisins og kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á heildarverkefnið, einnig er þetta mikil viðurkenning á verkefninu og hvernig það hefur verið unnið. Byggðastofnun hefur með þessu skrefi skapað grunn að sköpun umtalsverða starfa í Reykjanesbæ, en gert er ráð fyrir að innan Iceland motopark verði allt að 300 ný störf þegar heildar uppbyggingu svæðisins er lokið.

Kv,
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

2
Almennt Spjall / Boð á fyrstu skóflustungu Iceland motopark ehf
« on: September 29, 2006, 20:44:56 »
Ágætu spjallverjar og aðrir meðlimir,

Ég vil fyrir hönd Iceland motopark bjóða ykkur til að vera viðstödd fyrstu skóflustungu Iceland motopark Laugardaginn 30 sept kl 16:30.
 
Athöfnin verður við Afleggjarann af Reykjanesbraut til Grindavíkur.

Þar verða einnig til sýnis bílar eins og Ford GT frá Brimborg ásamt fleiri eðalgripum.

Að athöfn lokinni verður boðið uppá léttar veitingar í go-kart húsinu í Njarðvík.

Fyrir þá sem vilja verður rútuferð frá Smáralind 15:30 og tilbaka um kvöldið(fyrir þá sem vilja þiggja léttar veitingar)

Ég vil endilega benda á að fyrsta skóflustungan er tekinn í kvartmílubrautinni.

Kær Kveðja

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
vilhjalmur@toppurinn.com

3
Almennt Spjall / prufuholur byrjaðar
« on: July 15, 2006, 19:14:24 »
Jæja,

Fyrir þann sem ætlaði að fagna þegar hann myndi sjá jarðýtur þá getur sá hinn sami tekið smá forskot á sæluna.

I dag var byrjað að taka fyrstu prufuholur og þær voru einmitt teknar í fyrirhugaðri kvartmílubraut. Á næstu dögum verður svo gerðar yfir 60 holur á svæðinu.

Formleg skóflustunga og upphaf verklegra framkvæmda verður þó ekki fyrr en 30. september kl 15:00. Allir velkomnir.

Ég vil endilega benda öllum sem hafa áhuga á að koma með hugmyndir eða athugasemdir að senda e-mail á vilhjalmur@icelandmotopark.com við höfum sérstaklega leitast við að gera sem flestum kleift að koma að verkefninu þannig að tekið sé tillit til séríslenskra aðstæðna.

Það er rétt að benda á að allar framkvæmdir og hönnun verkefnisins er gerð með það að leiðarljósi að brautin standist allar alþjóðlegar kröfur.

Og eins og ávallt þá óskum við eftir sem bestu samstarfi við KK og félaga þess.

Kær kveðja,

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

4
Almennt Spjall / Iceland MotoPark
« on: May 21, 2006, 16:51:07 »
Góðan daginn ágæta kvartmílufólk.

Til að upplýsa um nokkrar staðreyndir um verkefnið og draga umræðuna upp á málefnalegt plan þá vil ég benda á eftirfarandi:

Verkefnið hefur verið í vinnslu í heilt ár og því ekki um kosningatrikk að ræða.

Fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á sínu sviði til að vinna verkefnið.

Það er ætlun okkar að vinna náið með öllum sem koma að motorsporti á Íslandi  þar með talið kvartmíluklúbbnum.

Ég get ekki séð annað en að verkefnið okkar styðji við sportið og sé til heilla fyrir kvartmíluklúbbinn.

Einnig vil ég benda á að við erum með líkan af brautinni, myndir og hönnunarpappíra til sýnis á gokart brautinni í Reykjanesbæ.

http://www.Icelandmotopark.com
 
Kær kveðja
Vilhjálmur Þór

Þeir sem vilja frekari upplýsingar sendi mér e-mail vilhjalmur@toppurinn.com

Pages: [1]