2
« on: December 19, 2006, 11:07:59 »
Fyrsti aðili er sá sem kaupir trygginguna (Kvartmíluklúbburinn). Annar aðili er sá sem veldur tjóninu, og þriðji aðili er sá sem verður fyrir því.
Spurningin snýst um hvaða rétt einstaklingur á, sem verður fyrir því að ótryggt ökutæki keyrir á hann á kvartmílubrautinni.
Það er önnur spurning sem við ættum eiginlega að spyrja fyrst: Er heimilt að aka á kvartmílubrautinni á ótryggðu ökutæki?
Ef svo er, þá þarf að svara spurningunni hér að ofan: Ef ótryggður bíll keyrir á annan og veldur tjóni, er Klúbburinn þá skaðabótaskyldur gagnvart þeim sem fyrir tjóninu varð, eða verður viðkomandi að sækja bæturnar til þess sem olli tjóninu (og er ótryggður og sennilega búinn að eyða öllum sínum peningum í kvartmíluna)?