Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 4x4.is

Pages: [1]
1
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 30, 2006, 15:31:36 »
Ég sé ekki hvern ég var að kalla aula þó ég hafi kvartað yfir heimskulegum útúrsnúningum. Sem minnir mig á það ætli flugvélar þurfi ekki að vera tryggðar fyrir tjóni sem þær geta valdið á jörðu niðri áður en þeim er hleypt á loft, svo ég haldi áfram að láta draga mig í útúrsnúningana.
Ég ætla nú að hrósa Ingó fyrir sín svör. Það er jafn mikil snilld þegar menn sem vita svarið skella inn stuttu og góðu svari eins og það er pirrandi að sjá röflpósta sem koma málinu mislítið við.
KK var fyrsti bílaklúbburinn sem ég gekk í svo mig langar hvorki í stríð eða rifrildi við félagsmenn hans hvort sem þeir koma fram undir nafni eða ekki. Mig dreymir líka um að eiga einhverntíma ástæðu til að fara út á braut og taka run.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

2
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 30, 2006, 08:31:47 »
Æ Halldór.

Raggi minn hvað er það sem þú ekki skilur,, það eru engir áhorfendur þar sem bílarnir eru á 100 km hraða. Hvað er það sem þú skilur ekki með áhorfendastæði.

Ekki hafa kvartmílubílar spólað grjóti yfir áhorfendur, annað en gerst hefur í öðru sporti.

Hvað heldur þú að munurinn sé á myndatökumanni á torfæru og kvartmílu. Áður fyrr voru þetta sömu mennirnir. þess vegna skil ég ekki hvaða útúrsnúningur þett er,, en þú sérð þetta greinilega með öðrum augum en flestir.


Ég var ekki að spyrja hvort þetta gæti komið fyrir heldur hver væri ábyrgur ef þetta kæmi fyrir. Þegar ég spyr spurningar þá er það af því að ég vil svar við spurningunni en ekki einhverja útúrsnúninga um að þetta geti ekki gerst. Flest getur gerst þó þú trúir því ekki. Ef þú hefur ekki svar við spurningum sem ég set á spjall þá átt þu ekki að að ýta með músinni á senda svar og bulla bara. Ingó kom með svar sem átti við spurninguna mína nema hvað hann sagði að trygging KK gilti og það hafði áður komið fram að KK þyrfti ekki tryggingu og hann skýrir þetta kannski enn betur út. En ég hafði hvergi beðið um bull frá þér eða öðrum heldur bara svar við spurningu.
Maggi ég var líka forvitinn hver mamus væri þó svo að ég skilji stundum nafnleynd. Ég var hvergi nálægt því að finna Bragason heldur fékk ég út kvenveru. Mamus var líka búin/n að biðjast afsökunar á orðum sínum um pabba þin sem ég er sammála þér að voru ekki viðeigandi.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  Sími: 6624444
   www.4x4.is
    4x4@4x4.is

3
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 22:17:00 »
Það eiga eflaust einhverjir ykkar framtíð í pólitík.
Nú spyr ég beint.
Ef bíll sem er að keyra á yfir 100 km/h hraða fer útaf og limlestir áhorfanda hver er ábyrgur og þyrfti að hafa tryggingar í lagi fyrir ökutæki á keppnisbraut?
a) Ökumaður.
b) Kvartmíluklúbburinn.
c) ÍBH.
d) ÍSÍ.
Og Halldór, þú snýrð þig ekki út úr eigin útúrsnúningum með enn meiri útúrsnúningum og fullyrðingum. Myndatökumenn á torfærukeppnum eru væntanlega tryggðir því keppnishaldari þarf að kaupa tryggingar til að fá að halda keppni.
Og það gæti verið meira en 1 ár síðan ég fór síðast út á braut en það er a.m.k. minna en 2 ár og kemur spurningum um ábyrgð á keppnisbraut ekkert við.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  Sími: 6624444
   www.4x4.is
    4x4@4x4.is

4
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 17:35:14 »
Sæll Mamus.
Ég ætla nú að kvarta við þig að þú talir um vitleysing sem fór á brautina á Kryppu þó að vissulega hafi kappið verið meira en forsjáin í það skiptið. Þú ert kannski bara að stríða Magga. En þetta var annars nokkuð góður pistill hjá þér.
Óli er að vísu fyrrverandi Forseti Landssambands Íslenskra Akstursfélaga en virkur í stjórn.
Ég er nú sammála Óla að það vanti svæði til að æfa og keppa á en ég á að sjálfsögðu við í viðbót við kvartmílubrautina.
Þakka þér líka Hálfdán við getum alveg hagað okkur eins og menn þó við séum ekki endilega sammála.
Nú ætla ég að endurtaka eina spurningu mína:
En með tryggingar. Gefum okkur að bíll hefði farið útaf á 120 km/h þarna og lent á áhorfenda. Hver er ábyrgur ef sá sem stendur fyrir atburðinum er ekki með tryggingu?
Ég efast um að ÍSÍ tryggingin dekki það (reyndar fékk ég símtal áðan um að ÍSÍ tryggingin tryggi áhorfendur ef stúkan dettur á þá o.þ.h. slys en ekki ef áhorfendur verða fyrir keppnistæki en ég hef svosem ekkert á pappír yfir það).
Og að lokum Gretar Franksson. Þú bara gefur þér það að Kvartmíluklúbburinn hafi verið með ólögmæta aðgerð á umræddu kvöldi. Rangt hjá þér.
Ef lögreglan stoppar lögmæta aðgerð af hverju eruð þið ekki búnir að fá afsökunarbeiðni frá þeim?
Ég óska Kvartmíluklúbbnum og að sjálfsögðu öðrum mótorsportklúbbum þess að vera með alla hluti í lagi og þá sérstaklega tryggingar því slysin gera ekki boð á undan sér.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

5
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 14:44:02 »
Ég er alveg sammála Agnari:
Hvaða máli skiptir það... ...hvar slysin hafa gerst, það kemur þessu bara ekkert við.
Mér finnst mikið nær að spá í framtíðina en velta sér uppúr fortíðinni.

En svona bull:
Hvað *edit* áhorfandinn ætti að vera að þvælast þar sem bíll er kominn á 120 km hraða.

Ég er ekki að ná þessu hjá Halldóri, ég hef séð video frá endalínunni og finnst miklu flottara að sjá ökutækin þaðan (einhver hélt á vélinni). Ég var úti á braut þegar Valur velti og fannst frábært að sjá hann labba frá því en er feginn að enginn stóð þá þar með videocameru. Ég hef líka keppt nokkrum sinnum á þessari braut og var líka á fyrstu mílunni þegar brautin var opnuð (var ennþá á reiðhjólinu þá) svo að heimskulegar yfirlýsingar um að ég hafi aldrei komið á þessa braut eru bara heimskulegar og ekkert annað. Ég ætlaði ekki að standa í bulli eða bullurum hér en gat greinilega ekki sleppt því að svara í þetta skipti.

Slys er slys og ég skil ekki hvað er svona slæmt að vera tryggður ef slys verður.

Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

6
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 14:14:21 »
Sæll Harry.

Sæll Ragnar,svo það sé alveg ljós þá er KK í ÍBH og þar af leiðandi í ÍSÍ.

kv Harry


Eruð þið sem sagt að segja að ÍSÍ sé ábyrgt fyrir tjóni sem verður ef bíll keyrir útaf brautinni á 120 km/h og lendir á saklausum áhorfendum?
Ég er ekki að trúa því.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

7
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 13:34:04 »
Spyr sá sem ekki veit.
Öll íþróttafélög innan 'IS'I eru tryggð í gegnum tryggingapakka 'IS'I þar á meðal KK. þannig að KK voru ekki ólöglegir af því.
Ég hafði heyrt að bílaklúbbar væru ekki í ÍSÍ, eruð þið með pappíra um að KK sé í ÍSÍ? Ég vil nefnilega heyra frá báðum hliðum og meta söguna svo sjálfur.
En með tryggingar. Gefum okkur að bíll hefði farið útaf á 120 km/h þarna og lent á áhorfenda. Hver er ábyrgur ef sá sem stendur fyrir atburðinum er ekki með tryggingu?
Ég er ekki að skrifa hér af því mig langar að rífast svo ekki taka það þannig.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

8
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 12:14:40 »
Sælir allir.
1. Þetta verður langur póstur.
2. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað er gamall texti sem virkar ekki.
3. H.K.Racing þú fórst rangt með. Eftir því sem ég best veit var sá sem slasaðist þegar skiptingin sprakk búinn að skipta um skiptingu fyrir keppni og þar sem sprengihlífin af Powerglide passaði ekki beint á 350 skiptinguna sem fannst notuð var hlífinni sleppt. Það sýnir að það eru líka vitleysingar að keppa hjá LÍA. Slysið var að mínu mati það að skoðunarmaðurinn sá ekki að hlífina vantaði og hafði meiri trú á okkur keppendum en það að við værum að svindla á öryggisatriðum.
4. Hver stoppaði aksturinn á brautinni?
Eruð þið að reyna að fá einhvern til að trúa því að LÍA hafi stoppað hann?
Ég held að til að fá að halda æfingar / Keppni / tímatökur þurfi að hafa leyfi og tryggingar í lagi.
Þennan póst fékk ég frá KK í fyrra:
Kæru keppendur og æfendur með ökutæki á númerum, nú þegar keppnisleyfi hefur verið endurnýjað hjá LÍA hafa þeir sett þá skilmála í leyfið að allir þeir sem keyri á bílum með númer hafi svokallaðan tryggingarviðauka frá sínu tryggingafélagi. Þessi viðauki kostar venjulega ekki neitt svo vítt sem ég veit, aðeins þarf að biðja um að fá þessu bætt við. Svo þarf að koma með staðfestingu á þessu til okkar í keppnisstjórn eða á æfingum um leið og menn melda sig inn. Endilega hringja í tryggingafélagið og biðja um viðauka í ábyrgðartrygginguna vegna keppni og æfinga á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni tímabilið maí til október, eða bara allt árið það skiftir engu.
Kv. Nóni

Mér finnst þetta ekki neitt ægilegur yfirgangur hjá LÍA. Þarna kemur líka fram að leyfi hafi verið fengið hjá LÍA og ég veit ekki til þess að það hafi þurft að borga fyrir það.
Eflaust kostar eitthvað að tryggja svona uppákomur en ef maður hugsar aðeins málið þá er út í hött að taka séns á því að vera ótryggður ef eitthvað kemur fyrir.
Ég mæli með því að fyrir næstu uppákomu verði sótt um leyfi hjá LÍA og fengnar allar upplýsingar um hvað þarf að hafa af pappírum til að allt gangi upp.
Ef LÍA hefur bent lögreglu á að eitthvað hafi vantað til að þið mættuð keyra, þá hefur eitthvað vantað, og sá sem stóð fyrir þessu hlýtur að passa upp á að hafa allt í lagi næst.
5. Kvartmíluklúbburinn er að gera góða hluti með því að reyna að fjarlægja kappakstur af götum en LÍA er að gera fullt af góðum hlutum líka.
6. Það væri snilld ef Kvartmíluklúbburinn væri með tryggingar fyrir skemmdarverkum sem félagar í klúbbnum valda eftir að vera stoppaðir fyrir ólöglegar uppákomur á brautinni. Er einhver sem vill taka ábyrgð á þeim?

Ég er búinn með tímann sem ég hef til að skrifa í bili og gleymi eflaust einhverju en það kemur í ljós.

Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

Pages: [1]