Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Mamus

Pages: [1]
1
Almennt Spjall / LÍA át hattinn sinn
« on: April 30, 2006, 23:20:21 »
Teddi þú verður að passa þig að tala ekki of vel um Lía annars fara misgáfaðir menn hér á spjallinu að halda að þú sért orðin Lía mella.

Ég get allavega ekki betur séð að ef menn séu ekki sammála einhverjum 3 kvartmíluköllum þá eru þeir skósveinar lía.

Ég vona nú samt að þessi endalausa Lía/allir aðrir deila leysist fljótlega svo að það verði nú hægt að stunda mótorsport hér á landi í sátt og samlyndi.

og eitt annað alls ekki illa meinnt og ekki bendla mér við lía þótt að ég spurji en spurningin er hversvegna er þetta ósætti á milli KK og Lía? og ég tek það fram að ég er eingöngu að spurja vegna þess að ég veit það ekki ekki til að æsa neinn upp.

2
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 30, 2006, 01:32:21 »
hehehehehehehehehe

Maggi minn lol    að kalla mig Bigga Braga finst mér bara vera gargandi snilld.

En nei ég tengist ekki Bragasonum hvorugum þeirra og svona þér að segja þá eru þeir bræður þeir menn sem mér finnst vera búnir að fara verst með mótorsport á íslandi.

en ég á allavega eftir að hlægja mig í svefn takk Maggi

en afhverju rökstyður þú ekki mál þitt í staðinn fyrir að uppnefna mig og segja að ég hafi slitið eithvað úr samhengi.

Og af hverju er það svona nauðsinlegt fyrir þig að vita hver ég er ætlaru að senda mér pakka?

3
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 17:52:00 »
okok ég skal játa það að ég fór yfir strikið að vera að tala um vitlesinga og kalla fólk snargeðveikt og biðst ég hér með afsökunnar á því.

Ég er alls ekki neitt á mót  KK né einhverjum öðrum akstursíþróttaklúbb, ég var bara að reyna að benda fólki á hvernig þetta mál lítur út fyrir hinum almenna borgara sem mun horfa á þáttinn á morgun, ég ætla bara að vona að þið sendið einhvern sem getur svarað fyrir sig með rökum ekki barnalegum innskotum og æsing.

Og svona að lokum þá verð ég víst að taka það fram að ég er mjög hlyntur þessu framtaki að koma hraðakstri af götum borgarinnar, en ég bara skil ekki hvers vegna fullorðnir menn geta ekki rætt saman og komist að niðurstöðu. Ísleskar Akstursíþróttir verða aldrei almennilegar á meðan fólk er að rífast hver í sínu horni.

Og sama hvað fólki finnst þá ætla ég að halda áfram að vera Huldumaðurinn

4
Almennt Spjall / Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 29, 2006, 15:10:10 »
Góðan dag
Eftir að hafa verið að fylgjast með þessari umræðu í dag og í gær þá bara get ég ekki orða bundist.Það fyrsta sem mér datt í hug eftir að hafa lesið yfir þetta er tilvitnun úr íslensku dægurlagi:  "Börn og aðrir minna þroskaðir menn".

Byrjum á byrjunninni Óli startar þessari vitleisu með því að fara í viðtal í Kastljósinu til að ræða um hraðakstur á götum borgarinnar, í þessu viðtali kaus hann að gleyma því að til væri braut á íslandi sem er sér til þess gerð að keyra hratt á, það eitt er til háborinnar skammar að forseti Landsambands Íslenskra Akstursíþrótta skuli sniðganga heilan klúbb vegna persónulegs ágreinings.

Til svars við þessari framkomu Óla höfðu KK menn samband við Kastljósið, væntanlega til að vegkja athygli á sér (sem er að sjálfsögðu af hinu góða). Og var þá ákveðið að auglýsa eftir fólki til að  hittast á brautinni og gera sjónvarpsþátt. Gott og vel. En.......    Það virðist sem að forsvaramenn KK hafi gleymt því að um brautina gilda ákveðnar reglur sem ber að framfylgja. Það er ekki hægt að sleppa sumum reglum þó svo að það mæti ein sjónvarpstöð með tæki og tól á staðinn.

 Þið rökræðið um að þetta var hvorki keppni né æfing heldur að þið væruð komnir í sjónvarpsbransan og væruð að búa til sjónvarpsþátt. Samt gátuð þið ekki virt tilmæli lögreglu um að virða hámarkshraða á þessari ótryggðu braut sem er 70km hraði. Ég veit að vísu ekki merkilega mikið um þennan sjónvarpsbransa en ég tel það nokkuð ljóst að bílar þurfa ekki að fara upp fyrir 70km hraða til að myndast vel, það voru engin ákvæði um hvað þið máttuð vera snöggir upp í 70, bara ekki fara yfir 70km hraða.

Grétar F. sagði:
Quote
hefur haldið keppnir á lokuðu vernduðu svæði óslitið öll árin 30 undir leiðsögn og öryggiseftirliti reyndra manna.
Ættu þessir reyndu menn ekki að vera búnir að læra allar reglur og skilmála eftir 30 ár í bransanum.

Boss sagði:
Quote
Maðurinn er FÁVITI
  Mjög málefnalegt.

Svo kom Nóni með mynd af óla þar sem hann er kominn með horn. átt þú ekki að vera í forsvari fyrir þessa síðu. eftir svona barnaskap frá manni sem á að tala fyrir hönd klúbbsinns þá bara get ég ekki tekið þig alvarlega. það var verið að ræða málin ekki leggja í einelti.

Svo spyr sara hvort óli sé ekki sökudólurinn fyrir öllum skítnum sem hefir verið kastað í íslensku mótorsporti. Það kemur málinu ekkert við. málið snýst um lög og reglur ekki pólitík úr fortíðinni.

HK R. Spyr: hvað ef það hefði orðið slys, ég kýs að umorða spurninguna Hað ef það hefði orðið banaslys á þessari ólöglegu æfingu sem var ekki æfing en engu að síður ólöglegt. Hvað myndi það gera fyrir íslenskt mótorsport ef einhver hefði látist við gerð sjónvarpsþáttar í skjóli myrkurs.

Og Maggi Finn Þú ákveður allt í einu að þú viljir læra reglur Lía, af hverju stofnaru þá ekki nýan þráð svona þér til fróðleiks vegna þess að reglur og fortíð Lía hafa ekkert með það að segja að þið brutuð reglur.

Svo segiru:
Quote
Lokað svæði=eigin ábyrgð. Þannig finnst mér það eiga að vera
Maggi Maggi Maggi ég taldi mig nú þekkja þig svona lala en ég verða að segja í allvöru talað ég hélt að þú hefðir meira í toppstykkinu en þetta. ok þú villt að menn geti bara hist á einhverju afgirtu svæði keyrt eins og vitlesingar engar reglur og engin lög. hvað helduru að það endist lengi áðir en þú segir ok strákar höfum hérna eina reglu ekki keyra á hvorn annan, og svo kemur önnur regla á endanum verður þú þá orðinn yfirvaldið með reglurnar sem öllum er illa við. Og svo annað, hvar eigum við að stoppa? Byggjum búgarð þar sem við meigum drepa fólk okkur til skemmtunar engar reglur engin lög eigin ábirgð bara sama hvað þið gerið ekki drepast fyrir utan girðinguna í allvöru talað þú hlýtur að sjá hvað þetta er kjánalegt.

Einar Möller segir:
Quote
En ég hef ekki áhyggjur, við munum standa uppi sem "sigurvegarar" vegna þess að við gerum þetta fyrir sportið, LÍA gerir þetta fyrir peninga og "völd".
   Hafið þið eithvað fyrir ykkur í því að það séu svona miklir peningar í þessu? Bara forvitni ekki kaldhæðni.  Og hver eru völdin í því að vera Forseti í félagi sem enginn virðist taka mark á?

Svo kom að sjálfsögðu cr vtek með svarið:
Quote
lia eru lika bara favitar

Uss þetta Coment fékk mig næstumþví til að skipta um skoðun á þessu öllu saman og hætta að skrifa þennan pistil.

Svo kemur maggi aftur með hugsunina: hversvegna eru lög og regla? Vegna þess Maggi minn að við erum ekki barbara við lifum í nútímanum og við "maðurinn" erum margoft búin að sanna að við þurfum reglur til að þrífast í svona þjóðfélagi.

429Cobra fyrst þú varst svona klár að finna upplisingar um HK R þá held ég nú að þú hefðir allveg getað haldið áfram ransóknarblaðamennskunni og komist að því hver HK Racing raunverulega er, sem að ég besst veit hefur alldrei verið leyndarmál.

Dr.Aggi ssegir svo:
Quote
En þess má geta að heimild var fyrir þessari uppákomu frá aðstoðar lögreglustjóra Lögreglunar í Hafnarfirði Ólafi Emilsyni
fyrst þetta er satt er þá ólafur Emilsson ekki sökudólgurinn af þessu öllu það var jú hann sem gaf ykkur leifi til að halda ótryggða ekkikeppni, og dró það svo til baka. hvað eru menn að æsasig við lía þú segir það sjálfur þarna að lögreglan er sökudólgurinn, á þessi þráður ekki að heita "helvítis löggan".
Svo heldur þú áfram:
Quote
Við höfum engin alvarleg slys á okkar samvisku í þjrátíu ár
 Nr: 1 þarf virkilega alvarlegt slys svo menn fari eftir settum reglum er ekki bara hægt að vera forsjáll.
nr.2 ég veit ekki betur en að það hafi farið vitlesingur á brautina fyrir einhverjum x tíma á kryppu sem hafði ekki farið í skoðun í tvo áratugi og til að toppa allt þá var ökumanninum ekki meira annt um KK að hann fór ferðina hjálmlaus til að bróta örugglega allar reglur. en það mátti ekki tala illa um þetta mál.

Svo kemur 492 cobra aftur, maðurinn sem ætlaði nú ekkert að pikka um þetta mál.
Quote
Og þá værir þú kannski betur í stakk búinn sem fullgildur meðlimur og snattari fyrir LÍA að fræða mig
 Er það ekki ofsögum sagt að maður sem er að benda ykkur á það að það voruð þið sem gerðuð mistök eða Löggan eins og sumir vilja halda fram sé snattari Lía. Af hverju getið þið sem fullorðnur menn sætt ykkur við það að þið voruð ekki að fara eftir settum reglum.

Fyrst að ég byrjaði þennan pistil á dægurlagi er þá ekki rétt að ég endi hann eins með frægum slagara frá Sólstrandargæunum:
"Eigum við ekki bara að vera vinir?"

E.S. ég skirfa undir nafnleind vegna þess að ég vill ekki fá þessa snargeðveiku unglinga sem ég sá í sjónvarpinu vera að mynda múgæsing í kringum Einn Lia kall á eftir mér.

Pages: [1]