----- Original Message -----
From: Marta Jónsdóttir
To:
benni@vortex.is Cc: Kristófer Ágúst Kristófersson
Sent: Tuesday, December 02, 2008 8:32 AM
Subject: RE: Gjald vegna vanrækslu á skoðun
Sæll Benedikt,
Vanrækslugjaldið fellur einnig á fornbíla. Til að koma í veg fyrir sekt er unnt að leggja númerin inn en þú veist af því, sé ég. Svo er einnig unnt að skrá bifreiðina tímabundið úr umferð. Er það gert með límmiða með áletruninni "Notkun bönnuð"sem límt er á skráningarmerki bifreiðarinnar. Með notkun slíks miða falla tryggingar þó ekki niður. En það er svo sem ágætt að halda bifreiðinni tryggðri ef eitthvað skyldi koma fyrir hana í geymsluhúsnæðinu. Kostnaðurinn við þetta er 600 kr. við skráningu úr umferð og kr. 600 við skráningu í umferð aftur. Eyðublöð vegna þessa er að finna á heimasíðunni,
www.us.is Þú setur límmiðann sjálfur á.
Með nýrri reglugerð um skoðun ökutækja verður skoðanatíðni fornbíla breytt og lengist hún. Verður líklega 3 ár. Það er þó óstaðfest, enn sem komið er. Þá mun skoðun fornbíla vera samræmd, þ.e. þeir skulu ávallt allir vera færðir til skoðunar í sama mánuði. Endastafur skráningarmerkis þeirra mun því ekki segja til um hvenær þeir skuli færðir til skoðunar. Líkt og með bifreiðar með einkamerki sem færa skal til skoðunar í maí. Reglugerðin hefur þó ekki verið samþykkt en mjög stutt er í það.
Kveðja,
Marta Jónsdóttir, lögfr.
Umferðarstofa
Borgartúni 30
105 Reykjavík
S: 580-2068
Fax: 580-2003
www.umferdarstofa.is --------------------------------------------------------------------------------
From: Arna M. Eggertsdóttir On Behalf Of Umferðarstofa almennt
Sent: 02.12.2008 08:18
To: Marta Jónsdóttir
Cc: Kristófer Ágúst Kristófersson
Subject: FW: Gjald vegna vanrækslu á skoðun
--------------------------------------------------------------------------------
From: Benedikt Eiriksson [mailto:benni@vortex.is]
Sent: 1. desember 2008 21:51
To: Umferðarstofa almennt
Subject: Gjald vegna vanrækslu á skoðun
Góðan dag,
Mér langar til að vita hvort þessi nýju lög um skoðun ökutækja nái til fornbíla einnig. Eins og allir vita eru margir fornbílar settir í geymslu yfir vetrartímann og ekki teknir út fyrr en ca í apríl. Flestir eru á númmerum allt árið og kannski einstaka bílar teknir út við sérstök tilefni á þessum tíma. Mér grunar að svörin við þessu verði þau að taka bara númmerin af á haustin og á aftur á vorin, en það eru bara svo mikil óþægindi af því fyrir marga. Einnig er spurning hvað ég persónulega geri þar sem ég á núna bíl í vetrargeymslu, og með númmer sem endar á 1. Bíllinn er í stóru húsnæði ásamt mörgum öðrum bílum, og eru þeir það þétt raðaðir að ekki kemst ég að honum til að taka númmerin af. Verð ég því nauðugur viljugur að borga þennan 15.000kr í vor þegar ég næ bílnum út ?
Með fyrirfram þökk
Benedikt Eiriksson