Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - GHS

Pages: [1]
1
GM / Re: 1971 Camaro í uppgerð.
« on: December 21, 2008, 12:36:43 »
Smá update

Staðan á bílnum er óbreytt frá 2006.

En árið 2006 var verið að skipta um boddí-parta. Búið er að skipta um allt gólfið, plötuna ofan á mælaborðinu, sjóða í og gera við bæði innri afturbrettin, endursmíða demparafestingarnar upp í innribrettunum, einnig búið að endursmíða báða afturbitana. Höskuldur bílasmiður var búinn að smíða eitthvað í afturendan á honum (man ekki einu sinni hvað það var lengur). Það sem er eftir í suðuvinnunni er að púsla honum saman að aftan þ.e. gólfið í skottið, ytri hluti af innri brettum, bæði afturbrettin og síðan partarnir í kringum ljósin ásamt einhverju meiru.

Framhaldið??? Ég flyt bílinn í annað húsnæði núna í desember/janúar og þá ætla ég að reyna að koma smá hreyfingu á hlutina.

Guðmundur 

2
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Týndir Mustangar?!
« on: March 10, 2007, 22:54:40 »
Gaman að lesa þetta, pabbi er víst einn af strákunum úr kópavogi. Hann átti bílinn en félagar hans voru mikið að þvælast á honum.
Hann keypti bílinn þar sem hann stóð í flugskýlinu út á velli, stuttu eftir að hann keypti hann uppgötvaði hann að vélin virkaði ekki sem skyldi, hann reif heddin af henni og uppgötvaði stórt gat á heddi í brunahólfi auk þess sem ein undirlifta var brotin, það var ástæðan fyrir því að hann tók vélina úr bílnum, meiningin var sú að hún færi seinna í hann aftur.
Hann keypti klesstan Cougar ´72 (brúnnsans, miðaldra kallar muna eftir honum fyrir utan vinnufatabúina á horninu á Smiðjustíg of Hverfisgötu) sem hafði verið gjörsamlega eyðilagður suður á Miðnesheiði og notaði vél og skiptinu úr honum.
Sumarið 1975 seldi hann allt draslið þar sem hann var að fara í margra ára nám erlendis. Pabbi hélt alltaf að vélin hefði verið úr SCJ 70 model og hefði farið í bílinn áður en Bjössi flutti hann inn, þetta gæti skýrt ruglið með VIN númerið. Til gamans má geta þess að hann var keyrður á hús á Hverfisgötunni en ekki ljósastaur, eftir það var hann gerður upp af flugvirkjunum. Þetta var haustið 74, pabbi gamli tjaslaði honum aldrei saman og lenti aldrei í árekstri á honum.
Skiptingin fór í brúnan Bronco sem gerði það gott í sandspyrnunni og vélin er örugglega til hjá sama aðila og hann seldi hana á sínum tíma.

3
Aðstoð / Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
« on: June 01, 2006, 14:19:28 »
Sorry ruglið, stykkið sem vantar er ófánlega stykkið. Það verður þá bara að reyna að lappa upp á það gamla.

4
Aðstoð / Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
« on: June 01, 2006, 03:49:23 »
Takk fyrir skjót viðbrögð. Held að þetta sé ekki inner rear valance panel sem ég er að leita af það stykki er neðri hlutinn eða hvað?. Þetta er í raun grindin í kringum ljósin kallað Inner rear tail light backing panel hjá yearone þeir eigað þetta í 74-77 og segjast eiga þetta í 70-73 en eru síðan með mynd af rear body panel!!! hvort á maður að treysta lýsingunni eða myndinni jæja ég spyr þá að því. Annars athuga ég fbodywarehouse. Ef ekkert finnst þá verður þetta einhvern veginn saumað saman

5
Aðstoð / Yearone
« on: May 31, 2006, 15:30:37 »
Já ég er búinn að leita á síðunni hjá yearone.com og hjá classicindustries.com og líka búinn að senda þeim e-mail og bíð eftir svari. Ólíklegt að þetta sé til hjá þeim ef ég finn þetta ekki á síðunum þeirra. Vitið þið ekkert um þennan bíl sem er í uppgerð í Móso mér skilst að eigandinn hafi keypt bílinn í vetur á uppboði í tollinum. Eigandinn datt inn í skúr þar sem er verið að sjóða í bílinn hjá mér og sagðist hafa fengið þetta stykki e-h staðar að utan.

Gummi

6
Aðstoð / Camaro 71 í uppgerð vantar smá upplýsingar
« on: May 31, 2006, 13:14:14 »
Mig bráðvantar inner rear body panel í camaro 70-73. Ég er búinn að vera leita á netinu og ekki fundið þetta. Frétti síðan af einhverjum í Móso sem er að gera upp eins bíl og hann hafði fundið þetta einhverstaðar á netinu. Nú vantar mig hjálp að finna út hver þetta er því mig langar að bjalla í hann og spurja hvar hann hafi fundið þetta. Nú eða ef eigandi/uppgerandi les þetta þá þætti mér vænt um ef þú gætir sagt mér hvar þú fékkst þetta.
Allar upplýsingar vel þegnar

kv Gummi

7
Varahlutir Til Sölu / Til sölu '93 camaro z28
« on: June 16, 2005, 11:41:57 »
Til sölu Camaro 93'

Bíllinn er keyrður 90 þús mílur.
K&N loftsía og inntak.
1.6 Rúllurokkerarmar.
Minna trissuhjól.
Ný dekk framan og aftan.
Bíllinn var sprautaður fyrir ári síðan.
Bíllinn var fluttur inn 99-00 (held ég) og hefur verið geymdur inni á veturna

Verð 800 þús
Engin skipti
Uppl. Sveinn sími 8939006

[/img]

Pages: [1]