Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - hilmar

Pages: [1] 2
1
Almennt Spjall / Goðsagnir
« on: May 20, 2013, 18:15:35 »
Var að taka til og fann þessa fínu mynd af tveimur íslenskum kappakstursgoðsögnum þegar þeir fóru til Ameríku að kynna sér sportið.  Þarna eru þeir fyrir utan Indanapolis Racing Hall of Fame árið 1987.  Gat bara ekki sleppt því að skella þessum spengilegu hetjum hérna inn.

2
Bílarnir og Græjurnar / Re: Cougar
« on: April 03, 2013, 20:26:14 »
Heyrði að þessi kæmi frá Bretlandi í skiptum fyrir mótorhjól sem fór héðan...

3
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: 1968 Pontiac
« on: November 08, 2012, 20:14:33 »
Veit enginn hvað varð af rauða ´68 GTOinum sem Harry minntist á?  Man eftir honum á bílasölu haustið ´80, hvítur að innan, ljósalokur, rafmagnsrúður, dual gate skiptir o.fl...

5
Til sölu ´73 árgerð af 340 mótor með öllu utaná, nýlegur blöndungur, niðurgíraður startari, nýlegur alternator einnig  2 stk. 727 skiptingar

Hilmar - 8933031


6
Varahlutir Til Sölu / Mopar bremsudiskar
« on: April 28, 2012, 18:42:04 »
Til sölu diskar í Mopar, passa í B og E body um og uppúr ´70 árgerð.

Hilmar 893-3031

7
Bílarnir og Græjurnar / Re: Corvette C5 Z06
« on: February 25, 2012, 12:54:29 »
Þetta er orðið sultufínt Dóri

Kv.
Hilmar

8
Almennt Spjall / Re: gott lag :)
« on: February 10, 2012, 21:09:59 »
Algjör gargandi snilld!  Sá og heyrði þetta flutt "live" fyrir utan Óðal við Austurvöll sumarið ´76 - óborganlegur texti

Kv.
Hilmarb

9
Varahlutir Óskast Keyptir / Sumardekk 235/60-15
« on: November 27, 2008, 14:09:36 »
Vil kaupa góð dekk í þessari stærð 225/60-15 kemur líka til greina

GSM 893-3031 - Hilmar

10
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Skrifandi um GTS-a
« on: October 25, 2008, 11:59:51 »
Fyrsti eigandi þessa bíls var til heimilis að Tómasarhaga 24 í Reykjavík.  Það var eldri kona en maðurinn hennar starfaði hjá Varnarliðinu og var Kani.  Bíllinn var hvítur með svörtum vinyltoppi upphaflega og bar númerið JO-515 lengst af.  Var seinna málaður í þessum brúna lit en þá var ömmustrákur gömlu konunnar búinn að eignast bílinn.  Mér sýnist þessi mynd vera tekin á Tómasarhaganum.  Í næsta húsi við eiganda þessa bíls var svo silfurgrár ´69 Sport Satellite þannig að það var gaman að labba þessa leið í skólann uppúr 1970...

11
Almennt Spjall / Mr. Andersen S 50 ára afmæliskveðja
« on: January 12, 2008, 21:51:02 »
Til hamingju með daginn ljúfurinn

Kveðja,
Hilmar B

12
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Dodge Coronet 383´67
« on: January 01, 2008, 20:30:22 »
Það var eiginlega vita vonlaust enda var þessu hent við fyrsta tækifæri...

13
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Dodge Coronet 383´67
« on: January 01, 2008, 19:57:09 »
Veit einhver hvar þessi er niðurkominn  í dag?  Þessar myndir eru frá 1985 - 1987 meðan ég átti hann.  Þar sem hann er rauður (með rauðu plussi) er fyrrverandi eigandi að reyna koma honum í gang daginn sem ég keypti hann.

14
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Bílasýning BA 1988
« on: January 01, 2008, 14:39:47 »
Hérna er ein þar sem Óli er að sækja gallann í skottið og gera klárt í viðgerðir við Staðarskála.  Hin myndin sýnir stórsókn Sunnanmanna, Andersen á kantinum og Gunni á fleygiferð inn í teiginn að taka við fyrirgjöfinni, greinilega stórefnilegur knattspyrnumaður.  Chargereigandi snýr bakinu í myndavélina

15
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Bílasýning BA 1988
« on: December 29, 2007, 22:34:55 »
Myndir frá Bílasýningu á Akureyri ´88.  Þarna voru nokkrir merkilegir Moparar, Mustangar þóttu ekki brúklegir til sýningar en vel nothæfir sem íverustaður við áfengisdrykkju.  Moparmenn, Gunni Camaro og fleiri heilbrigðir ásamt heimamönnum efndu hins vegar til knattspyrnukappleiks og þó enginn muni úrslit leiksins er hér ágætismynd af íþróttamönnunum...

16
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Mercury Comet GT 302 ´72
« on: December 29, 2007, 21:52:39 »
Ekki veit ég hverjir tóku úr honum mótorinn en það er ágætt að vita af honum á lífi.  Gangi þér vel með hann...

17
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Z28 ´81
« on: December 29, 2007, 21:42:56 »
Ég seldi bílinn 9. maí 1989.  Kaupandinn hét Egill Benediktsson, bjó á Höfn og bíllinn var nákvæmlega í sama standi og á fyrstu myndinni.

18
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Z28 ´81
« on: December 27, 2007, 21:39:06 »
Sami bíll!

19
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Z28 ´81
« on: December 27, 2007, 21:16:49 »
Þennan átti ég 1989 og seldi til Hornafjarðar.  Held hann hafi komið nýr til Akureyrar og var með "öllu" á þess tíma mælikvarða.  Sá sami og stóð í mörg ár í Álfheimunum.  Var alveg meiriháttar bíll.  Veit einhver hvort hann sé væntanlegur á götuna aftur?

20
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Pontiac Lemans 350 '69
« on: December 26, 2007, 14:13:22 »
Meira gamalt, núna Lemans ´69 sem ég átti, myndaður með ´68 GTO sem félagi minn átti. Myndir teknar sennilega 1979 og sú svarthvita á sýningu KK í Húsgagnahöllinni (bíllinn er með stýrið v.megin, myndin er öfug). Lemansinn var upphaflega dökkgrænn með græna innréttingu.  Það var griðarlega vinsælt á þessum árum að mála strípur uppúr því sem maður fann í amrískum blöðum og mig minnir að þessi skelfing sé úr gömlu Car Craft blaði.  GTOinn er sá sem Rudolf reif og eru myndir af honum inni á vef Mola.  Veit einhver hvað varð um þann röndótta?

Pages: [1] 2