Bannaður ert þú að seigja að keppninar séu rekknar með tapi, í hverju hefur þú verið að keppa. Það hafa stóraukis áhorf bæði á kvartmilu og torfæru í sumar og ég spái aukningu á næsta ári.
Kveðja Magnús.
Ég sagði ekki að keppnir væru reknar með tapi, en hins vegar tel ég það alveg víst að ef KK myndi ekki rukka keppnisgjöld værum við að sjá taprekstur á keppnum og eins væru um að ræða allar tegundir mótorsports í landinu að bíladögum undanskildum.
Menn eru alltaf fljótir að horfa í þúsundkarlana sína sem fara í þeirra keppnir en líta seint á umgjörðina sem þarf svo að hinir sömu geti keppt, ein svona braut eins og KK er með kostar örugglega á bilinu 60-80mil ef horft er til heildar kostnaðar. það er dýrt að reka svona battery og það þarf alltaf að greiða eitthvern kostnað af hverri keppni í viðhald/Endurbætur eða uppbyggingu nú svo má ekki gleyma leyfum, tryggingum, auglýsingum og keppnisgjöldum sem félagið sjálft þarf að standa skil á. gaman væri að vita hvað trackbite sullið kostar fyrir hverja keppni ?
Það að reka þetta eingöngu á áhorfendum er fjarlægur draumur, einfaldlega vegna þess að við erum ekki nógu mörg á þessu skeri. ef fleiri byggju hér myndi örugglega hlutfall þeirra sem myndu mæta aukast.
Og þó svo að fleiri myndu mæta sæi ég varla ástæðu fyrir því að sleppa keppnisgjöldum. Erlendis get ég ekki séð að menn séu án keppnisgjalda, maður hefur séð einstaka flokka í sumum sportum sem sleppa við gjöldin en ég held að allstaðar þurfir þú að hafa keppnisskírteini frá viðkomandi sérsambandi og er 10þús hér heima alls ekki dýr miðað við það sem ég hef séð.
Ég tel að áður en menn gætu farið að láta sig dreyma um enginn keppnisgjöld ætti frekar að huga að því að greiða starfsfólki keppnana laun svo hægt væri að standa sómasamlega að keppnishaldi og rekstri félagana.
Og nei ég keppi ekki í mílu eða sandi, það koma hinsvegar upp svona umræður hjá öllum af og til.
Kv Gunni