4
« on: June 16, 2017, 00:19:00 »
Þessa hluti þarf að ræða og finna lausn á því þessi tryggingamál eru alltof loðinn og eru nú orðinn einn stæðsti þröskuldurinn fyrir nýliðun og fjölgun í okkar sporti td. Ungir ökumenn eru að fá kostnaðar tilboð í tryggingar með viðauka upp á 120-150 þús kr.
Ef ég slasa áhorfanda í keppni sem er réttu meginn við girðingu á keppnissvæðinu þá er svarið frá tryggingafélaginu mínu,um hver sé ábyrgur á þann veg að það verði að meta í hvert skipti... þá spyr maður ef við keppendur erum ábyrgir fyrir tryggingu áhorfenda kemur þá tryggingafélagið með endurkröfu á ökumann tækisins ef um alvarlegt slys er að ræða á áhorfanda. Þá eru forsendur fyrir þessu sporti sem hobbýi ansi hæpnar.