Það var einn svona 71 í Neskaupstað "in the eightees", grænn með hvítum og rauðum flames sem teygðu sig alla leið á afturbrettin. Sá bíll var með 351 Cleveland og auto. Hann kom til Nesk frá Seyðisfirði og var keyptur af dreng sem tengdist Óla og Sigga Mikk einhvernvegin. Maxima 70 að framan og 60 að aftan, sílsapúst og Cragar felgur, töff bíll. Ef einhver man eftir þessum bíl, jafnvel á myndir þá væri gaman að fá að sjá þær.
K.v.
Ingi Hrólfs.
Í sambandi við Seyðisfjarðar bílinn, þá ætti ég að geta reddað inn myndum af honum fljótlega. Hann var í eigu tengdapabba míns á þeim tíma sem hann var staðsettur á Seyðisfirði. Dagur Bjarnason átti hann þar, hann er giftur systir Sigga Mikka og Óla Mikka.
Held hann eigi einhverjar myndir af honum, en veit ekki hversu góðar þær eru
Það væri mjög gaman að vita hvað varð af honum.